Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Mánudagur, 5. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:10 SV 6 4°C
Laxárdalsh. 22:10 VSV 5 5°C
Vatnsskarð 22:10 VSV 3 5°C
Þverárfjall 22:10 SV 3 4°C
Kjalarnes 22:10 V 2 7°C
Hafnarfjall 22:10 SSV 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 13. maí 2022 - kl. 18:05
Hugleiðingar til framtíðar
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson

Það hefur nú sennilega ekki farið framhjá neinum, að á morgunn göngum við til kosninga og kjósum okkur sveitastjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Mér sýnist enginn verða svikinn af því að mæta á kjörstað og styðja sinn lista því að úrvalið af frábæru og frambærilega fólki lita alla listanna. Ég er mjög stoltur af því að búa í samfélagi sem samstaðan er jafn mikil og raun ber vitni miðað við stefnuskrár alla listanna sem flestar eru samhljóða um stór málefni, eins og nýjan leikskóla, málefni fatlaðra, bundið slitlag á flugvöllinn og hlutverk Húnavalla í sameinuð sveitarfélagi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir mér snúast þessar kosningar ekki um málefnin, heldur um hverja þú, kæri kjósandi treystir til að leiða saman þessi sveitarfélög í farsæla sameiningu.

Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar Jón hafði samband við mig og bauð mér sæti á listanum sínum. Hvernig gat ég annað, þegar mér bauðst að taka þátt í að móta nýtt sameiginlegt sveitarfélag, úr sveitarfélögunum sem ég á djúpar rætur til. Ég, sem er fæddur og uppalinn á Blönduósi, tók þátt í baggaheyskap á Breiðavaði, djöflaðist í íþróttasalnum á Húnavöllum í heimsókn hjá afa Munda og ömmu Millu, fylgdist með folöldunum á Rútsstöðum og sauðburði á Bjarnastöðum eftir að ég tengdist þeim í gegnum konuna mína, og ég gæti haldið lengi áfram.

Auk þess að þar sem að Jón fór fyrir samstarfsnefndinni um sameiningu sveitarfélaganna, finnst mér nauðsynlegt að hann fá að halda áfram þeirri vinnu sem hann stýrði farsællegra í samstarfsnefndinni. Því þó búið sé að kjósa og samþykkja sameininguna, þá er sameiningin sjálf bara rétt að hefjast. Hún hefst formlega þegar ný sveitastjórn tekur til starfa og þá tekur við vinnan við að sameina rekstur og innviða beggja sveitarfélaga og það verður erfitt og flókið ferli, en það er mín trú að með aðkomu okkar á H-listanum verði vandað til verka. Jón býr yfir áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og komið að ýmsum félagsmálum og við verðum ekki svikin með hann í brúnni. Berglind hefur verið í sveitastjórn Húnavatnshrepps síðustu 4 ár og hafa þau tvö verið hryggjarstykkið í kosningabaráttu H-Listans. Þekking þeirra á innviðum og rekstri Húnavatnshrepps verður mikilvægt innlegg í sameininguna því hún snýst um meira en bara þéttbýlið.

Málefnin okkar eiga samleið með flestum en mig langaði aðeins að fara lauslega yfir málin sem liggja mér á hjarta. Lýðheilsumál eru með þeim málum sem ég vill beita mér fyrir. Í fyrsta lagi þá erum við svo heppin að vera með eina flottustu sundlaugum á landinu og það er mér mikið í mun að hrósa því sem vel hefur verið gert. En aðrir íþróttainnviðir á svæðinu mega muna sinn fífil fegurri, íþróttasalurinn á Blönduósi er sprunginn, gólfið í honum er hreinlega heilsuspillandi, aðstaða til fótboltaæfinga yngri flokka og frjálsra íþrótta á íþróttavellinum ekki  til fyrirmyndar. Bara í síðustu viku gerðist Blönduósbær formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi og mun sameiginlegt sveitarfélag erfa þessa aðild. Þar finnst mér strax vera hvati til að gera betur í þessum málum. Einnig finnst mér mikilvægt að knýja á HSN að hafa fasta lækna hér á svæðinu til að getað myndað betri tengsl við íbúa á svæðinu.

Þá komum við aftur að öðru máli sem mér er hugleikið en það eru atvinnu- og skipulagsmál. Til að gera svæðið okkar aðlaðandi fyrir fólk sem vill koma og starfa hérna þurfum við að hlúa að og byggja upp öfluga innviði. Viðhald á héraðs- og tengivegum þarf að flýta, sem og lagningu ljósleiðara í þéttbýlinu. Byggja þarf nýjan leikskóla á Blönduósi sem stenst nútímakröfur, bæta þarf lóðaframboð og fjölga þarf úrvali íbúða á sanngjörnu verði fyrir alla samfélagshópa, hvort sem það eru barnafólk, fatlaðir eða eldra fólk. Í þessum málum eigum við mikið inni og með samtali og samvinnu með íbúunum getum við byggt nýtt og betra samfélag.

Ég hlakka til að sjá niðurstöðurnar á laugardagskvöldið og vona að þú, kæri kjósandi, sjáir þér fært að setja X við H á morgunn.

Höfundur skipar 3. sæti á H-listanum.

Guðmundur Arnar Sigurjónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið