Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 30. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:06 0 0°C
Laxárdalsh. 02:06 0 0°C
Vatnsskarð 02:06 0 0°C
Þverárfjall 02:06 0 0°C
Kjalarnes 02:06 0 0°C
Hafnarfjall 02:06 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Myndir af erfðaskrá Guðmundar Erlendssonar
Myndir af erfðaskrá Guðmundar Erlendssonar
Pistlar | 23. október 2022 - kl. 14:12
Þættir úr sögu sveitar: Erfðakrafa Orrastaðasystra
35. þáttur. Eftir Jón Torfason

Á Orrastaðaheimilinu var lengi til heimilis systir Sigríðar konu Gísla Einarssonar, jafnan titluð vinnukona. Þetta var Guðrún Hákonardóttir (1755-6. nóvember 1798). Hún kemur hingað 1785 frá Hurðarbaki en þar bjó Hákon Erlendsson faðir þeirra systra um miðja öldina (d. 1762). Guðrún er „læs, skikkanleg, sæmilega kunnandi,“ og viðlíka umsagnir fær hún í húsvitjunum allt til loka.

Gísli bóndi og systurnar voru frekar í fátækari kantinum, eins og rakið er í fyrri þáttum, en þau hefðu hugsanlega getað notið betri lífskjara hefði tiltekið erfðamál farið á annan veg en raun varð á.

Hér kemur nokkur krókur á frásögnina og þarf að víkja niður að Torfalæk. Um og upp úr 1770 bjó þar Guðmundur nokkur Erlendsson, f. um 1730, og virðist hafa átt hálfa jörðina. Hann dó niður við Húnavatn eða fyrir neðan Hjaltabakka veturinn 1777, nánar tiltekið þann 29. mars, við óljósar kringumstæður. Varð nokkur málarekstur út af dauða hans, þ.e. hvort hann hefði hugsanlega fargað sé sjálfur og verður það rakið síðar. Ef sjálfsmorð hefði sannast hefðu eignir hans fallið í konungsgarð skv. lögum og reglum þeirra tíma. Eftir yfirheyrslur og rannsókn málsins var niðurstaðan þó sú að svo hefði ekki verið.

Guðmundur átti einn son, Erlend (1757-1805) að nafni, sem síðar bjó á Torfalæk, eignaðist alla jörðina og varð hreppstjóri sveitar sinnar, en drukknaði eða hvarf með óskýrðum hætti við Húnavatn sumarnótt eina árið 1805. En veturinn 1777 hafði Guðmundur, ca. 6 vikum áður en hann dó, samið erfðaskrá og ánafnað Erlendir syni sínum allar eigur sínar:

        Í[1] nafni þess krossfesta Jesú!

        Gjöri ég undirskrifaður kunnugt með þessu mínu opnu bréfi, að ég hefi gefið og hér með fullkomlega gef Erlendi syni mínum holdgetnum,[2] mína fémuni fasta og lausa að mér fráföllnum, svo hann er einasti minn lögerfingi að öllum þeim fémunum hræranlegum og óhræranlegum er mér tilheyra. Skal hann standa fyrir mínu skikkanlegu begrafelsi og sá sem hann með sér tiltekur það gjöra, og svara út vitanlegum skuldum. Hann skal og vera mér til aðstoðar í öllu því hann megna kann.

        Þessu gjörningsbréfi til staðfestu er mitt nafn undirskrifað og hjáþrykkt signet, að Stóru-Giljá þann 15. febrúar anno 1777.

        Guðmundur Erlendsson

        Framanskrifaður gjörningur er gjörður í okkar undirskrifaðra viðurvist.

        Jón Arnbjörnsson, Þorsteinn Illugason

        Upplesið fyrir manntalsþingsrétti að Torfalæk þann 20. júní 1777, testerar M. Gíslason

Þetta er nokkuð afdráttarlaust, skjalið vel frá gengið og rækilega stimplað en málið var samt ekki alveg einfalt. Hákon Erlendsson faðir systranna á Orrastöðum, Sigríðar og Guðrúnar, var bróðir Guðmundar, þó hugsanlega hálfbróðir því ekki er glöggt um framættir þessa fólks. Þær systur töldu sig réttbornari til arfs eftir Guðmund en lausaleikssonurinn Erlendur og rituðu bréf til kóngsins um málið, telja þar að ógilda eigi erfðaskrána því Guðmundur hefði verið vitskertur þegar dauða hans bar að höndum, „eenslags vildelse og sindets uröelighed“ eins og það er orðað í bréfi þeirra sem fylgir hér neðanmáls.[3] Bón þeirra eða krafa til konungsins er dregin þannig saman í stuttu máli:

        Orrastaðir og Hurðarbak udi Island, den 17. júní 1778

        Sigríður Hákonardóttir, een fattig böndekone, og Guðrún Hákonardóttir, een fattig bondepike, ansöger aller underdanigst om at nyde den ret eders Majst lov dem tillægger i henseende til arve fölge og rettighed, efter deris nu afgangne fader-broder Guðmundur Erlendsson, for hen boende paa Torfalæk udi Hunevandsyssel.

Það er í mikið ráðist fyrir fátækar konur í fjarlægri sveit að skrifa sjálfum kónginum en þær systur höfðu bakhjarl þar sem var Magnús Gíslason (1737-1789) sýslumaður í Húnavatnssýslu. Hann hefur örugglega stílað umrætt bréf með þeim. En hann gerði meira. Það var sýnt að Erlendur Guðmundsson og Jón Arnbjörnsson á Stóru-Giljá, sem miklu réð í sveitinni og virðist hafa haft umsjón með eftirlátnum eignum Guðmundar heitins, ætluðu að láta arfleiðslubréfið gilda hvað sem leið skírskotun til kóngs eða annarra yfirvalda. Erlendur settist að á Torfalæk og fór með búið og eigur föður síns eins og hann ætti einn um að véla. Magnús sýslumaður var ekki par hrifinn af þeirri ráðabreytni og kærði framferði þessara manna til stiftamtmanns með eftirfylgjandi bréfi sem mun ritað síðla árs 1777:

        Háeðla velbyrðugi hr. amtmann, gunstugi herra[4]

        Síðan ég þykist mega til geta að kringumstæður fráfalls Guðmundar Erlendssonar, áður verandi hér á Torfalæk, muni yðar háeðla velbyrðugheitum allareiðu undirréttaðar af vissum mönnum hér, má ég ei láta nú hjá líða, að gjöra og svo þar í eitthvað, kannski hinum heldur af skyldunni þar til knúður. Og er það þá 1: Að Guðmundur þessi testamenteraði syni sínum, Erlendi, sitt fasta og lausa góss eftir sinn dag, sem að skuldum fráreiknuðum hleypur í lausafé til 10 a 11 hundraða, en 20 hundr[uð] í föstu, um hvern gjörning hér með fylgir copie af svo kallandi testamentis-bréfi, sub. nr. 1. En þar í er þó ekki greint að sá þar er testamenteret er þessa Guðmundar laungetið barn og í hverju tilstandi hann var, þá gjörning þennan samdi sem hans sóknarprests attester sub. nr. 2 ljósast sýnir, einnin þingsvitni þar upp á tekið að Torfalæk næstliðna 20. júní, sub. nr. 3. Þá og testamentet sjálft var fyrst opinberað af hverju ályktast að hans Majst kóngurinn kynni ei ná til Guðmundar þessa eftirlátins góss, þar ekki var utan þess eina manns framburður um hans útgöngu í sjóinn, sem þó undir eins sýndi að hann var aftur til lands kominn, svo þess vegna slúttaði hann hefði í kulda dáið, og ekki fyrir síns veikleika sakir í sinninu kunnað hitta byggðir, allra helst í næturmyrkri; áleit og greint testament ekki vera löglegt margra orðsaka vegna, hvar fyrir að var[ð]aði hans, að minni meining, rétta erfingja, nefnilega systur- og bræðrabörn tvö, sem öll eru myndug, að skipta þessum álnum sín á milli, þá þau féllu upp á að forlanga það af mér, hvað og vildi sýnast við, reið þar fyrir þangað tvisvar: Í fyrra sinn reið Erlendur, þá til mín sá, fram að Stóru-Giljá til bóndans þar, með lykla að sterbúsins hirðslum, sem hafði áður gengið um búið með Erlendi og flutt þaðan þar verandi lítilræði af peningum, samt gjört þar uppskrift, hann segir eftir þessa Erlendar begæring, hvar fyrir þá ekkert kunni útrétta. En í það síðara, sem var þann 14. ágúst næstliðinn, var þar kominn fyrir mr. Jón Arnbjörnsson, bene mentus, geistlegur og fram lagði strax eitt document, sem og hér með til behagelegrar eftirsjónar fylgir in copie, sub nr. 4, að hverju yfirlesnu mér sýndist enn nú best að pakka saman plögg mín, lét þó Erlend þenna vísa mér sterbússins hluti og þá sá, að þeir höfðu ekki aukist í hans meðferð. Setti ég það af þeim sem búið mátti án vera í sikker forvaring, hvar við enn nú stendur, utan hvað heyri nú að Erlendur þessi ætlar ekki að bíða hans Majst hæstnefndrar úrlausnar í þessu efni, þar hafi nú byrjað með að lóga þar verandi lifandi sterbúsins peningi. Er nú svo þessi historia með sínum mér vitanlegum kringumstæðum á enda, sem ætti að þéna til undirdanigrar undirréttingar, ef E[rlends] suppliqve væri allareiðu innsend til erklæring sem og til ráðfæringar um það, hvört hann upp á þenna grundvöll skal sitja í þessu búi árlangt óskiptu og þeir réttu erfingjar mjög fátækir, fyrir hér að vestan uppspunnar útflugtir, setjast frá sinni possession.

        Ég forblíf með störste devoir, yðar háeðla velbyrðugheita auðmjúkur þénari, M. Gíslason

Bréfið er nokkurn veginn skiljanlegt þrátt fyrir latínu- og dönskuslettur, a.m.k. ekki torskyldara en sumar tilskipanir stjórnvalda nú á dögum. Innihaldið er einfaldlega það, að Erlendur sitji með ólögmætum hætti í dánarbúinu. Þetta nudd í Magnúsi sýslumanni bar þó engan árangur.

Erlendur skrifaði nefnilega hjartnæmt bréf til kóngsins þar sem hann bendir m.a. á að jörðin Torfalækur, sem einkum mun hafa verið deilt um, sé fallin í niðurníðslu. Ekki er gott að segja hvað kónginum þótti um þessi bréf úr Torfalækjarhreppi hefur líklega lítið vitað hvar sá staður var:

        Erlendur Guðmundsson, en bondesön fra Hunevatnssyssle udi Island ansöger allerunderdanigst om at hans sal. faders tingleste testament maatte gratis confirmeres, saasom hand selv er gandske fattig og hands faders efterladenskab ikkun af saare ringe betydenhed.

        Til kongen

        Stóru-Giljá udi Hunevants syssel paa Island, den 7. julii 1777.

        Da min elskelige fader, Guðmundur Erlendson, som nu er ved döden afgangen, sinden hand ingen egte-börn eller livs arvinger havde, i vidners overværelse og ved god forstand, til mig, sin eeneste naturlige sön og slegfred barn, haver testamenteret de midler hand i rörligt eller urörligt kunde sig efterlade, hvilket hans testament og sidste villje af den 15. februarii, hvor af en rigtig orversættelse paa dansk her med fölger, derefter den 20. junii indeværende aar, for mandtalstingsretten paa Torfalæk er bleven oplæst og lovligen forkyndt. Saa i hensigt af at min kjære faders steerboe, der i kraft af bemelte hands til mig gjörte testament endnu og indtil videre blandt udarvingerne er uskiftet, bestaaeer ikkun i meget ringe boehavn, naar paaheftende gjeld fradrages og en anpart i gaarden Torfalæk, hvilken jord i disse sidste aar især i henseende til bygning og rögt er forfalden, ansöges aller underdanigst, at forbemelte min sal. faders testament maatte allernaadigst og gratis vorde confirmeret, saasom jeg til betaling intet middel eller evne haver.

        Aller underdanigst, Erlendur Guðmundsson

Erfðamálið virðist hafa velkst í stjórnkerfinu hátt í tvö ár og kom líka bæði á borð amtmanns yfir Íslandi og stiftamtmanns, sem var sá ágæti Lárus Thodal, norskur að uppruna. Sá heiðursmaður undirritaði úrskurð 19. september 1778 þar sem segir að systurnar, Sigríður og Guðrún Hákonardætur, hafi ekki borið neitt fram því til sönnunar að Guðmundur hafi verið frá vitinu (i en slags vildelse og sinds urolighed), og því skuli arfurinn allur falla Erlendi í skaut.[5]

Árleg leiga af Orrastöðum, skv. jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, var há. Að auki báru leiguliðarnir ábyrgð á tveimur ásauðarkúgildum (12 ám) sem þeir guldu fyrir með smjöri, og áttu líka að sjá um viðhald bæjarhúsanna að mestu leyti upp á eigin kostnað. Það hefði óneitanlega komið þessari fátæku fjölskyldu vel að eignast hálfan Torfalæk sem hefði tryggt þeim leigulaust jarðnæði sína búskapartíð. Kannski hefðu börn þeirra þá komist hjá því að íþyngja fátækrasjóði sveitarinnar og þau öll öðlast farsælli ævi en raun virðist hafa orðið á.


[1] Kansellí. KA/25, örk 29 (og 30) (7. júlí 1777). Erlendur Guðmundsson sækir um að konungur staðfesti erfðaskrá föður hans Guðmundar Erlendssonar. Jón Helgason ritstjóri segir stuttlega frá dauða Guðmundar í fyrsta þætti sínum um Torfalækjarmálið „Prófastsdóttirin vakti afbrýðisemi“ og birtist í Sunnudagsblaði Tímans 4. mars 1962, bls. 30.
[2] Orðið „holdgetnum“ er ritað ofar línu en þar er krotað yfir orð sem helst verður lesið „ceskielgum“ en er mikið krabbað, gæti hugsanlega verið afbökun á „elskulegum.“
[3] Til kongen.

               Da vores faderbroder, Guðmundur Erlendsson, 6 uger for sin död udi eenslags vildelse og sindets uröelighed, dog efter al rimelighed for anders perservasioner, det med et der om tagen tingsvidne 1777, 20. junii, og hans sognepræstes tillige med en anden mands attest, de dato 15. junii 1778, under deris hænder og signeter, fuldstændig er afbevist, testamenterede sine midler til sin slegfred son Erlendur, dog mod eders kongelige Majst aller-naadigste lov og forordninger, men os, hans nærmeste slegtninger og rette arvinger, aldeeles u-afvidende, qvilket, skjöndt anderleedes aller-underdanigst andrages paa hans vegne for eders Majst, vil beviises u-sandfærdigt. Der for nedknæler ve, fattige mennesker, for eders kongelige Majst naades trone, med den vores aller underdanigste bön, at eders kongel. Majst, af lands faderlig naade og mildhed ville aller-naadigst forunde os den ret udi arve-fölgen, efter bemeldte vores faderbroder, som eders kongel. Majst aller-naadigste lov udtrykkeligeen fastsetter og erklære os alleene arvinger til hans efterladte midler.

               Aller undirdangist,

               Sigríður Hákonardóttir, Guðrún Hákonardóttir
[4] Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu GB/2, örk 3. Mun ritað 1777 en er í gögnum frá 1807-1809, e.t.v. í sambandi við dauða Erlends Guðmundssonar.
[5] Allerunderdanigst erklæring

               Naar dette testament maatte ansees saa godt som en tinglysning, hvilket jeg aller underdanigst formeener det kunde, saa ville der af flyde at supplicanten derefter var at ansee som rette og eeneste arving, siden han saavel efter ansögningen som ovenstaaende allerunderdanigste erklæring skal være slegfred, men ikke hoere sön, og faderen er död uden andre livs arvinger, hvilket grunder sig paa N.L.; 5. B, 2. Cap, 11. Art. Vel have hans faders broderdatter, som i deres hosfölgende allerunderdanigste suppliqve ville söge arven fra ham, foregivet at faderen skal have gjördt testamentet i en slags vildelse og sinds urolighed, nævner og at derfor skal være beviiser men produceres dem ikke, altsaa ikke kand være til hinder hvilket jeg saaledes har skullet allerunderdanigst indstille.

               Bessestæd kongsgaard den 19. september 1778,

               L.A. Thodal

Þættir úr sögu sveitar 

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið