Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 1. desember 2022
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2022
SMÞMFL
27282930123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:00 S 10 1°C
Laxárdalsh. 13:00 SSA 10 2°C
Vatnsskarð 13:00 SSA 9 1°C
Þverárfjall 13:00 S 8 3°C
Kjalarnes 13:00 ASA 7 5°C
Hafnarfjall 13:00 SSA 12 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2022
Eftir Högna Elfar Gylfason
24. nóvember 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. nóvember 2022
Eftir Gný Guðmundsson
21. nóvember 2022
37. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2022
Eftir Harald Benediktsson
17. nóvember 2022
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Steinsstaðir. Mynd úr Byggðasögu Skagafjarðar.
Steinsstaðir. Mynd úr Byggðasögu Skagafjarðar.
Pistlar | 25. september 2022 - kl. 12:40
Sögukorn: Víða örlar á Steinsstöðum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1.  Rúm þrjú misseri eru liðin frá því að kær skólabróðir, sögumaður og tannlæknir, Páll Ragnarsson á Sauðárkróki dó, þann 29. jan. ´21 en hann var fæddur 1946. Að frændsemi vorum við fimmmenningar, ekki mjög náin, en kannski hæfileg til að finna margt að spjalla ef Páll eignaðist næðisstund frá önn dagsins.  
   
 2.  „Gastu nú ekki fundið neinn nær?“ spurði Loftur oddviti í Haukholtum í Hreppum með mikilli samúð þegar ég sagði honum að nú væri komið að því að skreppa til tannlæknis á Krók – sunnan af Flúðum – með lasna tönn. En svo þegar að því kom að ekki var lengur til Páls að leita, fann ég nýja slóð og gróna læknastofu í næsta hverfi hér heima á Selfossi og uppgötvaði þá mér til ánægju að læknirinn sem þar tók á móti mér var sjö-/áttmenningur við okkur Pál heitin á Krók og kominn út af öðrum Steinsstaðamanni. Forfaðir unga tannlæknisins, var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur í Vík í Mýrdal en læknirinn hét Sigurjón Sveinsson f. 1979.
   
 3. Við Páll tannlæknir röktum ættir okkar saman til Þorsteins Pálssonar bróður Sveins í Vík, en Þorsteinn var bóndi og hreppsstjóri á Reykjavöllum Neðribyggð í Lýtingstaðahreppi. Við þurftum ekki svo langt að rekja því dóttir Þorsteins, Guðrún á Sjávarborg var formóðir okkar beggja og maður hennar Bjarni Jónsson, Borgar-Bjarni forfaðir. Þessi Borgarhjón eiga nú fjölda niðja norðanlands og sunnan.
   
 4. Málið er að maður hlýtur að opna Íslendingabókina af og til. Hún er eitt ríkidæmið sem við njótum hér – íslenskir. Og okkur finnst það sjálfsagt – eins og að fá inni á Húnahorninu þegar okkur liggur á að boða fund eða teygja þangað langhund með sögulegri ásjónu.
   
 5. Steindór frá Hlöðum var náttúrufræðingur, snjall fræðimaður og kennari/skólameistari við MA. Hann skrifaði bókina Náttúrufræðingar 1600-1900 um frumherjana Odd Einarsson biskup, Gísla Oddsson biskup, Jón Guðmundsson lærða o. fl. og náttúrufræðingana Eggert Ólafsson, Bjarna Pálsson, Ólaf Olavius, Svein Pálsson, Odd Hjaltalín, Jónas Hallgrímsson, Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, deilu hans við Helga Pjeturs, Ólaf Davíðsson, Stefán Stefánsson, Bjarna Sæmundsson, Helga Jónsson, Helga Pjeturs og Guðmund G. Bárðarson. Steindór segir okkur meira frá Sveini og rannsóknum hans.
   
 6. Sveinn Pálsson fæddist að Steinsstöðum í Tungusveit 1762, sonur Páls Sveinssonar silfursmiðs og stúdents og Guðrúnar Jónsdóttur yfirsetukonu. Páll virðist hafa verið maður hæglátur en hinn mesti hagleiksmaður en Guðrún skörungur mikill, frábær ljósmóðir, dulspök og forspá. Enda þótt vafalaust megi rekja eðlisþætti Sveins til beggja foreldra, virðist honum þó um margt hafa kippt meira í kyn til móður sinnar, læknishneigð, skáldgáfa og framvísi. Std.Std.
   
 7. Þegar Sveinn var 33 ára gekk hann að eiga Þórunni, dóttur Bjarna landlæknis Pálssonar, sem var mikill dugnaðarforkur og sá að miklu leyti um búskapinn alla tíð. Þau eignuðust 15 börn en 10 komust upp, svo að heimilið var þungt og erfitt að framfæra þennan stóra hóp. Sveinn reyndi oft að fá kjör sín bætt en fékk ekki einu sinni embættisbústað, sem átti þó að fylgja starfinu, fyrr en eftir meira en tíu ára baráttu; þá fékk hann hálfa jörðina Vík frítt til ábúðar. Árið 1816 bötnuðu kjörin þó verulega og fékk Sveinn þá 300 ríkisdali í árslaun. Wikipedia
   
 8. Sveinn er þó ekki þekktastur fyrir læknisstörf sín, heldur rannsóknir sínar á náttúru Íslands, en hann varð fyrstur manna í heiminum til að átta sig á eðli skriðjökla og skýra hreyfingu þeirra. Árið 1793 varð hann líka fyrstur til að setja fram þá kenningu að gervigígar  mynduðust við gufusprengingar en það varð ekki almennt viðurkennt fyrr en um 1950. Hann hlaut þó ekki þann sess í sögu jarðvísinda sem honum hefði borið fyrir uppgötvun sína því að skýrsla hans eða rit um jöklana fékkst ekki birt; helstu vísindarit hans komu út löngu eftir lát hans. Ferðabók Sveins Pálssonar, eins konar dagbók um athuganir hans um náttúru, land og þjóð, var skrifuð á dönsku og ekki þýdd og gefin út á íslensku fyrr en 1945. Wikipedia
   
 9. Sveinn Pálsson ferðaðist víða um landið og skrifaði mikið um athuganir sínar og ýmis önnur efni. Hann þýddi líka ýmis rit um læknisfræði og náttúruvísindi fyrir almenning. Honum mun hafa fallið þungt að geta ekki einbeitt sér að vísindarannsóknum en þurfa stöðugt að strita við bústörf og læknisstörf í fjölmennasta héraði landsins. Wikipedia
   
 10. Sveinn var meðal annars fyrstur til að koma að Lakagígum 1794, tíu árum eftir  Skaftárelda, og sama ár gekk hann á  Öræfajökul fyrstur manna og gerði tilraun til að ganga á Snæfell  en varð frá að hverfa vegna óveðurs. Hann varð fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn eyðingu skóga á Íslandi og er Dagur umhverfisins haldinn árlega á fæðingardegi hans, 25. apríl. Wikipedia
   
 11. Steindór Steindórsson segir: Einn merkilegasti og á ýmsa lund sérstæðasti Íslendingur 18. aldarinnar var Sveinn Pálsson. Í sögu íslenskra náttúruvísinda hefur hann skráð nafn sitt óafmáanlega og ef ill örlög hefðu ekki meinað, væri hans vissulega getið meðal hinna fremstu náttúrufræðinga á heimsmælikvarða. Hann var og einn brautryðjendanna í læknastétt landsins, um áratuga skeið var hann læknir í víðlendasta og um margt torfærasta læknishéraði landsins og svo djarfur í ferðalögum og skyldurækinn í senn að þjóðsögur mynduðust um hann þegar í lifanda lífi og þrekvirki hans urðu skáldum að yrkisefni. Hann var einn af ritfærustu og fjölmenntuðustu mönnum sinnar samtíðar og hann háði svo harða lífsbaráttu að með fádæmum má þykja hversu hann fékk haldið áhuga sínum og fræðaiðkunum áfram til hinstu stundar, enda þótt hann ynni höfuðverk sitt á ungum aldri. Vísindarit hans lá gleymt um áratugi og mátti víst ekki miklu muna að það glataðist með öllu, en loks var það grafið úr gleymsku nær hálfri öld eftir andlát hans. Std.Std. bls. 97
   
 12. Hérað Sveins var víðlent og torvelt yfirferðar sakir stórvatna. Kom sér nú vel fyrir Svein, að hann var vanur ferðavolki og vosbúð. Mikið orð fór brátt af lækningum hans og var hans því vitjað lengra að, allt frá Reykjavík og austur á Djúpavog. Varð því allannasamt í embætti hans. Launin hrukku skammt og búið var jafnan lítið. Til að sjá heimili sínu farborða hlaut hann því „að róa sér vertíðarhlut á Grund undir Eyjafjöllum hvern vetur þó oft yrði stopult vegan sjúklinga aðkalls.“ Std.Std. bls. 107
   
 13. Eitt sinn mátti finna ljóðið um þá Svein og Kóp, vatnahestinn góða, í skólaljóðunum

  „Skal þá, læknir, ljá þér Kóp
  láttu hann alveg ráða;
  honum, sem fljóði fóstrið skóp
  fel ég ykkur báða.“ 

  Þó að liggi lífið á,
  láta þeir núna bíða
  í jökulhlaupi Jökulsá
  og jakaburði að ríða.  Grímur Thomsen

   
 14. Heimilisháttum Sveins lýsir Þorvaldur Thoroddsen eftir frásögn Sigríðar dóttur hans, húsfreyju í Hlíð í Skaftártungu:

  „Þegar Sveinn var heima í Vík dvaldi hann oftast í herbergi sem afþiljað var í baðstofuendanum, þar sváfu þau hjónin og þar var borð og bækur í skáp og hilum. Sat Sveinn þar sífellt við lestur eða skriftir þegar embættisverk ekki hindruðu, en þau rækti hann með mestu elju og samviskusemi, hvernig sem á stóð. Stofuhús var niðri handa gestum og voru dyr úr því beint út á hlað og aðrar inn í bæ. Þar hafði Sveinn meðul sín í skápum. Jafnvel fram á elliár fór Sveinn oft að heiman til að skyggnast eftir grösum og ýmsu er náttúruna snerti – og var þá alltaf einsamall – upp um fjöll og heiðar.“

   
 15. Páll bóndi og silfursmiður á Steinsstöðum – Þorsteinn á Reykjavöllum  –  Guðrún á Sjávarborg – Sigurður Bjarnason Stóra-Vatnsskarði – Hallfríður á Hóli í Sæmundarhlíð –  Guðmundur á Hóli/Sauðárkróki –  Anna Pála hfr. Sauðárkróki –  Páll Ragnarsson tannlæknir Sauðárkróki f. 1946  
   
 16.  Páll á Steinsstöðum – Þorsteinn á Reykjavöllum  –  Guðrún á Sjávarborg –  Rannveig Bjarnad. Elivogum og Syðra-Vallholti – Helga María í Ketu –  Ólafur Björnsson á Mörk/í Holti –  Sigríður í Ártúnum  –  Ingi Heiðmar Jónsson grunnskóla- og tónlistarkennari f. 1947
   
 17.  Páll á Steinsstöðum – Sveinn læknir og náttúrufr. í Vík  – Sigríður hfr. í Hlíð, sem var barn í Syðri-Vík Reynissókn – Þórunn Eiríksdóttir hfr. Fossi á Síðu – Sveinn Steingrímsson bóndi Langholti Meðallandi –  Sigríður Sveinsdóttir hfr. Galtalæk – Sveinn Sigurjónsson bóndi Galtalæk –  Sigurjón Sveinsson tannlæknir Selfossi f. 1979.
   
 18.  Hjalti Pálsson sagnfræðingur segir um Steinsstaði í Tungusveit:

Meðan Steinsstaðir voru og hétu áttu þeir land á móti Reykjum að norðan, Héraðsvötnum að austan, Stapa og Merkigarði að sunnan, Svartá að vestan móts við fyrrum Nautabús og Gilkotsland, nú Nautabú, Fitjar og Steintún. Samgöngur eru frá Héraðsdalsvegi.

Steinsstaðir voru eitt af stórbýlum sveitarinnar, taldir landnámsjörð Kráku-Hreiðars, náðu yfir Tunguna þvera milli Héraðsvatna að austan og Svartár að vestan um lægðina sem verður milli Kambanna og Reykjatungu. Bærinn stóð vestan til í miðju landi, nálægt norðurmerkjum.

Heimildir og ítarefni:

 1. Steindór Steindórsson: Náttúrufræðingar 1600-1900 Rv. 1981
 2. Hjalti Pálsson: Byggðasaga Skagafjarðar III Skróki 2004
 3. Allt ljóðið um Svein og Kóp í Læknablaðinu fyrir 10 árum: https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1548/PDF/u07.pdf
 4. Sveinn í Vík í wikipediu: https://is.wikipedia.org/wiki/Sveinn_P%C3%A1lsson_(f._1762)
   

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið