Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:10 N 4 -8°C
Laxárdalsh. 01:10 A 4 -7°C
Vatnsskarð 01:10 ASA 3 -5°C
Þverárfjall 01:10 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:27 0 0°C
Hafnarfjall 01:10 VSV 2 -5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Úr Selárdal. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Úr Selárdal. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Pistlar | 30. október 2023 - kl. 11:22
Sögukorn - Ráð Samúels í Selárdal
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Fjarskalega var gott að áfanganum var náð – þ.e. gagnfræðaprófinu.
    Kvöldið eftir síðasta próf hjólaði ég á lánshjóli langt fram í Eyjafjörð, glaður og upphafinn í bjartri vornóttinni. Eyjafjörður skartaði fegurð sinni um lágnættið. Ég hafði tekið ástfóstri við héraðið og var ákveðinn í að setjast í fjórða bekk máladeildar/MA að hausti. SE

     
  2. Sigurjón Einarsson 1928-2021 var lengstan hluta starfsævinnar prestur á Kirkjubæjarklaustri og löngum kenndur við þann stað. Hann ólst hins vegar upp í Ketildölum í Arnarfirði þar sem mannlífið var sérstakt og lífsbaráttan hörð.
     
  3. Undir hamrastáli dregur upp svipmiklar myndir af minnisstæðum persónum og mannlífi sem nú heyrir um margt sögunni til er er órjúfanlegur hluti af sögu þjóðarinnar. Úr bókarkynningu á kápu.
     
  4. Í sumar ókum við út Ketildali, þ.e. sunnan hins breiða og djúpa, Arnarfjarðar, hópur Húnvetninga, skoðuðum Selárdal í blíðuveðri og sólskini rétt eins og við værum á rómaðri sandströnd í suðurlöndum.
     
  5. Við gistum í Flókalundi, nutum fararstjórnar Magnúsar Ólafssonar sem stýrði för í samráði við formann félagsins, Ásgerði á Geitaskarði. Ánægður hópur sneri heim á þriðja degi, en aðaldaginn ókum við vestur um Hornatær, um Bíldudal, Ketildali, Tálknafjörð, Patreksfjörð og þaðan inn að Flókalundi. Úlfar Thoroddsen var leiðsögumaður okkar þennan dag, fróður og vel máli farinn.
     
  6. Mættum við fá meira að heyra hljómar stundum fyrir eyrum eftir vel lukkaða ferð.
     
  7. Og það varð, á heimleið af Heimistónleikum, afmælistónleikum Óskars í Hörpu, þ.e. morguninn eftir, á öðrum vetrardegi 291923, renndi ég við hjá góðum vini, Guðmundi Svövusyni, sem býr í nálægð Rauðhólanna og hjólkoppasalans – en hann rétti mér að skilnaði bókina sr. Sigurjóns, sem ég tíni fáeinar fjaðrir úr mér til eftirlætis og kannski einhverjum fleiri.
     
  8. Við völdum okkur þurra þúfu, settumst hlið við hlið, borðuðum eggin og drukkum mjólkina. Satt best að segja þóttu mér egg einhver besti matur sem ég fékk.
    Sumarið ríkti í dalnum. Í logni þess heyrðist ekkert hljóð utan niður árinnar og söngur fuglanna. Við töluðum saman eins og jafningjar, gerðum áætlanir um hvað hann þyrfti mikinn mó til vetrarins, gegnum svo upp í hvamminn og gættum að hvort grænjaxlarnir væru farnir að stækka. Við gáðum að bröndum í læknum og horfðum á steindepilinn sem skellti í góm á steininum en var svo óðara floginn.
    Svo tókum við saman dótið sem ég hafði komið með. Kristófer batt það á bak mér og við kvöddumst með kossum og bönkuðum á herðar og bak hvor öðrum.
    Að svo búnu hvarf hann niður í mógröfina en ég hoppaði yfir mýrina, þúfu af þúfu með eggjabragð í munninum og sumarið allt um kring.

     
  9. Sú saga var á allra vörum í Ketildölum um Reinald að þegar hann var á höttunum eftir konuefni hafi honum fundist fátt um flestar stúlkur. En í Hnífsdal sá hann eitt sinn hvar stúlka þvoði úr sokkaplöggum úti í læk. Handtök hennar við kepp og sokka á steini lækjarins kalda voru slík að hann bað hennar og fékk hennar skömmu síðar.
     
  10. Þegar þau Reinald og Anika settu upp trúlofunarhringana var Símon Dalaskáld viðstaddur og kastaði fram nokkrum vísum. Þessi var sú fyrsta:

    Í blómgarði æskunnar
    í sem feginn keppti
    fljótt Reinaldur frægðarsnar
    fagra meyju hreppti.

     
  11. Anika þótti nokkuð stórskorin en var greind kona, hagyrðingur góður og stálminnug:

    Að þér hallist heppnin mörg
    um höfrungsvallar grundir
    þessi afla – blessuð – björg
    blómgist allar stundir.
    Þannig orti Anika til manns síns og báts hans.

     
  12. Bókarhöfundur, sr. Sigurjón skrifar enn:
    Á síðustu árum mínum í Arnarfirði settist að við ströndina í Selárdal maður sem um sumt minnti á þá Magnús Sveinsson og Reinald þótt annarrar gerðar væri. Þessi maður var Samúel Jónsson. Harka hans við sjálfan sig og harðfylgið sem bauð öllu birginn þegar stefnt var að settu marki, voru eins hjá þeim öllum. Munurinn á þessum þrem mönnum var hins vegar sá að þeir Magnús og Reinald kunnu allvel að fara fyrir liði en Samúel var listrænn einfari.
    Hann fæddist á Horni í Mosdal í Arnafirði, sonur giftra vinnuhjúa þar. Á ómálga aldri barst hann yfir í Selárdal og var í nokkur á hjá Jóni Ólafssyni á Neðrabæ. Innan við tíu ára aldur var hann kominn á prestsetrið í dalnum, til séra Lárusar Benediktssonar og ólst þar upp. Sjálfur komst Samúel reyndar svo að orði að hann hefði ekki alist þar upp, heldur „kvalist þar upp". Um 1910 var Samúel farinn að hokra á koti einu í Selárdal sem nefnt var Fossá og var móðir hans, Guðríður Guðmundsdóttir, þá fyrir framan hjá honum.
    Seinna bjó hann um skeið á Neðri-Uppsölum í Selárdal með ráðskonu sinni en þaðan fluttust þau 1927 að Krossadal, ysta bæ við norðanverðan Tálknafjörð. Þar bjó Samúel í tuttugu ár en kom aftur í Selárdal árið 1947 og settist þá að í Brautarholti.

     
  13. Samúel fór snemma að mála myndir og fást við tréskurð. Sú saga var alkunn í Ketildölum að þegar hann fyrrum var í Selárdal hefði hann aldamótaárið 1900 smíðað litlar líkkistur og raðað þeim upp á hillunni fyrir ofan rúm sitt. Séra Lárus komst að þessu og tók kisturnar og brenndi þær en slíkt féll unga listamanninum afar þungt. Síðar þótti þessi smíði fyrirboði um mannskaðaveðrið sem þetta haust skall á í Arnarfirði.
    Þegar Samúel var í Krossadal var hann þegar farinn að skera út kistla og mála myndir fyrir fólk. Við þann starfa undi hann allar stundir en sveitungunum þótti hann búskussi og jafnvel vinnufælinn.

     
  14. Þegar hann var kominn að Brautarholti og farinn að njóta ellistyrksins taldi hann sér alla vegi færa á braut listarinnar og gat loks gefið þessari gáfu sinni lausan taum. Þar kom að hann málaði altaristöflu og vildi gefa kirkjunni í Selárdal en sóknarnefndin hafnaði gjöfinni. Samúel greip þá til sinna ráða og tók að reisa kirkju í Brautarholti, sína eigin kirkju yfir altaristöfluna. Kirkjunni kom hann upp og setti á turninn laukspíru sem minnir á hina gullnu turna austurkirkjunnar og ættaðir eru frá Býzanz.
     
  15. Auk kirkjunnar reisti Samúel safnahús rétt hjá henni og byggði við íbúðarhúsið. Eitt sérkennilegasta listaverk hans er eftirlíking af ljónagosbrunninum við Alhambrahöllina í borginni Granada á Spáni. Þetta furðuverk, sem stendur á sjávargrundinni í nánd við kirkjuna, mun Samúel hafa gert eftir ljósmynd frá Alhambra er hann sá í bók um Spán úr bókaflokknum Lönd og lýðir.
     
  16. Öll eru þessi mannvirki Samúels byggð úr steinsteypu og nær alltaf stóð hann einn að verki – vildi enga hjálp þiggja. Verkin eru því byggð með hans eigin höndum, án þeirra tækja og tóla sem nú eru í boði. Verkfæri þessa meistara voru aðeins sporjárn, hnífur og hefill, hamar og sög, fata og skófla. Allan sand og alla möl í steypuna bar hann á eigin herðum úr fjörunni upp á grundina. Hann vildi aldrei þiggja hest og kerru sem bóndinn í Selárdal, Ragnar Kristófersson bauðst til að lána honum. Og margan dag var kapp öldungsins slíkt við byggingar og sköpun að hann unni sér hvorki svefns né matar.
     
  17. Eitt verka Samúels var líkan af Péturskirkjunni í Róm, gert úr tré og stóð það lengi í safnahúsi hans í Brautarholti. Nú hafa verk Samúels lengi legið undir skemmdum en á allra síðustu árum(2006) hefur þó verið hafist handa að bjarga ljónabrunninum og kirkjunni – þökk sé Ólafi Gíslasyni, bónda á Neðribæ, sem hefur verið allra manna ötulastur að vekja áhuga á þessum sérstæða listamanni og heiðra minningu hans.
     
  18. Með móður minni og Samúel var mjög kært og hún óspör á að bregða fyrir hann skildi þegar sveitungarnir voru að hæða hann og spotta. Þessa vináttu galt hann henni þegar hann færði henni málverk sitt af Sauðlauksdal og hafði einnig smíðað rammann.
     
  19. Ég minnist þess eitt sinn er Samúel hélt sýningu hér syðra fór ég með foreldrum mínum á hana og var okkur vel fagnað. „Koma margir til að skoða?" spurði mamma. „Homm, sei, sei" en það var talsháttur hans væri honum mikið niðri fyrir – homm, sei, sei, Kjarval kom í gær. Hann spurði mig hvað þessi mynd kostaði og benti á landslagsmynd á veggnum. „Hún væri dýr, væri hún eftir þig," sagði ég. „Þá hló Kjarval, fannst þetta víst gott svar og hélt áfram að svipast um í salnum."
    SE: Undir hamrastáli, textinn mest af bls. 118-120

Heimild og ítarefni:
Sigurjón Einarsson: Undir hamrastáli Rv. 2006
Samúel í Selárdal: https://samuelssafn.is/
Selárdalur/Wikipedia: https://is.wikipedia.org/wiki/Sel%C3%A1rdalur
Skáldið sr. Jón Þorláksson fæddist í Selárdal: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18071
og https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17230

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið