Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 08:12 0 0°C
Laxárdalsh. 08:12 0 0°C
Vatnsskarð 08:12 0 0°C
Þverárfjall 08:12 0 0°C
Kjalarnes 08:12 0 0°C
Hafnarfjall 08:12 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Breiðholtskirkja. Mynd: breidholtskirkja.is
Breiðholtskirkja. Mynd: breidholtskirkja.is
Pistlar | 16. janúar 2023 - kl. 10:30
Sögukorn undan svipmiklum hnjúkum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Ljóðalestur og kleinukaffi verður 9. febr. kl. 14 í Mjóddinni – safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Ljóð Jónasar Tryggvasonar – og ljóðabók hans heitir Harpan mín í hylnum.
     
  2. Og dýrmætur arfur eru ljóðin.
     
  3. Lítum snöggvast í dagbókina með Jónasi sem hann færði daglega frá síðustu árunum í Finnstungu en hann flutti að Ártúnum með Jóni bróður sínum 1948. Jónas kom þangað reyndar síðla árs en flutti til Blönduóss 11 árum síðar og hvarf frá dagbókarskrifum um það leyti.
     
  4. Jónas skrifar í dagbók sína á vígsluári Húnavers og nú eru örlögin að senda honum annað skáld til greiða brautina fyrir ljóðabók – lykil að skáldalífi:
     
  5. 5. júlí.´57 Í gærkveldi var kirkjukórsæfing fyrir vígsludaginn og í kvöld verður karlakórsæfing. Það er mikið um að vera þessa dagana og í mörgu að snúast ...
     
  6. 6.7. Fjöldi manns vann við undirbúninginn í félagsheimilinu í dag, milli 20 og 30 manns samtímis en síðan kemur nýtt fólk í kvöld og verður sennilega unnið fram á nótt.  ... Við vorum á söngæfingunni fram til kl. 3 í nótt og þegar við fórum frá félagsheimilinu var verið að mála nafnið Húnaver á austurvegginn. ...
    Geysileg síldveiði er nú eftir vikuógæftir. Komu 112 skip til Siglufjarðar s.l. sólarhring með samtals 56 þúsund mál og tn síldar.

     
  7. 7.7. Stórhátíð í fámennri sveit. Vígsla félagsheimilisins Húnavers fór fram að viðstöddum nær 300 manns.
     
  8. 9.7. Einstakt góðviðri hefur verið þessa dagana ... Ég er að hugsa um að skreppa út að Fremstagili í kvöld. Við Guðmundur Frímann mæltum okkar þar mót í kvöld. Við þekkjumst ekkert áður, en hann var staddur í Húnaveri á sunnudaginn og þá réðst þetta með okkur. Hann kvaðst hafa farið hingað vestur að þessu sinni með þeim ásetningi að stofna til einhverra kynna við mig. Ég hugsa gott til þessa fundar. Um mörg ár hef ég verið hrifinn af ljóðum Guðmundar og einhvern veginn finnst mér, að ég hafi raunar þekkt hann persónulega allan þann tíma þótt við höfum ekki hist fyrr.
     
  9. 10.7. Það varð úr að ég varð á Fremstagili í nótt og kom heim um hádegisbilið í dag. Það er skemmst af að segja, að þessi fundur okkar Guðmundar var ein ánægjulegasta stund, sem ég man eftir ... Við lásum hvor öðrum ljóð og viðkenningarorð hans um kvæði mín tel ég mér meir til inntekta en ýmislegt annað sem um þau hefur áður verið sagt.
     
  10. Þau hjónin fóru norður í dag, höfðu ætlað sér að koma hér við en urðu síðbúnari en þau gerðu ráð fyrir og renndu hér aðeins heim án þess að koma neitt inn.
    Ég gaf Guðmundi að skilnaði sex smákvæði uppskrifuð.
    Þessir ofanskráðu póstar, nr. 4 - 9 eru úr dagbók Jónasar.

     
  11. Já, stundum verður allt í senn, þeir Jónas og Guðmundur hittust – og hittust aftur – á þessum mestu annadögum sem dundu yfir dalbúana eftir 5 ára byggingu félagsheimilisins við Hlíðará, reist þar á Botnastaðamónum. En þarna hófust ráðgerðir um ljóðabókina, þessa einu, sem Jónas gaf út, Harpan mín í hylnum.
    En við munum – einhverjir nefndarmenn – lesa ljóð Jónasar á afmælisdegi hans 9.2. ´23 og kannski fleiri gestir.  
    Lesum saman ljóðin en gestum er sömuleiðis velkomið að velja sér og flytja ljóð eftir Jónas.

     
  12. Ósnert gull frá æsku sinni
    árin geta lengi heimt.
    Endurskin af ástúð þinni
    er í mínu ljóði geymt.

    Vísuna orti Jónas og Guðm. bróðir hans skrifaði í ljóðabókina nýju, þegar hann gaf móður þeirra bókina á áttræðisafmæli hennar, 14. mars 1960. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá útkomu bókarinnar.

     
  13. Veistu, þegar ég held á hafið
    haustnóttin fylgir mér ein?
    Skilurðu, hverju hverflynda báran
    hvíslar að votum stein?

     
  14. Það stækkaði drjúgum hópur vina og samstarfsmanna Jónasar eftir að hann flutti til Blönduóss, nýkominn skólastjóri, Þorsteinn Matthíasson, fékk hann til starfa við skólann, nl. að æfa kór með unglingunum í skólanum og í framhaldi af þessum skólasamskiptum urðu kynni þeirra Þorbjargar Bergþórsdóttur, en þau giftust í Þingeyrakirkju fáeinum misserum eftir að Jónas flutti í nýja húsið sitt við Húnabrautina.
     
  15. Jófríður Jónsdóttir, skólastjórafrú varð trúnaðarmaður þessara miðaldra hjónaefna, Jónasar frá Finnstungu og Þorbjargar frá Fljótstungu. 
     
  16. Þorsteinn skólastjóri var góður íslenskukennari, vakti hug nemenda sinna á málinu ylhýra, var auk þess brautryðjandi að upplagi og upphafsmaður að útgáfu ársrits USAH 1961, Húnavöku sem og Strandapóstsins en þessi rit koma bæði enn út.
    Þeir Jónas fluttu til Blönduós sama haust, þ.e. 1959, en 1968 kom Bergur Felixson að skólanum og varð skólastjóri.

     
  17. Hjónin og kennararnir Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bergur skólastjóri fluttu í skólastjórabústaðinn 1968 og störfuðu á Blönduósi til haustsins 1975. Góð vinátta varð milli þeirra og hjónanna á Húnabraut 26, þeirra Þorbjargar og Jónasar.
    Bergur varð síðan fyrsti formaður Tónlistarfélags A-Hún, en Jónas og Jón bróðir hans höfðu forgöngu um stofnun þess sem leiddi síðan til stofnunar tónlistarskólans. Skólinn hefur starfað síðan og yfirleitt af þrótti.
    Fyrstu árin voru tíð kennaraskipti og reyndi þá mjög á hugkvæmni Jónasar sem sá um fjárhald skólans og útvegun starfsmanna. Eftir tillögu Jónasar tókst ég á hendur tónlistarkennslu á Skagaströnd 1980-´81 og með því varð kúvending á kennslustörfum mínum og raunar lífshlaupinu öllu.

     
  18. Þau hjónin Ingibjörg og Bergur Felixson verða með okkur á ljóðastundinni í safnaðarheimilinu í Breiðholtskirkju.
     
  19. Sögunefnd Húnvetningafélagsins, sem einnig er byggðasafnsnefnd stóð fyrir þemafundum í Húnabúð fyrir Kóvíd, hafði þá jafnan þrjá fundi í röð.
    Síðasta viðfangsefni var hákarlinn og hákarlaveiðar í Húnaflóa, vorum við þá líka að hugsa til hákarlaskipsins Ófeigs á Byggðasafninu okkar norður við Hrútafjörð.
    Við fengum þá sem fyrirlesara, Klöru Björgu Jakobsdóttur af Hafrannsóknastofnun, úrvals fræðara og sérfræðing, Hallgrím Helgason rithöfund o. fl. góða gesti, en nú – á þessu nýbyrjaða ári – kom okkur í hug að bjóða fram ljóðið og húnvetnsk skáld og ætluðum að hefja fundina með lestri á ljóðum Páls Kolka læknis, sem einmitt á afmæli á Pálsmessu 25. jan.
    Páll var gott ljóðskáld, snjall rithöfundur og fræðimaður.
    Í ljós kom, að of skammur tími var til stefnu svo einungis Jónas og Björn G. Björnsson organisti og smiður á Hvammstanga munu birtast í þessari lotu, en Páll aftur að ári liðnu, á næstu Pálsmessu sem er fimmtud. 25. jan. 2024.   

     
  20. Í Mjóddinni, safnaðarheimilinu verða samkomurnar, við lesum ljóð Jónasar fi. 9. febr. en Björns organista fi. 2. mars.
     
  21. Ég hef stundað Safnasafnið á Svalbarðsströnd um árabil. Kem þó sjaldan þangað án þess að fara að velta fyrir mér hvernig betur megi kynna þetta merka setur – eða leggja því lið. Mér finnst við vera tómlát um starfið þar, upp er raðað fyrir okkur listaverkum sumar eftir sumar og við greiðum smápeninga fyrir aðgang.
    Þar er líka yndi að ganga um garðinn, hlusta á Valsána fossa og freyða norðan við húsið og setjast þar niður í trjálundi.
    Mamma kom í Safnasafnið með mér meðan heilsan leyfði og þær Magnhildur, húsmóðirin á safninu, duttu fljótt í blómatal þegar þær hittust og gjarnan vorum við leyst út með blómum.
    Góðar komur voru það og góðar konur voru þar.
    Magnhildur Sigurðardóttir er frá Mörk v/Hvammstanga og þessi flutningur þeirra hjónanna úr miðbæ Reykjavíkur norður í land átti upphaflega að vera til Hvammstanga þó svona tækist til að þau fóru alla leið norður að Vaðlaheiði og lentu setrinu í gamla þing- og skólahúsinu á Svalbarðsströnd.

     
  22. Safnasafnið var stofnað 17. febr. 1995.
    Níels Hafstein er þar safnstjóri, eiginmaður Magnhildar og á líka til Húnvetninga að telja, gefur okkur aukatilefni að koma vestan frá Flóanum bjarta og heimsækja þessa góðu listamenn og safnið þeirra við fríðan Eyjafjörð.

     
  23. Þú vorgyðja ljúf er eitt af lögum Jónasar Tryggvasonar og fyrir 10 árum var dagskrá í Húnaveri með ljóðum og lögum Jónasar. Ljóðin lásu ungar frænkur, Eir og Þrúður Starradætur, sem komu norðan af Svalbarðsströnd til samkomunnar en Bergþór Pálsson, söngvari og Fljótstungumaður, kom sunnan úr borginni og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, sem hafði útsett lög Jónasar til einsöngs og lék með á flygil. Valgarður frá Fremstagili rifjaði upp kynni af Jónasi og fræddi gesti um lífshlaup hans og fleiri lögðu þar í púkk.
     
  24. Enn var haldin hátíð og helguð Jónasi í nóv. árið 2016, en það ár hefði hann orðið tíræður. Sú samkoma var í Blönduóskirkju. Sjá krækju.
     
  25. Ítarefni:
    Dagskrá á vígslukvöldinu í Húnaveri 7. júlí 1957:
    1. Karlakórinn söng nokkur lög
    2. Sr. Gunnar Árnason flutti ræðu
    3. Guðmundur Sigfússon söng einsöng
    4. Rósberg Snædal og Gísli Ólafsson fluttu ljóð. Þriðja vígsluljóðið orti JT sjálfur.
    5. Friðrik Björnsson, Sigfús Guðmundsson og Sigurjón Stefánsson sungu nokkur dægurlög með gítarundirleik Jóhönnu Björnsdóttur og Sigurbjargar Stefánsdóttur.
    6. Jónas Tryggvason las nokkur kvæði en skemmtiskránni lauk með glúntasöng þeirra sr. Birgis Snæbjörnssonar, Jóns Guðmundssonar, Jóns Tryggvasonar og Jósefs Sigfússonar með undirleik Árna Jónssonar á Víðimel.
    Fór þessi skemmtiskrá vel úr hendi og var mjög vel tekið segir Jónas í dagbók sinni.
    26. Minningarhátíð um Jónas í Blönduóskirkju, nóv. 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13350
    Stökuspjall IHJ, birt á afmælisdegi Jónasar 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12568
    Sögukorn/2020 – af Jónasi og Þorbjörgu: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17296
    Að leggja frá landi, úr dagbókJT/2021: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17991
    Sögukorn um sr. Jónas Benediktsson prófast á Höskuldsstöðum, elsta Jónas og fleiri ættmenni: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18652
    Organistapistill/2014, sá fyrsti og elsti um JT: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10670
    27. Safnasafnið á Svalbarðsströnd: https://safnasafnid.is/
    Útför Margrétar, móður Tryggva í Tungu, tuttugu tíma vesturför karlakórsins, úr dagbók JT: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18498
    28. Gæti ekki verið álitlegt að deila verkefnum/hlutverkum með samkomuhúsunum við Húnaflóann? T.d. að kynna þau á sömu vefsíðu ásamt Byggðasafninu. Tengja list og sögu. Þriggja missera þankar og pistill: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18415 
    29. Ljóð Jónasar Tryggvasonar á vefnum: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16936

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið