Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:20 N 4 -8°C
Laxárdalsh. 01:20 A 4 -7°C
Vatnsskarð 01:20 NA 3 -5°C
Þverárfjall 01:20 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:32 0 0°C
Hafnarfjall 01:20 VSV 2 -4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pétur Arason
Pétur Arason
Pistlar | 01. mars 2023 - kl. 18:44
Hugmyndir eru auðveldar - framkvæmdin er allt!
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar

Janúar er sjötti mánuðurinn minn í starfi og fyrirfram þá var ég búinn að sjá fyrir mér að á sex mánuðum væri ég hálfnaður með allar þær helstu breytingar sem þyrfti að gera. Ég vissi að það mundi síðan taka einhvern tíma að keyra þær inn, en þetta var svona það sem ég sá fyrir mér.

Staðreynd málsins er sú að ég hef ekki enn innleitt neinar breytingar þótt að reyndar séu smá tilraunir hafnar sem segja megi að séu breytingar sem komi frá mér. Það er óhætt að játa að það hefur komið mér á óvart hvernig sveitarfélög eru rekin, hvaða yfirsýn er til staðar og hvert gegnsæi hlutana er. Í samtali við endurskoðendur um daginn sagði ég að mér liði stundum eins og ég væri að keyra í úrhellisrigningu en það væru engar rúðuþurrkur. Ég hefði svo sem getað bætt við að ég væri á 160km hraða og væri að reyna að keyra beint áfram með því að horfa í baksýnisspegilinn.

En að öllu gríni slepptu þá er sameining sveitarfélaganna margslungið verkefni og það mun einhver tími líða enn áður en ég fer að innleiða breytingar. En þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmtilegt ferðalag hingað til, þó ég klóri mér ennþá töluvert í skegginu yfir ýmsum málum. En ég er smá saman að kynnast starfsfólki sveitarfélagsins betur og betur og það er það skemmtilegasta við þetta allt saman.

Það er vægast sagt áhugavert að sjá og upplifa af eigin raun í hvaða forgangi þetta svæði er hjá alþingis- og ráðamönnum, en talsmenn þessa svæðis eru fáir ef einhverjir eða að minnsta kosti mjög langt á milli þeirra. Það er með ólíkindum að forsvarsfólk þessa svæðis þurfi nánast að grenja úr sér augun til þess eins að fá ekki neitt. Sem er auðvitað magnað þar sem verið er að biðja um ósköp eðlilega hluti sem hafa t.d. með öryggi fólks að gera. Það er óverjandi á 21. öld að forgangsröðun á fjármunum ríkisins sé ekki skilvirkari en svo að ekkert gerist nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gegnsæi ríkir. Allar tölur um íbúaþróun o.s.frv. eru opinber gögn og því ekkert flókið að sjá hvar setja á fjármuni til að styrkja og efla byggð í landinu. Í allri hreinskilni gætum við alveg notað svona eins og einn Björn á Löngumýri á alþingi núna.

En vandinn er auðvitað heimatilbúinn að einhverju leiti og ég hef sagt það áður og get endurtekið það að hér eru endalaus tækifæri, við þurfum bara að nýta þau. Ég er því alls ekki að tala fyrir því að ríkið eigi að halda þessu svæði uppi en það er hins vegar sanngjörn mannréttindi að þetta svæði fá aðstoð og fyrirgreiðslu til jafns á við önnur svæði. En við verðum fyrst og fremst að hjálpa okkur sjálf það er bara þannig og ég hef óbilandi trú á nýsköpun sem vopni til að skapa hér stöðu þar sem við vinnum leikinn.

Það er hægt að beita nýsköpun allsstaðar t.d. í landbúnaði, þjónustu, framleiðslu, stjórnsýslu, ferðamennsku o.s.frv. Að mínu mati þurfum við að velja okkur fókus, við getum ekki gert alla hluti í einu eða verið eins og lauf í vindi hvað varðar áherslur á uppbyggingu svæðisins. Við getum t.d. notað þá arfleið sem svæðið hefur bæði í landbúnaði, matvælaframleiðslu og tengdum greinum eins og textíl. Það eru gríðarlega sóknartækifæri út um allt ef við bara opnum augun og viljum sjá þau. Á fundi í Kvennaskólanum vikunni heyri ég t.d. hugmynd sem ég hef aldrei sjálfur hugsað út í. Hugmyndin gengur út á það að raka ullina af sláturlömbunum á haustin og nýta hana. Þetta er svo fáránlega einföld hugmynd í eðli sínu að það er enn fáránlegra af hverju við höfum í öll þessi ár slátrað lömbum án þess að nýta þá ull sérstaklega. Við þekkjum að súta gærur en ekki að nýta þessa ull sem er sennilega með verðmætari ull sem hægt er að fá. Kannski eru flestir að gera þetta en ég hef samt bara aldrei heyrt þessa pælingu. Nú gæti ein skýring verið að verð á ull hafi þýtt að þetta borgi sig ekki. En sama hvert ullarverðið er þá er þetta sóun á verðmætum. Það getur vel verið að verð á „hrárri“ ull sé ekki alltaf hagstætt en endavara úr svona ull er gæðavara hvar sem er í heiminum sem hægt er að selja dýru verði. En hver gerir eitthvað í þessu? Á ég að gera það? Hér þarf nýsköpun og frumkvöðlakraft til að gera tilraunir og sjá hvað gerist þegar hlutirninr eru þróaðir áfram. Hér er samvinna einnig algjör lykill að árangri. Það væri auðvitað mikil einföldun að halda því fram að akkúrat þessi hugmynd sé að fara að redda öllu og kannski er þetta arfavitlaus hugmynd. En við vitum aldrei nema að prófa hugmyndirnar okkar. Það er eina leiðin til að búa til hagvöxt á svæðinu okkar. Og til að prófa slíkar hugmyndir þarf ekki hjálp ríkisins eða ráðamanna. Ég hef mikla trú á því fólki sem hér býr, af hugviti er nóg, við þurfum bara að vera duglegri að þora að gera tilraunir og framkvæma!

Annars er ég bara hress og hef verið að nota mikinn tíma í nýjar gjaldskrár sveitarfélagsins og sorphirðurmálin hafa tekið sinn tíma. Ég hef sagt áður að sorphirðumál séu eitt af stóru málunum næstu árin og ég á eftir að ræða þau betur við ykkur. Við munum reyndar þurfa að ræða þau þangað til að það lekur úr eyrunum á okkur, þannig að þið getið látið ykkur hlakka til þess. Ég get staðfest að sumir hérna á skrifstofunni elska þessa umræðu.

Annað risamál er orkumálin og ég skrifaði í áramótapistlinum um að sanngjörn renta af verðmætasköpun orkuframleiðslunnar þyrfti að koma til þeirra sem gera þá orkuframleiðslu mögulega. Það er kominn mikil og sterk undiralda í það mál sem ég mun tala meira um í pistli febrúar mánaðar.

Með góðum kveðjum og guð launi fyrir hrafninn,

Pétur Arason

 

Höf. ass
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið