Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Föstudagur, 22. september 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
September 2023
SMÞMFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 14:50 N 6 3°C
Laxárdalsh. 14:50 NNA 6 4°C
Vatnsskarð 14:50 ANA 5 2°C
Þverárfjall 14:50 NNA 4 2°C
Kjalarnes 14:50 102.0 8 8°C
Hafnarfjall 14:50 N 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
57. þáttur. Eftir Jón Torfason
10. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
09. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson, varaþingmanns Flokks fólksins í NV-kjördæmi
04. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Mynd: forlagid.is
Mynd: forlagid.is
Pistlar | 02. ágúst 2023 - kl. 10:02
Sögukorn: Skal Dreyrá brúuð?
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Ný Húnavaka birtist seint í júlí með viðtali MBJ við Lárus Ægi á Skagaströnd, þætti próf. Braga á Akureyri um sveitakennara í Húnavatnssýslu 1887-1905, öðrum frá Sigurjóni á Fossum um fólk og jarðir í Svartárdal 1950-1960. Benedikt Blöndal Lárusson samdi ágætan þátt um samkomuhúsið á Móhellunni, þarna birtast minningarorð, skrár og myndir um nýfædd börn, ungmenni sýslunnar, fréttir af fyrirtækjum, félögum og fleiri greinar.
   
 2. Ljóð í ritinu eiga Rúnar á Skagaströnd, Sigrún frá Litladal, Jóhanna á Brandsstöðum o.fl.
   
 3. Ritstjórinn, Magdalena Berglind Björnsdóttir, hefur trausta stjórn á þessu öndvegisriti Austur-Húnvetninga, nýtur starfskrafta reyndra ritnefndarmanna, Magnúsar B. og Unnars, annar frá Skagaströnd og hinn Blönduósi, yngra fólk eru hinir nefndarmenn og svo fékk skrifarinn hér/IHJ heiðurinn af því að kalla saman fyrsta fund þessarar ritnefndar eftir að víkingurinn vinnusami, Ingibergur ritstjóri lét af störfum og óvissan ríkti ein um hvernig mætti framkalla nýjan og öflugan.
  Það var kannski nokkuð glannalegt?  
  En yndislegt þegar upp er staðið.
  Þau Berglind og Magnús mynduðu þar óðara öflugt teymi – ásamt ötulli ritnefndinni. Tvö rit eru komin út síðan en það fyrra spannaði tvö ár og þannig tókst að vinna upp tíma.

   
 4. Í Húnavöku 2023 upplýsist að Vatnsdalshólarnir voru taldir upp úr miðri síðustu öld, þegar Skagstrendingar og Blönduósingar stóðu þar fyrir skátamóti á unglingsárum Lárusar Ægis. Hólarnir töldust 1120.
   
 5. Víkjum að annarri annála-, sögu- og ættarbók og einnig merkri. ... hjá grassins rót eftir Hólmfríði Kolbrúnu frá Æsustöðum:
   
 6. „Maðurinn er aldrei einn. Allir eiga formæður og forfeður sem hvert og eitt á sína sögu. Oft er saga forfeðranna einhvers staðar rakin en saga formæðranna skrifuð í öskuna. Hér segir frá fólki sem elskaði og missti, gladdist og hryggðist, tók því sem að höndum bar enda oftast ekki annað að ræða. Þetta fólk var ekki merkilegra en annað fólk en ekki heldur ómerkara.
   
 7. Þjónustan á Bessastöðum, sem eignaðist barn í lausaleik, sýslumannsdóttirin í Fljótshlíðinni og stúlkan af Laxárdalnum, sem flúði með barnið sitt í fanginu yfir mýrar og móa vestur í Ameríku, þær eru allar horfnar af sjónarsviðinu.
   
 8. Höfundur segir sögur þessara kvenna og annarra kvenna og karla sem koma við hennar sögu. Sjálf rifjar hún upp minningar frá því að hún var barn í norðlenskum dal.
   
 9. Framtíðin óskrifað blað."
  Atriði 6 - 9 eru tekin af bakhlið bókar HKG, ... hjá grassins rót.

   
 10.  Hólmfríður átti skólagenginn föður, prestlærðan, sem sigldi, nýútskrifaður með hempu sína og töskur tvær úr borginni í nóv. 1925, norður í Húnaflóa, steig á fold við Blönduós, Mývetningur á ókunnri slóð, sem varð menningarslóð og má enn sjá móta fyrir henni.
   
 11.  Þeir urðu brautryðjendur í Sögufélaginu Húnvetningi frá 1938, Bjarni Jónasson kennari og bóndi í Blöndudalshólum, Magnús Björnsson bóndi, oddviti og fræðimaður á Syðra-Hóli og Æsustaðaprestur, sr. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Presturinn tókst á hendur formennsku í félaginu og skrifar í grein um Magnús á Hóli:
   
 12.  „Magnús var ófáanlegur til að vera formaður félagsins þótt hann væri sjálfsagður til þess að dómi okkar hinna. Kom það því í minn hlut þótt lítið gæti státað af fræðimennsku. En jafnan var hið besta samstarf með öllum stjórnarnefndarmönnum. Útgáfunefnd skipuðum við Magnús og Bjarni og treystu allir mest á framlag Magnúsar frá upphafi, enda brást ekki sú von, sem til hans var borin."
   
 13.  Sr. Gunnar eignaðist konu nyrðra, prestsdóttur frá Auðkúlu, Sigríði Stefánsdóttur, prestasystur og frænku Jóns bókavarðar og þjóðsagnasafnara Árnasonar, en dóttir Æsustaðahjónanna, prestsdóttirin Hólmfríður, verður velgerðarkona okkar í dölunum norður eins og á sléttunum suður, því hún reit okkur sögubók af fólki sínu, örlögum þeirra og fleiri vegfarenda á síðustu öld. 
   
 14.  HKG skrifar um fyrstu vikur föður síns hjá Húnvetningum:
  „Í fyrstu yfirferðinni um brauðið komu þeir pabbi og Jónatan á Holtastöðum m.a. að Barkarstöðum í Svartárdal. Þar bjó þá Sigurður Þorkelsson sem síðar varð mikill vinur pabba og fylgdarmaður í mörgum ferðum. Hann sá strax að ungi presturinn yrði að hafa hest til afnota og lánaði honum traustan hest fyrsta árið. Pabbi hlýtur oft að hafa haft beyg í brjósti, einn á ferð um þessar slóðir þegar kvölda tók og víst þótti að hauslausir draugar gætu verið á flakki."

   
 15.  Færum okkur með höfundi/HKG aftur um eina kynslóð og norður í Mývatnssveit þar sem sr. Árni afi hennar svarar kalli sóknarbarna og sveitunga, sem senda honum liðsauka til þess að flytja norður:
   
 16.  „Það var sólskin og sunnanblær þegar sást til fólksins vestan við eyjuna. Stóðum við börnin úti og biðum nýja prestsins með óttablandinni virðingu. Það var líka hann, sem fyrstur hleypti í hlaðið, glaðvær og fullur gáska, eins og hver annar Mývetningur."

  Hér  birtist lýsing Arnfríðar skáldkonu á Arnarvatni af komu prests og fjölskyldu heim í Mývatnssveit 1888, hún heldur áfram frásögninni:

  „Húsbóndi minn kom út og bauð hjónin og fylgdarlið þeirra velkomin. Helgi var síðastur. Hann hafði kassahest í togi. Var burst á öðrum enda hvors kassa og tjöld fyrir. Þegar athugað var hvað kassarnir höfðu að geyma, kom í ljós, að það voru börn prestsins, lítil stúlka, fleyg og fær og nokkurra vikna gamall drengur."

  Þegar við lesum þessa klausu árið 2017 tökum við eftir því að prestsins var beðið með „óttablandinni virðingu" og í kössunum voru börn prestsins en ekki þeirra hjóna." 

   
 17.   Skin frá sömu sól á miklu yngra sumri verður Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, skáldi úr Grafningi uppspretta að snjallri sögu um Friðmund Engiljón – og snáðann:„  .. Síðan hvarf hann brott, út í dularfulla fjarlægðina, þaðan sem hann hafði komið, en skildi eftir reyktóbaksilm í baðstofunni og bjarta heillandi minningu. Sumarið okkar var liðið. Það hafði ekið gegnum heiðríkjuna og hnigið í faðm haustsins, faðm eilífðarinnar."
   
 18.  "Sögur og ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar voru þrungin geig og spegluðu þá opnu kviku sem vinum hans duldist ekki. Drengurinn úr Grafningnum, sá sem gekk geiglaus móti dásemdum heimsins í sögunni um hengilásinn, hafði löngu séð í gegnum blekkingarvefinn og bar þungan kvíða í brjósti. En hann hafði ekki gefist upp. Hann hafði ekki gengið inní ríki feiknstafaguðanna, ekki selt sálu sína. Von hans og trú á mannkynið höfðu auðvitað orðið fyrir mörgum áföllum en samt lét hann aldrei af að boða það fagnaðarerindi sem honum þótti mannkyni mikilvægast":
   
 19. Úr leggjum, völum
  og lokasjóði
  svifmjúkum punti
  seigum rótum
  fléttum lyngjurta
  lesnum á heiði
  stöfum dalgeisla
  skal Dreyrá brúuð. ÓJS
  Úr minningarorðum Heimis Pálssonar í Þjóðviljanum 9. ág.´88 atriði 18-19

   
 20.  Hólmfríður fær orðið aftur, komin á unglingsár og er ein ófermd í systkinahópnum:
  „Árið 1952 rættist loks ósk pabba. Þá var auglýst prestakall fyrir sunnan, sem náði yfir Kópavog, Breiðholt, Bústaðahverfi og víðar. Systur hans lögðust allar á eitt um að reka áróður fyrir bróður sinn og eftir harða kosningabaráttu varð hann fyrir valinu. Þetta stóra prestakall er fyrir löngu orðið að mörgum prestaköllum.

   
 21.  Pabbi fagnaði úrslitunum mjög en mamma var kvíðin – þekkti það best að búa fyrir norðan. Það voru tilfinningaþrungnar stundir í kirkjunni þegar við kvöddum. Ég fermdist í síðustu messunni í Bólstaðarhlíð og þegar við ókum burt eftir messu og kaffidrykkju á Bergsstöðum stillti karlakórinn sér upp úti á hlaðinu og söng: Blessuð sértu sveitin mín. Þá var sumum þungt um hjartarætur. Það varð gjörbreyting á högum okkar eftir að við komum suður.
   
 22.  Draumur pabba rættist að því leyti að hann fékk nóg að gera – fásinnið var liðin tíð. Hann gerðist ritstjóri Kirkjuritsins og tók virkan þátt í starfi Prestafélagsins. Þegar hann hætti vegna aldurs árið 1971 voru fermingarbörnin fleiri en í nokkurri annarri sókn."
   
 23.  Fimm árum eftir búferli prestsfjölskyldunnar, fékk ég/IHJ vetrarvist hjá fjölskyldu HKG ´57-58, þau Auðólfur voru bæði að ljúka menntaskólanámi í MR, Stefán Magnús, eldri bróðir, bjó líka heima, ógiftur ungur maður, svo þarna var oft glatt á hjalla, gestakomur að norðan, systur prestsins og systurbörn, sóknarbörn eða krakkarnir á Digranesvegi 4 og 2 sem komu til að slást við mig. Það var nú víst bara í eitt eða tvö skipti.
   
 24.  Flautuleikarinn frá Ítalíu, Pamela De Sensi, var í morgunútvarpi á mánud., hún fagnar 20 árum á Íslandi með tónleikum í norðlenskum söfnum allt austur á Langanes, þ.e. í Sauðaneshúsi, og vestur á Ólafsfjörð. Og sannarlega er Safnasafnið undir Vaðlaheiði þar í flokki, sjái fleiri síðuna hér að neðan og noti tækifærið að heimsækja nýtt safn.  

Heimildir og ítarefni:
Magnús Björnsson: Feðraspor og fjörusprek Ak. 1966
Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir: ... hjá grassins rót Rv. 2018
Ólafur Jóhann Sigurðsson: Reistir pýramídar
Heimir Pálsson, Minningarorð: https://timarit.is/files/13749391
Blásarar í söfnum – Windworks á Norðurlandi 2. - 12. ág. https://www.facebook.com/WindWorksMusicFestival og
https://www.northiceland.is/is/ferdaupplysingar/vidburdir/windworks-i-nordri-tonlistarhatid-2-12-agust-2023

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið