Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:18 0 0°C
Laxárdalsh. 06:18 0 0°C
Vatnsskarð 06:18 0 0°C
Þverárfjall 06:18 0 0°C
Kjalarnes 06:18 0 0°C
Hafnarfjall 06:18 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Elfa Dögg og Salbjörg
Elfa Dögg og Salbjörg
Pistlar | 26. september 2022 - kl. 14:05
Sálrænn stuðningur - viðbrögð og bjargir við alvarlegum atburðum
Eftir Elfu Dögg S. Leifsdóttur og Salbjörgu Bjarnadóttur

Samfélagið varð fyrir þungu höggi sem hefur haft gríðarleg áhrif á fjölda fólks. Harmleikur eins og átti sér stað í ykkar samfélagi getur kallað farm alls kyns tilfinningar og í raun lamað samfélagið um stund. Margar spurningar vakna, sem erfitt verður að svara og ef til vill verður aldrei svarað. Á þessum tíma er mikilvægt að samfélagið allt standi saman, finni seigluna, kjarkinn og samkennd sem býr í hverjum og einum til að vinna sig út úr sorginni sem gnæfir yfir allt um kring. Til þess er gott að hafa í huga hvað stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur og hér að neðan koma nokkrir punktar sem geta verið hjálplegir.

Sálrænn stuðningur – viðbrögð og bjargir við alvarlegum atburðum

Alvarlegir atburðir eins og sá sem hefur borið hvað mest á að undanförnu hefur áhrif á alla.  Samfélagið er harmi slegið. Slíkir atburðir valda tilfinningalegu uppnámi eins og skelfingu, ótta, reiði og vanmætti. Í slíku ástandi kann fólki að finnast sem öll sund séu lokuð og að bjargráð sín séu gangslaus. Við slíkar aðstæður grípur oft um sig hræðsla og reiði. Það er eins og við höfum verið svipt ákveðnu frelsi sem við náum aldrei aftur. Viðbrögðin við því geta verið þau að loka okkur af, grípa til hertra öryggisráðstafana eða boða og banna. Hins vegar eru líka til aðrar leiðir eins og að ræsa skynsemina, seigluna, sýna samstöðu og styðja hvert annað, og forðast þannig að láta hræðslu og ótta stýra gjörðum okkar.

Ýktar tilfinningar og ofsafengin viðbrögð, niðurrif, svartsýni, spenna og deilur eru tilfinningar og viðbrögð sem eru mjög algeng og eðlileg undir svona kringumstæðum. Það má segja að þetta séu eðlileg viðbrögð við mjög óeðlilegum atburðum. Mikilvægast er að slíkar tilfinningar leiði ekki til sundrungar heldur reynum við að setja okkar í spor hvers annars og huga að því hvernig við getum unnið úr þeim tilfinningum sem koma upp.

Það er mikilvægt að við sýnum sjálfum okkur þolinmæði. Það getur tekið töluverðan tíma að læra að lifa við breyttar aðstæður.

Við þurfum að hlúa að okkur og hvernig gerum við það best?

Gott er að  að reyna að viðhalda eðlilegu daglegu lífi. Huga að svefni, hreyfingu og næringu. Þá skiptir samvera við fjölskyldu, vini og vandamenn mjög miklu. Það er auðveldara að kljást við vanda með öðrum. Styðjum hvort annað og látum okkur náungann varða.

Það er mikilvægt að leita eftir auknum stuðningi, ef með þarf, og nota þá þær leiðir sem til eru fyrir utan fjölskyldu og vini. Dæmi um slíkar leiðir er Hjálparsími Rauða krossins 1717, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga, kirkjan og heilsugæslan.

Þessa dagana berst okkur mikið magn upplýsinga um ofangreint mál í gegnum alls konar miðla. Upplýsingar eru mikilvægar en gott er að hafa í huga að leita eftir áreiðanleika þeirra áður en við drögum ályktanir. 

Hugum að börnunum. Þegar alvarlegir atburðir gerast þá eru börn alltaf berskjölduð. Ábyrgðarlaust tal og  stjórnlaus hegðun hræða þau og geta gefið ímyndunarafli þeirra lausan tauminn. Það er mikilvægt að skýra út fyrir þeim, á því máli sem þau skilja, hvað gerst hefur og hvað verður. Þá er gott ráð að spyrja þau fyrst hvað þau viti og hvort það sé eitthvað sem þau vilji vita í stað þess að halda langa tölu.

Höfum eftirfarandi gildi í huga: Virðing – nærgætni – umhyggja – hlýja – samkennd

F.h. samráðshóps áfallamála á landsvísu

Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Salbjörg Bjarnadóttir

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið