Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 6. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:40 SV 7 3°C
Laxárdalsh. 00:40 SV 4 4°C
Vatnsskarð 00:40 SV 4 4°C
Þverárfjall 00:40 VSV 2 4°C
Kjalarnes 00:40 VNV 2 6°C
Hafnarfjall 00:40 V 2 6°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Yfir flóann. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Yfir flóann. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 03. maí 2023 - kl. 18:52
Sögukorn: Yfir flóann
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Sögur af sérkennilegu fólki er heiti á ræðu Jóns þjóðfræðings á Kirkjubóli sem verður gestur Sögufélagsins á Blönduósi eftir 20 daga.

2. Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings verður haldinn í salnum við Þverbraut 1, á neðstu hæð, miðvikudaginn 24. maí  kl. 14 þar sem við sinnum aðalfundarstörfum, njótum kaffiveitinga og þess að fá góðan gest og granna vestan yfir flóann, Jón Jónsson á Kirkjubóli.

3. Verið velkomin til fundarins sem er á nón- og strætótíma eða kl. 14 í húsinu sem fyrrum var kennt við Fróða – á götuhorninu við Árbraut og Þverbraut.

4. Þau Ester Sigfúsdóttir og Jón, Kirkjubólshjón, hófust handa árið 2002 við að byggja upp Sauðfjársetrið í Sævangi, með sýningum, samkomum, veitingum og fræðastörfum og nú er nýkomin út Strandamannabók, í tilefni af 20 ára afmæli setursins.

Þessi hjón eru forystufólk í merkri tilraun að móta sveitamenningu á nýrri öld. Hafa þau til þess félagsheimilið Sævang þar sem Sauðfjársetrið er staðsett, öfluga liðsmenn í sveit og bæ, aðdáendur og fylgismenn víðar og svo eigin hugmyndir og kjark.

Jón hefur með sér nokkur eintök af nýju bókinni ef einhver fundargesta kynni að hafa hug á því að eignast hana.

5. Á útmánuðum 1938 var Sögufélagið Húnvetningur stofnað að frumkvæði þrímenningana, Bjarna, Gunnars og Magnúsar sem tengdust félaginu síðan til æviloka.

Magnús á Syðra-Hóli kvaddi fyrstur, árið 1963, en þá lögðu þeir saman Bjarni í Blöndudalshólum og sr. Gunnar á Æsustöðum og gáfu út bók um Magnús og birtu þar þætti hans sem enn lágu í handriti.

Nafnaskrá vann sveitungi þeirra, Guðmundur Jósafatsson.

6. Í ár eru 85 ár liðin frá stofnun félagsins sem verður tilefni að rifja upp meira af umsvifum þess frá þessum árum. Náin samvinna var með Húnvetningafélaginu í Reykjavík þegar fyrstu bækur félagsins komu út, Svipir og sagnir ´48, Hlynir og hreggviðir ´50, Troðningar og tóftarbrot ´53, Búsæld og barningur ´55 og síðast Fortíð og fyrirburðir ´62 en útgefandi að þeirri bók var Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri.

7. En fyrsta bókin sem gefin var út af félögunum var þó Brandsstaðaannáll árið 1941 af Jóni prófessor Jóhannessyni, Húnvetningi í Reykjavík og ári síðar gaf Sögufélagið út kverið Aldarminning Búnaðarfélaganna í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum, elstu búnaðarfélaganna á landinu. Það var prentað hjá POB, en forstjóri þess Sigurður O. Björnsson var þá og síðar mjög velviljaður Sögufélaginu.

8. Bókaforlag Odds Björnsson gaf síðar út tvær bækur með þáttum Magnúsar: Mannaferðir og fornar slóðir ´57 og Hrakhólar og höfuðból ´59 og er þessum útgáfumálum öllum gerð góð skil í formála sr. Gunnars Árnasonar fyrir þriðju bókinni, Feðraspor og fjörusprek 1966.

9. Fræðaþulurinn úr Svartárdalnum, Jónas Illugason, flutti til Blönduóss frá Brattahlíð 1932, þá ríflega hálfsjötugur en átti þó eftir að skila því ævistarfi er sýnilegast varð með þáttum hans í Svipum og sögnum og samstarfinu með Magnúsi á Syðra-Hóli.

10. Magnús segir um Jónas: „Það er athyglisvert um sagnaþætti Jónasar og reyndar flestar ritsmíðar hans, að hann gerði lítil sem engin drög að þeim og umskrifaði þá aldrei til efnisfyllingar eða málfágunar. Hann skrifaði löngum hægt og rólega, virtist aldrei verða orðs vant og hafði við sömu vinnubrögð og höfundar Íslendingasagna að því er ætla má. Hann gerhugsaði efnið allt og efnisskipan áður en hann settist undir penna og ritaði síðan sem næst því, sem hann mundi hafa sagt á þularstóli.“

Í eftirmála greinar sinnar segir Magnús: „Þessi frásögn mín um Jónas Illugason er ígripavinna og öll lausmótaðri og verr gerð en ég hefði viljað og vert var. Ég þekkti hann aðeins af

afspurn áður en hann fluttist til Blönduóss og þar hafði hann búið nokkur ár er kynni okkar hófust að ráði. Eftir það sótti ég oftast á hans fund, ætti ég leið á Blönduós og sat hjá honum eins og tími og ástæður leyfðu. Okkur bar margt í tal en oftast það sem báðum okkar var ofarlega í hug, liðin tíð, ættir, sagnir og hættir genginna kynslóða. Hef ég engan fræðasjó hitt í þeim greinum, slíkan sem hann, meðal alþýðumanna. Ég undrast oft stórlega stálminni hans og nærfærinn skilning á fólki og tildrögum sögulegra atburða. Af fundi hans fór ég alltaf fróðari en ég kom. Því miður hafði ég ekki minni á við Jónas. Því gleymdist margt eða varð óljóst, sumt það er hann sagði mér. Margt skrifaði ég eftir honum, er heim kom, og las honum síðan og bar undir hann, það sem skrifað hafði, til að leiðrétta það, sem missagt kynni að vera og sneyða hjá glöpum af minni hendi.“ Húnavaka 2016 bls. 157

11. Ótalin eru í útgáfumálum félagsins Æviskrár Austur-Húnvetninga 1999 – í fjórum bindum og þáttaka félagsins í útgáfu Húnaþings I-III árin ´75, ´78 og ´89 en þar voru þeir Stefán á Kagaðarhóli og Sigurður á Lækjamóti ritstjórar, en Gísli Pálsson á Hofi var orðinn formaður félagsins er kom að þriðja bindinu. Þar er að finna lýsingar á afréttarlöndum Húnvetninga auk ítarlegs þáttar um eyðibýli sem Hjördís Gísladóttir samdi.

Gísli á Hofi varð líka afkastamikill bókaútgefandi, fræðimaður og rithöfundur, gaf einkum út bækur um sagnfræði og ættfræði.

12. Um aldamótin komu út í fjórum bindum Æviskrár Austur-Húnvetninga, byggðar á frumgögnum frá Magnús Björnssyni á Syðra-Hóli en unnið af þáverandi formanni félagsins Elínborgu Jónsdóttur kennara á Skagaströnd og Guðmundi Sigurði Jóhannssyni ættfræðingi á Sauðárkróki. Ýmsir fleiri voru þeir sem lögðu þessu stórvirki lið, einnig þurfti mikla mynda- og fjársöfnun til útgáfunnar.

13. Manntal á Íslandi 1940 er lagt til grundvallar Ættum Austur-Húnvetninga.

14. „Þeir mynduðu Húnvetninga“ er heiti á formála Gríms Gíslasonar þar sem segir frá helstu ljósmyndurunum, Arnóri Egilssyni, Birni Bergmann, Daníel Davíðssyni, Edvald Hemmert kaupmanni og Jóhanni Hermanni Víðdal Jóhannssyni sem starfaði sem ljósmyndari á Blönduósi 1916-1924.

15. Útgefendurnir Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson ljúka formálsorðum sínum þannig:

„Að lokum viljum við þakka ritnefnd og öllum þeim sem að verkinu hafa komið fyrir ánægjulegt samstarf, ekki síst Grétu Björnsdóttur og formanni Sögufélagsins, Elínborgu Jónsdóttur. Elínborg hefur með elju sinni drifið verkið áfram og á líklega stærri þátt en nokkur annar í því að koma því á framfæri.“

16. Ónefndur er húnvetnskur fræðimaður og brautryðjandi í héraðinu um miðja síðustu öld, Páll Kolka héraðslæknir á Blönduósi.

Hann var ágætt skáld, samdi ljóð við héraðssöng Austur-Húnvetninga, gaf út ljóðabækur, þýddi ljóð og samdi héraðslýsinguna Föðurtún fyrir alla sýsluna, safnaði til hennar fjölda mynda og gaf út til ágóða fyrir byggingu Héraðshælisins sem enn er mikil bæjarprýði á Blönduósi.

Og oft er flett upp í Föðurtúnum.

Heimildir og ítarefni:
Sauðfjársetrið í Sævangi: https://saudfjarsetur.is/
Sýningar á liðnum árum: https://saudfjarsetur.is/syningar-i-gangi/
Húnavaka – Sögufélagið 75 ára https://timarit.is/files/44905194 og
https://timarit.is/page/6456131?iabr=on#page/n153/mode/2up

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið