Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:00 N 5 -8°C
Laxárdalsh. 01:00 A 5 -6°C
Vatnsskarð 01:00 A 1 -6°C
Þverárfjall 01:00 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:13 0 0°C
Hafnarfjall 01:00 VSV 2 -4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Sólsetur við Húnafjörð. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Sólsetur við Húnafjörð. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Pistlar | 22. október 2023 - kl. 16:25
Sögukorn úr Föðurtúnum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. „Þú getur nú verið með fallegt hár, væna mín, þótt það sé ekki eins fallegt og mitt.“ sagði gamla konan við yngismeyna.
    En sú aldraða rómaði einlægt sitt eigið hár og þótti ekkert jafnfagurt.
    Hér er vitnað til sögukorns að norðan.
    Munnleg heimild: Margrét Benediktsdóttir f. 10/10 1921

     
  2. „Nítján eru eftir þá náð hef ég þér!“ másaði pilturinn á hlaupum eftir tófunni.
    Hann hafði beðið sér stúlku sem leist ekki nógu vel á hann, en til að komast hjá því að hafna honum algjörlega, sagðist hún skyldi giftast honum ef hann gæti veitt 20 tófur, en hann varð að hlaupa þær uppi.
    Því tautaði piltur þessa klausu af mikilli þrautseigju þegar hann fór að elta tófuna, þá fyrstu og einu, en ekki varð sagan lengri.
    Munnleg heimild: Jósefína Þóranna Pálmadóttir f. 14/3 1887

     
  3. „Fögur er þessi ásjóna og verður það til dauðans.“ sagði Jakob Jón Árnason f.1842, þegar hann stóð fyrir framan spegil og strauk andlit sitt. Jakob Jón bjó með konu sinni í einum kofanum á Stóru-Giljá. Hann var bæklaður á fæti en verkmaður góður og upp með sér, einkum við vín. Föðurtún bls. 175
     
  4. „Ekki vildi ég vera karlmaður í Kálfshamarsvík!“ sagði prófessor Guðm. Hannesson í grein í blaðinu Ísafold um vegagerð Kvenfélags Kálfshamarsvíkur sem ruddi veg upp melana frá  víkinni og síðar birtist teiknuð mynd í Speglinum/skopblaði þar sem konurnar sópa burtu öllu sem fyrir verður í vegagerðinni og körlunum sínum líka.  Föðurtún bls. 25
     
  5. Um miðja 19. öld bjó í Háagerði Jón bóndi Jónsson f. 1798, búþegn góður og lagvirkur, heldur skjótlegur og vel viti borinn. Hann átti margar myndarlegar dætur og er um þær þessi vísa:
     
  6. Að Háagerði helst ég vildi stýra
    gjarðafleyi því að þar
    þykjar meyjar fegurstar. Úr Föðurtúnum bls. 35

     
  7. Ein Háagerðissystra var Björg Jónsdóttir f. 1844, móðir Halldóru Bjarnadóttur skólastjóra, kvenfélagastofnanda og ritstjóra Hlínar, sem fædd var 1873, en lést á Blönduósi 1981, 108 ára og þá elst Íslendinga.
     
  8. Beint vestur af Spákonufellsborg rís klettahöfði við sjó fram. Það er Spákonufellshöfði. Sunnan við hann er lítil stuðlabergseyja, en gegnt henni í suðaustri gengur valllendisnes út í sjóinn. Það er Hólanes. Föðurtún bls. 36
     
  9. Á Ytri-Ey bjó Arnór Árnason sýslumaður og kammerráð á árunum 1847-59, einkennilegur maður og flumósa, sem ýmsar skrýtnar sagnir lifa um. Hann hafði ráðsmann þann, er Hjalti hét, bróður Bergs Thorbergs landshöfðingja. Sýslumaður fylgdist sjálfur lítt með búskapnum og vísaði jafnan til Hjalta síns. Það kom fyrir, er hann var spurður um, hve margar kýr hann hefði í fjósi eða hvað smalamaður hans héti, að hann svaraði þessu einu: „Hann Hjalti minn veit það,“ kallaði síðan í ráðsmanninn og spurði: „Hjalti minn, Hjalti minn! Hvað heitir helvítis smalinn okkar núna, Hjalti minn?“
     
  10. Arnór reisti á Ey timburhús, sem síðan var stækkað, er jörðin var keypt undir Kvennaskóla Húnvetninga, sem starfaði þar 1882-1901 en var síðan fluttur að Blönduósi. Föðurtún bls. 51
     
  11. Arnór sýslumaður á Ytri-Ey keypti Gunnsteinsstaði og gaf þá Sigríði systur sinni, sem verið hafði ráðskona hans, en hvorugt þeirra giftist. Hún bjó alllengi á þessari eignarjörð sinni og var alltaf kölluð jómfrúin á Gunnsteinsstöðum.
    Eftir hana eignaðist jörðina Pétur Pétursson búfræðingur f. 1850. Föðurtún bls. 86 

     
  12. Sveitinni í Langadal lýsir Páll Kolka svo í héraðsritinu Föðurtúnum:
    Eigi heitir nú Langidalur nema austan með Blöndu frá mótum hennar og Svartár til þess er hún beygir þvert á leið sinni til sjávar. Á söguöld hefur dalurinn verið talinn ná alla leið að sjó fram niður á milli Blönduósbrekkna, því að í fornsögum er talað um Blönduós í Langadal. Þótt dalur þessi hafi verið sneyddur þeim sjálfsagða rétti að teljast báðum megin árinnar, þá er þetta merkileg sveit og ekki alllítil, því að hún er 25 km á lengd og hefur að geyma ýmsar góðjarðir og þekkta sögustaði. Og ekki hefur dalurinn þótt því mjög skammur skáldinu, sem orti þessa alþekktu vísu:

     
  13. Ætti ég ekki vífaval
    von á þínum fundum
    leiðin eftir Langadal
    löng mér þætti stundum.

    Ysti bær í Langadal er Breiðavað … Föðurtún bls. 68

     
  14. Á Breiðavaði bjó Einar Árnason f. 1840, systursonur Bólu-Einars, en faðir Breiðavaðsbræðra, er þar bjuggu síðan um tvo áratugi og allir ókvæntir. Einar, sem var tengdasonur Kristófers í Enni, var gleðimaður og nokkuð ölkær og var því kveðin um hann þessi vísa:
     
  15. Þegar leið um landið á
    laufameiður glaði
    ekki sneiðir Ósnum hjá
    Einar á Breiðavaði. Föðurtún bls. 70

     
  16. Margt manna er komið af Hraknings-Erlendi á Holtastöðum f.1749, svo sem Erlendur í Tungunesi f.1820, Sigurður skólameistari MA Ak. Guðmundsson f.1878, Jón alþingisforseti á Akri Pálmason, Jón alþingismaður í Stóradal Jónsson, Jón Leifs tónskáld og Kaldalsbræður.
     
  17. Jón söðlasmiður á Neðstabæ keypti 1863 Holtastaðaeignina með tilheyrandi jörðum: Hvammi, Kirkjuskarði, Hamrakoti, Litla-Búrfelli, Kúskerpi og Kagaðarhóli, Sumar þessara jarða höfðu verið eign Holtastaðakirkju frá ómunatíð, en hún var bændakirkja fram á síðustu ár, er Jónatan bóndi gaf söfnuðinum hana. Jón söðli bjó um 10 ár á Holtastöðum en flutti síðan að Kagaðarhóli en Stefán Stephensen bróðir Magnúsar landshöfðingja bjó þá á Holtastöðum um hríð. Föðurtún bls. 80
     
  18. Jón söðlasmiður Guðmundsson frá Neðstabæ bóndi á Holtastöðum og Kagaðarhóli
    Guðrún Jónsdóttir Kagaðarhóli f. 1852 gift Stefáni Jónssyni málari frá Syðstahvammi
    Jón Stefánsson Kagaðarhóli f. 1888
    Stefán Ásberg Jónsson ritstjóri Kagaðarhóli f.1930

     
  19. Jón söðlasmiður Guðmundsson frá Neðstabæ bóndi á Holtastöðum og Kagaðarhóli
    Kristín Jónsdóttir Holtastöðum f. 1847 gift Jósafat Jónatansson frá Kolþernumýri 
    Jónatan Jósafatsson Líndal Holtastöðum
    Holti Líndal Holtastöðum

     
  20. Guðmundur í Lönguhlíð í Eyjafirði, faðir Jóns söðla, þótti laginn við að venja óþekka hesta og þrjóska stráka. Eitt sinn var komið til hans meinstöðum hesti. Guðmundur lét teyma hann í hlað og leggja á hann árla morguns, settist síðan á bak, en klárinn fór ekki úr sporunum. Guðmundur lét þetta ekki á sig fá, en sat hinn rólegasti á hestbaki, át þar árbít sinn, er mál var til komið og beið svo fram til hádegis án þess að fara af baki. Þá lét klárinn undan og var ekki staður upp frá því. Þeim Jónatan Líndal og Jóni Stefánssyni á Kagaðarhóli, systrungi hans, þykir kippa nokkuð í kynið til Guðmundar langafa síns með það að sitja fastir við sinn keip, ef svo bar undir. Föðurtún bls. 80
     
  21. Óvíða sér maður fegurri liti en þegar síðdegissól skin á norðurhluta Langadalsfjalls seinni hluta sumars. Hlíðarnar eru dökkgrænar langt upp eftir fjalli, með fjólubláa rinda, er ofar dregur og ljósfagurgræn dýjadrög sums staðar milli þeirra. Fjallshlíðin verður eins og flosvefnaður, einkum eftir úrkomur. Föðurtún bls. 91

Heimildir og ítarefni:
Föðurtún eftir Pál Kolka héraðslækni. Rv. 1950
Héraðshælið í byggingu, mynd: https://atom.hunabyggd.is/index.php/image-12-18
Sögusýning í Kvennaskólanum 2005: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=855
Jósafat á Holtastöðum: https://timarit.is/files/69446788
Ritnefnd Húnavöku: Minning Stefáns ritstjóra á Kagaðarhóli:  https://timarit.is/files/44897924 og https://timarit.is/files/44897934
Jónatan J. Líndal minningagrein eftir sr. Gunnar Árnason: https://timarit.is/page/6344851#page/n123/mode/2up

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið