Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:38 0 0°C
Laxárdalsh. 04:38 0 0°C
Vatnsskarð 04:38 0 0°C
Þverárfjall 04:38 0 0°C
Kjalarnes 04:38 0 0°C
Hafnarfjall 04:38 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Vegalagning á Auðkúluheiði. Mynd: HAH / Björn Bergmann
Vegalagning á Auðkúluheiði. Mynd: HAH / Björn Bergmann
Pistlar | 02. janúar 2024 - kl. 16:21
Stökuspjall: Í nánd við heiðina
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Haustvísu og lóu kvað Hjálmar á Hofi:

Hljóðin dóu, hjartakær,
hörpu sló hún snjalla,
kvaddi lóan litla í gær,
leiti, móa og hjalla.

Önnur haustvísa frá nútímakonu:

Daggarinnar dofnar glit,
dvínar blámi á lænu,
farin eru að láta lit
laufin sumargrænu. Sigrún Haraldsdóttir

Guðmundur fjallabílstjóri frá Múla á Línakradal vildi kalla Löðmund glæsifjall nokkurt í Kerlingarfjöllum, en flestir nefna Loðmund, Pálmi Hannesson og Steindór Steindórsson skemmtu sér við að festa öið í vísu:

Löðmundur er listafjall
lýðir mega það sanna,
hár og digur kórónukarl
konungur fjall- allanna

Annar fjallkóngur ríkir við Eyjafjörð. Jón í Seli orti:

Væna skafla vetur bjó
vítt um lendur jarðar.
Lít ég Kaldbak krýndan snjó
konung Eyjafjarðar. Jón Gissurarson

Hallgrímur kennari frá Fremri-Kotum orti um sól og heiði:

Bleikri slikju slær um fjöll
slétta, vik og hólar
sýnast kvika undir öll
aftanbliki sólar.

Hún á greiðum himinvæng
heldur leiðar sinnar.
Yfir breiðir blakka sæng
bungu heiðarinnar.

Stundum fá stökukarlar pósta og nú hæfir að ljúka þessu stökuspjalli með nýjum pósti sem ýtti við mér að safna þessum fjalla- og heiðavísum til stökuspjalls. Pósturinn var frá Steingrími Þormóðssyni afkomanda annars Steingríms, sem einnig bjó á Blönduósi og lagði bæði vegi og stuðla í ný ljóð eins og þeir frændur fleiri. Bréfið birtist hér að neðan og er í leiðinni gluggi að starfi og vorverkum vegamanna.

Hlýjar minningar á ég/IHJ frá Jónasi veghefilsstjóra, sérstaklega er mér minnisstætt augnablik þegar hann var að hefla veginn gegnum Æsustaðatúnið og við Ártúnamenn í sömu andrá að hjálpa presti í fjárragi að hausti, dilkur hafði sloppið og hljóp til móts við hefilinn en festi sig í girðingunni en þá hljóp Jónas út úr þessu risatæki til að hafa hönd á lambinu og dró það til okkar sem vorum að reka safnið inn í réttina sunnan við bæinn.

Sumt situr í minni – og hér birtist svo bréfið:

 1. Uppi á Auðkúluheiði,
  áttu þér Jónas skjól.
  Fjarri þrautum og þrasi
  þitt er Galtaból.

   
 2. Í friðsælu fram á heiði,
  fegurðin er í bland.
  Fiskur fólginn í vatni.
  Flaska grafin í sand.

   
 3. Og þó að sumar syrti,
  er sagginn á oss hrín
  aftur kemur Óli í Dal
  að drekka brennivín.

   
 4. Og þó ei flaskan fyndist,
  fannstu leiðina,
  Þú fannst nánd við náttúruna.
  Nánd við heiðina.

Skýringar: Vísur þessar voru ortar um 1973-74, er ég ásamt föður mínum heimsótti Jónas í kofa sem hann hafði reist við Galtaból á Auðkúluheiði og dvaldi þar á sumrin, en kofinn var vel innréttaður og þægilegur. Er við komum til Jónasar var þar staddur Ólafur í Forsæludal (Óli í Dal), en vegslóði lá frá Forsæludal upp á Auðkúluheið nálægt Galtabóli. Mun Ólafur oft hafa komið til Jónasar. Var Óli með landa sem hann hafði bruggað, kallaði brennivín og bragðaðist vel.

Tilurð þess að Jónas reisti kofann við Galtaból, held ég að hafi verið, að snemmsumars hvert ár gerðu vegagerðarmenn á Blönduósi við veginn úr Blöndudal á Hveravelli og upp í Kerlingafjöll. Var þar Jónas fremstur í flokki á vegheflinum. Allur vegurinn var heflaður og við strákarnir gengum á eftir og tókum stóra steina úr vegnum. Einnig var gert við vöðin á ánum og í þau borin gróf möl.

Fyrsti áfangastaðurinn var alltaf við Galtaból, þar sem var tjaldað og síðan lögð net og veitt í matinn. Oft var dregin upp flaska til hressingar. Næsta dag eða þar næst var gist á Hveravöllum. Einhverju sinni, er farið var frá Galtabóli að Hveravöllum, mun Jónas hafa grafið flösku, með dýrindis veig í sandinn í fjörunni við Galtaból og síðan átti að grafa flöskuna upp á bakaleiðinni, er gist yrði við Galtaból. Flaskan fannst hins vegar aldrei og leituðum við oft að flöskunni með Jónasi. Einnig í næstu ferðum sem farnar voru. Er Jónas reisti kofann við Galtaból og dvaldi þar á sumrin var sagt að hann væri að leita að þessari flösku. Gæfist ekki upp.

Skráð 1. jan ´24 Steingrímur Þormóðsson

Ljúkum spjalli með vísu Steingríms Davíðssonar:

Hveravellir geyma glóð
sem guði er vígð og mönnum kær.
Upp á á hárri Húnaslóð
hjarta landsins undir slær.

Vegamenn á Kúluheiði - talið frá vinstri:

Jónas Vermundsson, veghefilsstjóri, Blönduósi
Jóhannes Haraldsson, veghefilsstjóri, Sólvöllum í Vallhólmi
Steingrímur Þormóðsson, Blönduósi
Björn Daníelsson, skólastjóri, Sauðárkróki
Jón Guðmundsson, Blönduósi
Ástmar Ingvarsson, bílstjóri, Skagaströnd
Þórður Eyjólfsson, bílstjóri, Stóra-Gerði, Skagafirði
Þormóður Pétursson, vegavinnuverkstjóri, Blönduósi

Sjá krækju í ítarefni.

Ítarefni:
Steingrímur Davíðsson Blönduósi: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16259
Hallgrímur Jónasson: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15642
Löðmundur: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/visur.php?VID=26010
Vegamenn á Kúluheiði: https://atom.hunabyggd.is/index.php/vegagerdin

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið