Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 6. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:30 SSV 6 3°C
Laxárdalsh. 00:30 SV 4 4°C
Vatnsskarð 00:30 SV 6 4°C
Þverárfjall 00:30 SV 3 4°C
Kjalarnes 00:30 V 3 6°C
Hafnarfjall 00:30 SV 2 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 25. mars 2023 - kl. 14:07
Virkjanastopp, sama vesen, sitthvor hliðin!
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina! Ég tek undir það en fyrst verður að laga leikreglurnar. Nærumhverfi orkuvinnslu verður að fá hlutdeild í þeim efnahagslega ábata sem verður til við að framleiða orku. Sú hlutdeild er forsenda þess að byggja upp samfélög í. Sá tími sem nærumhverfi orkuvinnslu fær enga hlutdeild í verðmætunum er liðinn.  Allur efnahagslegur ávinningur af orkuvinnslu kemur fram þar sem orkan er notuð en ekki þar sem orkan verður til – það er staðreynd. 

En það eru margar hliðar á teningnum. Nú er staðan í Húnabyggð þannig að ekki er hægt að fá hitaveitu í nýtt iðnaðarhúsnæði. Það er hægt að fá ný íbúðarhús tengd við hitaveituna en ekki atvinnuhúsnæði. Hvernig á að vera hægt að byggja upp atvinnu í Húnabyggð ef atvinnuhúsnæði fær ekki heitt vatn. Fær ekki orku til að hita húsin sín! Árið 2005 keypti RARIK hitaveituna af Blönduósbæ. Hluti af samkomulaginu var að efla starfsstöðina á Blönduósi. Hefur verið staðið við það – Nei. Er verið að vinna hörðum höndum að því að afla meiri orku til að uppbygging geti átt sér stað – undirritaður sem er oddviti Húnabyggðar veit ekki til þess. Við íbúar sveitarfélagsins erum ekki upplýst. Hvenær má vænta þess að meira heitt vatn verði til afhendingar, það veit enginn. Það er allavega ekki verið að leita að heitu vatni eftir því sem ég best veit. Er RARIK að beita sveitarfélaginu Húnabyggð virkjanastoppi? Hver á Rarik? Við vitum það náttúrlega öll, Rarik er í eigu þjóðarinnar og með alla sína starfssemi á landsbyggðinni. Samt eru höfuðstöðvar RARIK í Reykjavík þar sem 50 verðmætustu störfin eru. Þar eru teknar ákvarðanir um framtíð orkuöflunar fyrir íbúa Húnabyggðar. Eru einhverjir í höfuðstöðvum RARIK að reyna að leysa orkuvandann í Húnabyggð? Samkvæmt mínum upplýsingum sem oddviti Húnabyggðar er svarið við því NEI. Á Húnabyggð að taka þátt í því að leysa orkuvanda þjóðarinnar með því að skipuleggja frekari orkumannvirki í sveitarfélaginu sem skila okkar samfélagi engum ávinning.  Ég held að allir viti svarið við því, sem er nei, svo ráðamenn þjóðarinnar geta ekki undrast yfir virkjanastoppi á Íslandi!

Guðmundur Haukur Jakobsson  
Forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið