Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 1. desember 2022
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2022
SMÞMFL
27282930123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 12:30 SSA 9 1°C
Laxárdalsh. 12:30 S 9 2°C
Vatnsskarð 12:30 S 8 1°C
Þverárfjall 12:30 SSV 8 3°C
Kjalarnes 12:30 ASA 8 4°C
Hafnarfjall 12:30 SSA 12 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2022
Eftir Högna Elfar Gylfason
24. nóvember 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. nóvember 2022
Eftir Gný Guðmundsson
21. nóvember 2022
37. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2022
Eftir Harald Benediktsson
17. nóvember 2022
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Skólinn á Möðruvöllum. Mynd: Saga Menntaskólans á Akureyri / baekur.is
Skólinn á Möðruvöllum. Mynd: Saga Menntaskólans á Akureyri / baekur.is
Pistlar | 02. október 2022 - kl. 15:08
Sögukorn: Að kunna tök á hamingjunni!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Vísir að Menntaskólanum á Akureyri óx á Möðruvöllum Hörgárdal

 1. Höldum vora hóla í
  hættum nú í kveld
  látum aðra lýði
  leika sér við eld. Hannes S. Blöndal v/álfabrennu í Möðruvallaskóla 1881.

   
 2. Hólaskóli lá niðri 1783-85 Biskupsdómur og latínuskóli að Hólum var niðurlagt haustið 1801. „Þarf ekki mikið að rýna í bækur og skjöl frá árunum eftir 1800 til þess að sjá það, hvílíkur harmur var þá í Norðurlandi … missti í einu biskupsstólinn, skólann og prentsmiðjuna“ Jón forni Þorkelsson.
   
 3. Stungið var upp á Alþýðuskóla á Borðeyri 1868, en komst aldrei á stofn.
   
 4. Arnljótur Ólafsson les upp á sýslufundi á Ak. 1875, ritgerð um þjóðskóla á Norðurlandi. AÓ flutti frumvarp um skólann á alþingi 1877, sem var aðeins 7 orð: Á Möðruvöllum í Hörgárdal skal stofna gagnfræðaskóla.
   
 5. Á Möðruvöllum fæddist 1861 Hannes Hafstein skáld og ráðherra og Nonni/Jón Sveinsson 1857, rithöfundur og Jesúíti.
   
 6. Brunar á Möðruvöllum: 1849, 1858, 1865 kirkjubruni, 1874 Friðriksgáfa.
   
 7. Skólahúsið á Möðruvöllum reist sumarið 1879.
   
 8. Möðruvallaskóli settur 1. okt. 1880 – endurreisn Hólaskóla.
   
 9. Jón A. Hjaltalín lék Skugga-Svein á frumsýningu 1862, fór erlendis 1866 fékk bókavarðarstarf í Edinborg 1871, flutti Viktoríu Englandsdrottningu langt kvæði á íslensku:

  Heil sértu Sigrún
  siklingsstóli á
  Kveður þig greppur
  af grundu Ísa
  ok orlofs biður
  óð að færa
  svá sem endr
  í árdaga
  Egill ok Gunnlaugr
  Englands drottnum
  ljóð fluttu
  er í lýða minni
  enn eru uppi
  og æ munu lifa. …

   
 10. Indriði Einarsson hagfræðingur og leikritaskáld kom til Edinborgar 1872, taldi Hjaltalínhjónin, þau Jón og Guðrúnu helstu velgerðarmenn sína og segir: „Hjaltalín var mjög rólegur maður og ávallt í jafnvægi. Hann var víðlesinn og fjölfróður. Í lundinni var allmikið af fornhetjunni. Hann vildi vinna mest allra manna þegar hann var að verki og ef hann flýtti sér á gangi, þá gekk hann mig af sér.“
   
 11. Jón A. Hjaltalín var skipaður forstöðumaður Möðruvallaskóla af konungi hinn 30. júní 1880, umdeild skipun en einn af fyrstu nemendum Hjaltalíns, Ólafur Thorlacius læknir segir: „En hverjar hvatir sem ráðið hafa þeirri embættisskipun, þá kom það brátt í ljós, að Hjaltalín var réttur maður á réttum stað. Hann reyndist afbragðs skólastjóri og fyrirtaks kennari. Ég hefi notið kennslu ýmissa mætra manna, en ég tel Hjaltalín einn af þeim allra bestu kennurum, sem ég hefi haft.“
   
 12. Vér einhuga fagnandi færum
  þér farsældaróskir í dag
  og algóðan alföður biðjum
  að annast og blessa þinn hag.
  Hannes S. Blöndal/Minni J.A. Hjaltalíns skólastjóra – á afmælisdeginum.

   
 13. Ýmis nýmæli tók Hjaltalín upp við Möðruvallaskólann. Hann er fyrsti kennari landsins, sem kostar kapps um, að nemendur vendust að tala þá tungu sem þeir skyldu læra. Engar nótur voru gefnar á Möðruvöllum eins og tíðkaðist í Reykjavíkurskóla, heldur ræddi skólameistari við þá nemendur sem brotlegir voru taldir og reyndi að leiða þeim fyrir sjónir mistök þeirra og ávirðingar. – Tryggvi Gíslason/Saga MA 1880-1980.
   
 14. Jón A. Hjaltalín veitti hinum norðlenska skóla forstöðu 28 ár, eða lengur en nokkur annar maður heila öld, - hann sat raunar lengur sem forstöðumaður skólastofnunar af þessu tagi en nokkur annar maður frá upphafi. Hann kom að skólanum við stofnun hans, mótaði hann og gaf honum þann svip, sem hann hefur borið alla tíð síðan. Því má hann með sanni kallast faðir skólans. Tryggvi Gíslason/Saga MA 1880-1980.
   
 15. „Mestu þrengingarár hins norðlenska skóla urðu í tíð Hjaltalíns. Fátækt var þá í landi og skilningsleysi ríkti um marga hluti, er snertu menntun og skólamál. Harðæri var lengst af þessum tíma og mannskæðar sóttir herjuðu, auk þess sem landflótti varð meiri en þekkst hefur í annan tíma.
   
 16. Sjálfur átti Hjaltalín við mikil vandamál að stríða í persónulegu lífi sínu og á hann voru gerðar ómaklegar árásir, árin sem hann sat sem skólameistari. En hann lét aldrei bugast, heldur stóð af sér allar hrinur og áföll, eins og klettur úr hafinu.“ Tryggvi Gíslason/Saga MA 1880-1980.
   
 17. Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi/Minningar frá Möðruvöllum segir frá Möðruvellingi, granna sínum í veislu, en hann unglingurinn  „ … mun hafa óskað sér að feta í fótspor JÞ og verða Möðruvellingur. Sá vökudraumur var þó eigi líklegur til að rætast. Jóhannes sonur efnabónda sem átti tvær jarðir og gott bú skuldlaust og nestaði son sinn til náms. En litlar líkur voru til þess, að ég sæi mér fært að leggja á þann bratta, sem sonur efnabóndans á Syðra-Fjalli hafði klifið með tilstyrk föður síns. En margur á sín lengi að bíða. Sjö ár liðu. Vesturheimsferðir voru á hvers manns vörum. Fjöldi manna varð landflótta „út á fjandans leynislóð“ sem Benedikt Gröndal nefndi svo. Ég velkti fyrir mér þeirri spurningu, hvort heldur ég skyldi fylgja straumnum vestur að Furðuströndum eða fara á seinagangi til Möðruvalla.“
  Og Guðm. Friðjónsson útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1893.

   
 18. GF lýsir nokkrum skólafélögum: „Einar Árnason frá Naustum, nú á Eyrarlandi, alþingismaður, kom ungur í skólann, allvel undirbúinn frá Barnaskóla Akureyrar. Hann var farsæll námsdrengur og athugull, hugljúfi hvers manns. Ekki hneigðist hugur hans þá til blaðalesturs né þingmála. Mér kom á óvart það, að hann gerðist löggjafi, eigi síður en sú staðreynd, að Ingólfur Bjarnason varð þingmaður. Það sannast löngum, að enginn veit, að hvaða gagni barn verður.
  Hitt hugði ég, að Árni Árnason frá Höfnum(Höfðahólum) myndi ryðja sér til rúms á þingbekkjum … Íslenskan var honum tiltæk, skilningurinn hvass … Ég öfundaði Árna af gáfum hans. En aldrei kunni hann tökin á hamingjunni. GF 161.
  Þórhallur Daníelsson var gleðimaður og gunnreifur á dansleikjum. Eigi þótti hann þá líklegur til afreka á sviði lífsbaráttu. Hann varð þó hinn nýtasti og besti drengur undir geislum Hornafjarðarmánans – á sjó og landi. GF 162.

   
 19. Ólafur Björnsson(frændi Jóa í Stapa), Húnvetningur, var bústjóri vor eða forsprakki matarfélags. Hann varð kaupfélagsstjóri á Skagaströnd. Hann trúlofaðist í skólanum – og enginn annar vor á meðal svo að kunnugt yrði – stúlku þar í sveitinni, laglegri. GF 163.
   
 20. Landið fyrir handan höf
  heimska vor sem þráir
  það er móðurmálsins gröf
  menn þótt játi fáir. Finnur Jónsson frá Melum í Hrútafirði.
  Finnur fór þó til Vesturheims og var þar öðru hverju aðstoðarritstjóri Lögbergs.“ GF 164.

Heimildir:
Tryggvi Gíslason: Saga Menntaskólans á Akureyri – aðalheimild sögukorns
Krækja á fyrsta heftið í Sögu MA: https://baekur.is/bok/000339641/1/16/Saga_Menntaskolans_a_Akureyri#page/n15/mode/2up Minningar frá Möðruvöllum Ak. 1943  Brynjólfur Sveinsson sá um útgáfuna
Hannes S. Blöndal: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16004
Guðmundur á Sandi: https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0mundur_Fri%C3%B0j%C3%B3nsson

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið