Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Föstudagur, 22. september 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
September 2023
SMÞMFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 14:10 N 6 3°C
Laxárdalsh. 14:10 NA 4 4°C
Vatnsskarð 14:10 ANA 4 2°C
Þverárfjall 14:10 NNA 5 2°C
Kjalarnes 14:10 103.0 8 8°C
Hafnarfjall 14:10 NNA 4 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
57. þáttur. Eftir Jón Torfason
10. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
09. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson, varaþingmanns Flokks fólksins í NV-kjördæmi
04. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Ólafur Bernódusson sagði hópnum frá byggðinni í Kálfshamarsvík
Ólafur Bernódusson sagði hópnum frá byggðinni í Kálfshamarsvík
Magnús Ólafsson sagði meðal annars frá aftökunni á Þrístöpum
Magnús Ólafsson sagði meðal annars frá aftökunni á Þrístöpum
Dagný Sigmarsdóttir sagði frá Þórdísi spákonu
Dagný Sigmarsdóttir sagði frá Þórdísi spákonu
Björn Magnússon sagði frá sögu Þingeyrakirkju
Björn Magnússon sagði frá sögu Þingeyrakirkju
Hópurinn að njóta matar á Hótel Blönduós
Hópurinn að njóta matar á Hótel Blönduós
Langferðabíllinn og bílstjórinn Benedikt Blöndal
Langferðabíllinn og bílstjórinn Benedikt Blöndal
Pistlar | 13. september 2023 - kl. 09:29
Söguferð 7. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur

Á Norðurlandi vestra er safnastarf fjölbreytt og breiddin umtalsverð. Byggðasöfn, héraðsskjalasöfn og bókasöfn eru starfandi fyrir allt svæðið. Í landshlutanum er einnig að finna áhugaverð sérsöfn og margvíslega miðlun sem byggir á sögulegri, náttúrutengdri og menningarlegri sérstöðu.

Skýrslan „Samstarf og sóknarfæri safna á Norðurlandi vestra“ sem unnin var af Jóni Jónssyni og Eiríki Valdimarssyni hjá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu, var unnin að beiðni SSNV og kynnt fyrir starfsmönnum og forsvarsmönnum safna, sýninga og setra þann 16. september 2021.

Var gerð tillaga að stofnað yrði tímabundið tilraunaverkefni á árunum 2022-2024 til að efla samstarf safna á svæðinu með stuðningi frá Sóknaráætlun Norðurlands vestra eða Uppbyggingarsjóði. Var þetta kynnt á fundi með SSNV og tóku forsvarsmenn Héraðsskjalasafns Austur Húnavatnssýslu og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi að sér að sjá um verkefnið í Austur Húnavatnssýslu árið 2023 og fengu til liðsinnis Spákonuhof á Skagaströnd. Er þetta hugsað til þess að efla samvinnu, fólk hittist og kynnist starfsemi safnanna á svæðinu.

Þar sem að áhugi fyrir safnaþingum er oft ekki mikill þá var ákveðið að nálgast verkefnið frá annarri hlið og skipuleggja skoðunarferð með leiðsögn um sýsluna. Fenginn var langferðabíll og og hljómaði skipulögð dagskrá þannig:

Mætt var við Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu klukkan 8.50 og safnast saman í langferðabílinn sem að vísu var aðeins of stór (55 manna rúta) miðað við þátttöku. Hópurinn taldi um 19 manns með Benedikt Blöndal sem þurfti að stökkva inn í og gerast bílstjóri ferðarinnar en bíllinn sem samið hafði verið um var bilaður þegar til kom og allir bílstjórar hjá GN hópferðum voru annað hvort í göngum eða að leysa af í skólakeyrslu. En kom ekki að sök og farið var á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og þar tók á móti okkur Elín Sigurðardóttir forstöðumaður safnsins, gaf okkur kaffi og kleinur á meðan hún sagði frá starfsemi safnsins og sýningu Philippe Ricart sem þar er nú til sýnis í sumar. Var þarna stoppað í góðan klukkutíma og þaðan haldið að Þingeyrakirkju og þar tók á móti okkur formaður sóknarnefndar Björn Magnússon frá Hólabaki og sagði hann sögu kirkjunnar og þeirra muna sem þar eru, einnig sagði hann frá klaustursstofu og myndunum sem þar prýða veggi. Einnig frá uppgreftri sem unnið hefur verið að á vegum Þjóðminjasafns Íslands.

Lá leiðin þaðan til Þrístapa, þar sem Magnús Ólafsson sá um sögustund um aftöku þeirra Agnesar og Friðriks og málaferlanna sem leiddu til þess að Björn Blöndal sýslumaður ákvað þennan gjörning sem aftaka þótti vera. Í framhaldi þá var keyrt inn Vatnsdalinn að vestan og Magnús sagði frá ýmsu sem skeð hafði í fyrndinni, eins og þegar Vigdís og Ingimundur gamli áttu leið inn dalinn og hún krafðist þess að stöðvað yrði hjá hólunum, því þar eignaðist hún meybarn, Þórdísi sem lundurinn er nefndur eftir, sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur komið upp og Kristján í Vatnsdalshólum gaf land fyrir. Svo spunnust upp fleiri sögur á leið inn dalinn og voru þær bæði frá landnámstíma Ingimundar og hans manna og líka fram í nútíðina, allt eftir því hvað markvert hafði gerst og bændur þóttu eftirminnilegir. Farið var hringurinn og út að austan og bar svolítið á því að menn væru ekki alveg sammála um hvorum megin útsýnið væri betra en þoka var yfir og oft því sagt „þið verðið að koma hér aftur í góðu veðri og sjá það sem hér er“. Þannig að önnur ferð gæti orðið nauðsynleg, ja allavega fyrir þá hina sem ekki koma oft í dalinn.

Þegar síðan var komið að þjóðveginum aftur, þá var haldið áfram til Blönduóss og enn gat Magnús frætt farþega um eitt og annað sem fyrir augum bar. Komið var á Hótel Blönduós klukkan 13 þar sem beið okkar tvíréttuð máltíð, bæði matur og þjónusta alveg til fyrirmyndar. Enda veitti ekki af allir orðnir svangir eftir að hafa hlustað á fróðleik Magnúsar í marga klukkutíma, sem hann gerði með sóma enda vanur sögumaður.

Eftir matinn þá lét Magnús af störfum sem leiðsögumaður og Ólafur Bernódusson tók við þegar haldið var út á Skaga og ekið í gegnum Vindhælishrepp hinn forna. Sagði hann frá ýmsu sem fróðlegt þótti á leið okkar. Þegar til Kálfshamarsvíkur var komið, sagði Ólafur frá þeim bæjum og búskaparháttum sem þar tíðkuðust á meðan byggð hélst en talið er að um hundrað manns hafi búið þar, þegar flest var. Síðasti ábúandinn var talinn hafa farið þaðan um 1961 ef rétt er munað. Var rölt um og skoðuð öll bæjarstæðin sem sýnileg voru og leið tíminn í hlýju veðri og logni þó þokan væri svolítið heimakær í fjallshlíðunum þannig að enn átti við orðatiltækið „þið verðið að koma seinna og skoða þetta í betra veðri“.

Dregnar voru upp fljótandi veitingar og ferðalöngum boðið að dreypa á áður en haldið var til Skagastrandar í hof Þórdísar spákonu. Þar tóku á móti okkur þær Dagný Sigmarsdóttir og Sigrún Lárusdóttir, sögðu tvær þjóðsögur með tilþrifum og spáðu fyrir viðstöddum í rúnir. Eftir það voru kaffi, pönnukökur og annað bakkelsi. Var þetta hin mesta skemmtun og sagðist þeim vel frá með lifandi flutning á sögunum.

Komið var aftur á Blönduós að Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu klukkan 18.10 eftir afar velheppnaða ferð og skemmtilegan dag í góðum félagsskap safnafólks bæði frá Skagafirði og Húnaþingi vestra.

Þakkir eru færðar til leiðsögumanna og þeirra sem gerðu þennan dag mögulegan og skemmtilegan þó að þokan vildi vera með og byrgði stundum sýn. „Þið verðið bara að koma aftur seinna í betra veðri því margt býr í þokunni“.

Svala Runólfsdóttir, Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnsssýslu

Elín S. Sigurðardóttir, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Dagný Sigmarsdóttir, Spákonuhof á Skagaströnd.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið