September 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | L | |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 |
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Fyrri | Núna | Næsti |


Holtavörðuh. | 15:10 | N 6 | 3°C |
Laxárdalsh. | 15:10 | NNA 8 | 4°C |
Vatnsskarð | 15:10 | ANA 6 | 2°C |
Þverárfjall | 15:10 | NNA 4 | 2°C |
Kjalarnes | 15:10 | 101.0 8 | 8°C |
Hafnarfjall | 15:10 | N 3 | 7°C |


18. ágúst 2023 Okur, íslenska og illgresiJá komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi. ::Lesa |
1. Til fundar við fortíð er stór hluti af viðfangsefni daganna, öll segjum við sögur, lífsreynslu-, ófara- og skemmtisögur, sagnfræðingar skrifa, kenna, flytja fyrirlestra, þjóðfræðingar bera saman samfélög og tímabil, félagsfræðingar huga að enn öðru og yfirleitt erum við öll stöðugt að rannsaka og finna eitt og annað sem við viljum bera á borð fyrir vini, nemendur – nú eða aðra rannsakendur og viljum jafnvel stundum meina, m.k. höldum, að við séum að bæta heiminn og í leiðinni þá sem þar rölta um grundir og stíga.
2. Þeir fóru á vertíð, svona um 1970, sveitungar, frændur og vinir mínir, mest suður með sjó s.s. til Grindavíkur, út í Eyjar eða til annarra aflasælli staða. Heimilisfeður í þorpunum við Húnaflóa sóttu suður um árabil til að draga björg í bú meðan ördeyða var í heimaflóanum.
3. Einn Skagstrendingurinn, Sveinn Torfi Þórólfsson, gerði af þessum ferðum harla bragðsterka bók, Með grjót í vösunum.
4. Til Vestmanneyja fórum við, tvenn hjón af Engjavegi fyrir fáum dögum, og undum við Faxastíginn þrjá góða sólarhringa. Við fórum auðvitað miklu víðar, ég lét ekki undir höfuð leggjast að vísitera í heita pottinum, hjá Frú Laugu köllum við það hér í heimalaugunum og þangað berast stundum sögur norðan úr Blönduósssundlaug þar sem vísnasmiður og m.k. þrír sögumenn eru tryggir morgungestir, svona um átta eða níuleytið.
Þar – í lauginni við Blönduós – var líka góður stuðningur við afmælishald Jóns Árnasonar 17. ág. 2019 sem verður seint fullmetinn.
5. En nú erum við í Vestmanneyjum í byrjun september ´23, þar sem fyrrum gengu að störfum við fiskvinnslu, sveitungar mínir tveir og Svartdælingar, Sigurjón á Fossum og Guðmundur Valtýsson, sem keypti Eiríksstaði, þá ennþá ungur maður en þá þegar orðinn nokkuð svo ráðinn.
6. Þeir sungu báðir lengi í Karlakórnum, Sigurjón og Guðmundur og saman vorum við allir á kórtónleikunum í Blönduóskirkju í jan. s. l., Guðm. söng í kórnum en við Sigurjón hlýddum á. Þar vildi Sigurjón hlusta á kórinn fremur en uppi í Baðstofunni á Héraðshælinu. Hann átti orðið örðugt með gang en við Starri sonur minn sóttum hann upp á sjúkradeild til tónleikanna og ókum honum rakleitt þangað eftir sönginn. Starri vék ekki frá honum og göngugrindin var látin bíða við dyrnar á sjúkrahúsinu.
7. Lukkan sendi drenginn til mín í mat á mánudagskvöldi.
Karlakórssöngurinn var einmitt þetta sama, góða kvöld.
8. Síðasta morgun okkar í Eyjum settist ég í laug með öðrum þremur, kátum maskörlum, kom með einhverjar spurningar, ókunnur Blátindi og Hánni, fór að segja þeim deili á dalnum mínum og spurði þá hvort einhver myndi eftir þessum áðurnefndu sveitungum mínum. Jú, vertinn í nettri kaffisjoppu niðri í bæ, Magnús Sveinsson í Kletti, mundi eftir Guðmundi og fór strax að nefna hann Guðmund bónda, því þulur í útvarpi Sögu, rabbar stundum við þennan skrafhreyfa Valtýsson, t.d. um búskap og félagsmál.
9. Óneitanlega varð mér var hugsað til þeirra félaganna þegar við – Selfossbúarnir/Húnvetningarnir – gengum milli listaverka og minnismerkja þar úti í Vestmanneyjum og ég sá þar magnaðan og til sín bjóðandi minnisvarða um lúðrasveitar-, skóla- og tónlistarfrömuð Eyjamanna, Oddgeir Kristjánsson. Á þeim stað gat staðið heil lúðrasveit eða Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Tónskáldið Oddgeir samdi sönglög fyrir þjóðhátíð og kenndi mörgum ungmennum og uppkomnum þar í þessari ótrúlegu sjávarbyggð sem birtist okkur þarna.
10. Í þessu hraunríka eyríki.
11. Sigurjón og annar bassinn eiga sitt rúm lengst til vinstri í efstu tröppu sviðsins, læt fylgja mynd þessum sögukornum, en ferðin þeirra kórmanna hérna um árið sem átti að ná út í Eyjar tókst svo til, að hún hýrgaði og gladdi fjölmarga áheyrendur í Seltjarnarneskirkju en óveður stóð í vegi fyrir austurferðinni og sjóferðinni út í Eyjar. Ófarinn er kórinn ennþá yfir sundið til Vestmanneyja.
12. En sumar myndir er best að skoða í huganum. Þessi er ein, Vestmanneyingar bjóða varla kór að syngja á þessum dýrðlega stað – í Stakkagerðistúni – nema þegar sumarblítt er og vindur hægur.
13. En við ofanrituð sögukorn má bæta einu sem kviknaði í samtali við tengdaforeldra Starra Heiðmarssonar. Þau hafa búið á Akureyri allan sinn búskap, eiga ættir í Þistilfjörð og allt austur á Langanes, en hafa kynnst kórtali og kvæðamasi vestan úr Blöndudal, svo ég orðaði við þau einhverju sinni, að ég hefði stungið upp á því við karla í kórnum með þetta geysilanga og nánast óþjála nafn þ. e. Bólstaðarhlíðarhrepps að fá sér nýtt nafn. Ég held helst, að þá hafi ég stungið upp á blíða nafninu Bláinn handa kórnum. En þau báðu mig blessaðan að vera ekki að fitja upp á svona veseni, þetta nafn, já, einmitt Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps hefði hann heitið alla tíð, gengið vel svo ekki skyldi ég fara að hreyfa því. Þeirra ráð hafði ég og þau urðu miklir stuðningsmenn og góðir fyrir einum áratug, þegar brugðust upplesarar á Jónasarsamkomu Tryggvasonar sem var í Húnaveri sumarið 2013, en þá óku þessi sæmdarhjón afadætrum okkar allra, unglingunum Eir og Þrúði Starradætrum vestur í Húnaver til að lesa ljóð Jónasar. Hlupu þær þannig í skarðið með ofurskömmum fyrirvara. Þökk sé þeim öllum.
Hvað getur maðurinn einn?
Ítarefni:
Sögukorn frá ævi Sigurjóns: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20013
Sögukorn um Sigurjón: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19521
Með grjót í vösunum: https://www.skagastrond.is/is/moya/news/med-grjot-i-vosunum
Ingi Heiðmar Jónsson

02. apríl 2023 Sjö leiðir til að létta þér þrifin í vor og sumarNú er vorið komið og sumarið framundan og þá er ekki úr vegi að koma með nokkur góð húsræða. ::Lesa |

03. febrúar 2023 Á ferðalagiGuðmundur var að spjalla við Tóta, bróður sinn í Kaliforníu. ::Lesa |