Blöndulón
Blöndulón
Pistlar | 18. febrúar 2022 - kl. 13:02
Vissir Þú listi N-hóps Húnavatnshrepps
Eftir Guðmund Hagalín, fyrrum yfirmaður Blönduvirkjunar

Það birtist lítill metnaður í þeim lista sem N-hópurinn í Húnavatnshreppi setur fram og ber yfirskriftina Vissir þú. Þegar ég les fyrstu upphrópun Vissir Þú listans, sem hljóðar þannig:

 „Vissir þú að tekjur Húnavatnshrepps munu aukast um tug milljónir króna vegna uppbygginga virkjana á næstu árum?," verð ég dapur í huga þegar ég hugsa heim til minnar gömlu sveita yfir því hversu mikil þröngsýni virðist ríkja þar á bæ.

Þrátt fyrir að hafa leitað finn ég hvergi frumkvæði Húnavatnshrepps (að minnsta kosti ekki skipulagt iðnaðarsvæði) í þá veru að byggja upp atvinnurekstur í sinni sveit og héraði sem byggir á því að koma því rafmagni í vinnu í heimabyggð og á Norðurlandi vestra sem er til staðar upp í gamla Svínavatnshreppi og bíður eftir því að komast í vinnu.

Með því að gefa í skyn að uppbygging virkjana sé á næsta leiti í Húnavatnshreppi, án þess að í myndinni sé það sem hér að ofan er sagt um að rafmagnið, sem ekki er lítið af, vinni heima í héraði, er Húnavatnshreppur að gefa í skyn að þar á bæ séu menn búnir að sætta sig við  breytingar á flutningskerfinu, svo flytja megi raforkuna burt úr héraði. Sem sagt ef viðgerð á fjárréttinni er tryggð er okkur sama þótt rafmagnið fari burt. Við sendum afkomendur okkar bara í vel launuð tæknistörf annað en í okkar héruð. 

Ég hvet Austur-Húnvetninga til þess að snúa bökum saman og hefja sameinaðir vinnu við að byggja upp atvinnulíf sem byggir á þeirri raforku sem er þar til staðar. Ef sú raforka fer burt úr héraði gefst það tækifæri sem þið hafið núna ekki í bráð.

Guðmundur Hagalín 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga