Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 08:21 0 0°C
Laxárdalsh. 08:21 0 0°C
Vatnsskarð 08:21 0 0°C
Þverárfjall 08:21 0 0°C
Kjalarnes 08:21 0 0°C
Hafnarfjall 08:21 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Reykir. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Reykir. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Pistlar | 14. ágúst 2022 - kl. 14:26
Þættir úr sögu sveitar: Mála-“lafur Björnsson
30. þáttur. Eftir Jón Torfason

Mála-Ólafur, Ólafur Björnsson (1769-19. apríl 1849), var sonur Björns Arasonar (1734-22. september 1805) í Mjóadal og konu hans Ingibjargar Illugadóttur (1728-14. júlí 1816) Jónssonar frá Reykjum. Þau Björn og Ingibjörg bjuggu í Mjóadal frá 1757 til 1794 að Ólafur tók við búsforráðum en þau fylgdi þessum syni sínum síðan alla tíð. Björn dó á Reykjum úr „kvefsótt“ árið 1805 segir í kirkjubókinni og bætt við: „Lengi vænsti bóndi og vel metinn.“ Ingibjörg lifði rúmum tíu árum lengur, lést á Beinakeldu hjá Ólafi syni sínum sumarið 1816, úr landfarsótt, og fær svipuð ummæli og bóndi hennar: „Var ... góð húsfreyja.“

Þau Björn og Ingibjörg áttu tvær dætur sem upp komust, fyrir utan Ólaf. Það var Margrét (um 1768-21. desember 1959) kona Árna Helgasonar á Fjalli í Sæmundarhlíð formóðir margra Húnvetninga og Skagfirðinga. Hin dóttirin var Oddný kona Sigurðar Gíslasonar (sjá þátt nr. 28. Hreppstjórinn á Reykjum).

Ólafur Björnsson bjó fyrst í Syðri-Mjóadal, síðan á Reykjum, Beinakeldu og síðast Litlu-Giljá. „Vitsmunamaður og vel að sér, lögfróður og málafylgjumaður ... léttlyndur og glettinn; ekki mikill búsýslumaður,“ segir í Íslenskum æviskrám.[1] „Ekki þótti hann mikill búmaður,“ ítrekar Bjarni Jónasson í Blöndudalshólum en segir að hann hafi verið bráðgáfaður og vel að sér.[2]

Þessi ummæli eru einkennileg því frá því Ólafur flytur í Torfalækjarhrepp og til 1818 var lausafjártíund hans oft sú hæsta í hreppnum og hann er með eitt stærsta búið í sveitinni. Þannig telur hann árið 1803 fram 3 kýr og 60 ær mjólkandi en 10 árum síðar, árið 1814 þá á Beinakeldu, eru kýrnar 4 og mjólkandi ærnar 84 og annað fé eftir því. Hins vegar virðist hann aldrei hafa lagt mikla áherslu á að koma sér upp sauðum, raunar virðist sauðum í hreppnum ekki fara að fjölga að marki fyrr en um miðja 19. öldina. Þess má líka geta að þegar Ólafur býr á Beinakeldu hefur hann komið sér upp sáðgarði einn örfárra bænda í sveitinni sem er vísbending um framtakssemi og viðleitni til að „efla nýjar búgreinar“ eins og það er kallað á vorum dögum. Frá 1813 rak Ólafur bú bæði á Beinakeldu og Litlu-Giljá þar til hann flutti þangað alfarið 1823 og átti þar heima til dauðadags. Að einhverju leyti hefur hann síðari árin verið í samstarfi við tengdason sinn, Jón Jóhannesson (1803-12. júlí 1843) sem kenndur er við Beinakeldu og talinn meðal skálda á sínum tíma.

Loks má nefna að Ólafur hefur efnast nokkuð í búskapnum því 1807 keypti hann hálft Vatnahverfi og Beinakeldu.[3] Af þeim heimildum sem nú eru tiltækar verður því ekki annað séð en Ólafur hafi verið búmaður í betra lagi, a.m.k. ef miðað er við fjölda gripa sem hann telur fram og búskaparumsvif.

Gísli Konráðsson, sem var samtímamaður Ólafs, nefnir ekkert um búfærni hans en segir að hann  hafi verið vel að sér og einarður og bætir við útlitslýsingu: „Nær meðalmaður á hæð en grannvaxinn, glaðlátur, hvítleitur og viturlegur í bragði.“[4] Veit ekki hvort „hvítleitur“ á við háralit mannsins eða húðlit.

Kona Ólafs var Gróa (1770-20. október 1830) Ólafsdóttir Guðmundssonar komin af Hafnamönnum á Skaga, ljósmóðir sveitarinnar. Dætur þeirra Ólafs voru Ósk sem átti Jón Jóhannesson á Beinakeldu áður nefndan, Ingibjörg átti séra Jón Jónsson í Otradal og yngst var Oddný sem átti Ólaf alþingismann Jónsson á Sveinsstöðum og er hin fjölmenna Sveinsstaðaætt rakin til þeirra. Þau Ólafur og Gróa bjuggu á Reykjum 1798-1810 og því gerð grein fyrir honum hér en hann er talsvert fyrirferðarmikill í sögu sveitarinnar.

Ólafur var kosinn í sáttanefnd þegar hann flutti í hreppinn, var því oft titlaður „forlíkunarmaður“ upp á danskan máta, og hreppstjóri var hann í Torfalækjarhreppi á árunum 1814-1817 sem er ekki langur embættistími. Á hinn bóginn var hann allmikið viðriðinn málarekstur í sýslunni, bæði sem vottur við réttarhöld og ekki síðar sem málafærslumaður, og virðist oft hafa verið í hlutverki verjanda í sakamálum. Það má sjá að Ólafur var vel að sér í lögum og reglum, var líka maður fylginn sér og af þessu er dregið viðurnefnið Mála-Ólafur.

Hlutverk sækjanda í sakamáli er að sumu leyti einfaldara en hlutverk verjanda. Sækjandi tíundar misgjörðir viðkomandi sakamanns og tilgreinir paragraffa í lögum sem eiga við sakastaðinn og krefst refsingar. Oftast í málum á fyrri hluta 19. aldar voru kringumstæðu ljósar, sjaldan vafi á hvert afbrotið var eða hver var sekur. Það voru helst klækjarefir eins og Natan Ketilsson sem gátu þvælt mál og gert þau vafasöm. En það má sjá í varnarræðum Mála-Ólafs að hann tiltekur margs konar málsbætur fyrir þann ákærða, málsbætur sem manni finnst miðað við síðari tíma skilning á „réttlæti“ að ættu að hafa haft talsvert vægi.

Hér skal nefnt eitt dæmi frá því í janúar 1822, þar sem Ólafur varði Árna nokkurn Sveinsson. Sá maður hafði komið sunnan úr Árnessýslu, haldið sér uppi um hríð í Húnavatnssýslu og þá gefið sig að því að lækna manna mein með ýmsum hætti, m.a. útbjó hann lyfjablöndur og notaði oft til þess íslensk grös og jurtir.

Í varnarræðunni bendir Ólafur m.a. á að Árni hafi verið skilinn frá konu sinni og rekinn úr Árnessýslu „svo hann fjölgaði ei ómögum með henni, hvaðan hann hefur hrakist sem strá fyrir straumi, sinnulítill af að skilja við elskaða konu sína, og síðan flækst eins og villuráfandi sauður úr einni sveit í aðra. Þar hann hefur ei getað fengið fasta þénustu vegna passaskorts og uppi haldið sér sem lausamaður eins og margir aðrir, sem í þeim pósti hafa hér í sýslu, þar til í fyrra óuppátalaðir verið, svo ólærðir þenktu það leyfilegt, því þó þeir heyrt hafi eina eða aðra grein úr lögum eða tilskipunum vona ég vorkunnarmál þó þeir álíti hana annað hvört hér ei gildandi eður upphafða, þegar yfirvaldið heldur ei fólki til að lifa eftir henni.“ Á þessum árum var gert ráð fyrir að allir væru með passa frá yfirvöldum, var í raun svipað fyrirkomulag og nafnnúmerin eða kennitölukerfið á síðari árum. Hér bendir Ólafur á að það sé ekki stór sök að vera lausamaður án passa, enda hafði Jón Jónsson sem var sýslumaður á undan Birni Blöndal fremur lítið skipt sér af því hvort menn gátu framvísað löglegum passa eður ei.  Björn Blöndal, sem nú var orðinn sýslumaður, fylgdi hins vegar lagareglunum fast eftir og varð niðurstaðan af málinu sú að Árni var dæmdur í væga refsingu fyrir ólöglega lausamennsku, þ.e. fyrir að flækjast um passalaus.

Megin ákæruatriðið var hins vegar að Árni hefði viðhaft ólöglegar lækningar en á þessum árum var amast við svokölluðum skottulækningum jafnframt og  byrjað var að byggja upp heilbrigðiskerfi í landinu, sem gekk raunar afar hægt. Ólafur bendir í varnarræðu sinni á að Árni hafi unnið að lækningunum „án þess að svíkja neinn á ofviti sínu, þar hann hefur ei brúkað tvísýnar lækninga tilraunir og aldrei nema þær einföldustu, nefnilega þá af læknurum hrósuðu koppsetningu við gikt og hönkun og seyði og saft af íslenskum grösum, eftir íslenskum grasafræðibókum, og hvað er þá að að finna? Ég sé ekki á tilskipaninni af 5ta september 1794, & 5ta, að þeir sem lækninga tilraunir gera, þá þeir ei leyfi hafa til að lækna, skuli straffi mæti, nema ef þeir taka sjúkan að sér til lækningar og leiða hann í háska. Mætti því undarlegt virðast að sá skyldi sæta sama, er mörgum hefur gott gjört.“

Síðan bendir hann á að í Húnavatnssýslu sé enginn læknir og sýslan „í þessu tilliti má kallast lukkunnar olnbogabarn, þar sumstaðar úr henni er að vitja læknirs hér um bil yfir 20 mílur vegar og þar sem skemmst er hér um bil 10 eða 11. Mun þá vera gjörlegt fyrir þann sem guðs og samviskunnar gæta vill, að leitast ei við að lina nauðir sinna líðandi systkina en sjá og vita þau kveljast oft máske til dauða? Mundu menn þá lifa eftir fimmta boðorðinu [þú skalt ekki mann deyða], að bjarga náunganum í öllum hans lífs nauðsynjum?“

Þá víkur hann að lögunum sem banna að leita til ólærðra manna: „Nei, soddan lög geta hér ei verið gildandi heldur útgefin einasta fyrir staði þá sem læknarar, meðöl og peningar eru á reiðum höndum, en ei fyrir strjálbyggt land, hvar stórhríðir, áfannir, stórár og ýmsar hindranir banna mönnum læknirs að leita, sem þó ekki fæst eins og meðölin nema fyrir þá ófáanlegu peninga. Er þá ekki betra að veifa röngu tré en öngvu? Einkanlega þegar reynslan (sem ætíð er ólygnust) sýnir að það verði að góðum notum. Já og framar öllum vonum, eins og fullbevísað er um míns principals [þ.e. umbjóðanda] lækninga tilraunir, án þess að hann heimtað hafi neitt fyrir sitt margbreytta starf, heldur brúkaði til þess frómleika, hreinskilning og mannkærleika. ... En undir öllum hér að framan töldum kringumstæðum vona ég mikið afsakanlegt þó fólk reyni hvað þessir geta, þegar nauðin þrengir að, þar sú regla stendur (að minni hyggju) óröskuð eins og vor trúarbrögð, að reyna og prófa alla hluti en behalda því enu góða.“

Varnarræða Ólafs er miklu lengri en þetta en hún einkennist af því að draga fram málsbætur fyrir Árna Sveinsson og virðist sem hann hafi náð nokkrum árangri því Árni var sýknaður af því að hafa stundað ólöglegar lækningar.


[1] Íslenskar æviskrár V, bls. 453.
[2] Bjarni Jónasson: Forgöngumenn verslunarkærunnar úr Bólstaðarhlíðarhreppi 1797.
Húnavaka 1976, bls. 92-93.

[3] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu DB/1, örk 1. Veðmálabók 1799-1826.
[4] Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga, bls. 914.

Þættir úr sögu sveitar 

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið