Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:25 0 0°C
Laxárdalsh. 05:25 0 0°C
Vatnsskarð 05:25 0 0°C
Þverárfjall 05:25 0 0°C
Kjalarnes 05:25 0 0°C
Hafnarfjall 05:25 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Mynd: saudfjarsetur.is
Mynd: saudfjarsetur.is
Pistlar | 08. janúar 2024 - kl. 15:25
Sögukorn: Korn í brauð
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Hvaaaaa, einhver leiðindi þar, einhver leiðindi milli ÞEIRRA, nei best að blanda sér ekki í það!
   
 2. Eðlileg viðbrögð?
  Jú, ef við erum að gefast upp á því sem heitir eða við höfum kallað menningu í heimabyggð, sveitamenning, dalamenning, strandamenning.
  Til að veita þeirri menningu skjól lögðu ömmur okkar og afar fram skerf, mæður og feður, einhleypu karlarnir í dalnum og hver sem eitthverju átti að miðla, tók þátt í og Jónas frændi fylgdist með út um austurgluggann á vinnuherberginu sínu hvað steypudagurinn hjá bræðrum hans náði langt inn í síðsumarnóttina.
  Þar var Húnaver að rísa, í s. s. 3 km fjarlægð.
  Við Elli strætóbílstjóri mösuðum um Sævang og vígsluhátíðina þar 1957, þá var hann sumarstrákur við fjörðinn, líklega hét þar í Þorpum og hann fór auðvitað með fólkinu þaðan til veislu á þessum hátíðardegi. Akureyrarstrákurinn.

   
 3. Höfum við kannski gefist upp nú þegar, þó við viljum ekki viðurkenna það fyrir okkur sjálfum? Helst viljum ekki selja húsin undir ferðaþjónustu eða til annarra nota, en þá kemur reyndar nýi eigandinn til að sjá um rekstur og viðhald. Þessi hús voru reist af sjálfboðaliðum, með styrk frá félagsheimilasjóði, þar var dálítil gulrót. Sigmar á Brandsstöðum ók um sveitina að safna loforðum og gekk vel. Húnaver varð glæsihús, reist af stórhug, vígt 7.7.57. Ýmsir öflugir liðsmenn hafa þar síðan komið til, nefni Jónas í Blöndudalshólum sem var sérlega úrræðagóður og þrautseigur verkstjóri þegar þurfti að endurnýja og brjóta niður litla klefa, auka rými eða bæta við einangrun yfir stóra salnum. Kannski var hann oftast verkstjóri yfir einum manni, jú átti kannski frænda á öðrum bæ, en venjulega eru ekki margir í framboði að vinna fyrir þetta sameiginlega.
  Húsið okkar.
  Það kostar vökur að eiga stór hús og þarf veltu til að reka þau.

   
 4. En ætli við höfum ekki fylgst betur með systurhúsinu handan flóans úr því við áttum sjálf höll á dalamótum, undir Botnastaðabrekkunum, horfði þar við háu fjalli, hlýddi á niðinn í Hlíðaránni og kankaðist á við svartbrýnt og háleitt Skeggstaðafjall.
   
 5. Og það er skemmtilegt að skapa! 
  Þó erfitt hafi verið að bæta byggingu á félagsheimili við hvunndagsstörfin og hugsanlega nýbyggingar á heimabænum.
  En við getum farið og spurt skáldin, listamennina og alvöru frumkvöðla. Þessa sem stofna safn, setja upp Náttúrubarnaskóla, hafa hug!
  Já, hafa hug.
  Það er skemmtilegt að skapa.

   
 6. Gervimennin finnum við víða, þessa fótgönguliðar Ráms riddara sem vaða víða fram, hafa hátt, reyna að setja á sig frumkvöðulslíki, þykjast þekkja til alls, kunna á tölur og reikningshald, þykjast búa yfir frumkvæði, sem snýst þó býsna oft um að heimta stórútgerð, stórvirkjun eða áþekka framkvæmd.
   
 7. Hvaða frumkvæði er það?
   
 8. Strandamenn eignuðust glæsilega frambjóðendur fyrir 20 árum þegar ung hjón keyptu og fluttu að Kirkjubóli og stofnuðu síðan Sauðfjársetrið, tóku að sér hagyrðingamótið 2002, hrútaþukl og hvað það allt heitir. En eitthvað var það sem truflaði suma nágrannana í að fylkja sér um nýju sveitungana.
  Kannski þessa árátta svarta kisa að reka löppina í allt?
  Hahaha!
  Hvað þurfti svo marga álasara til að gera þeim lífið leitt?
  Hva!!! Segjum við í einum kór og fylkjum okkur snarlega, það eru einhver leiðindi á milli þeirra, látum það ekki snerta okkur.
  Og þó ....
  Þarna birtist spurningin um að lofa fólki að njóta sín og þess sem það hefur gert.
  Fyrir samtíð og framtíð.
  Og gert af stórhug og snilld.
  Þar sjáum við menningu, sem byggir upp, býður heim og býður aðra velkomna.

   
 9. Við eigum mjög fáa frambjóðendur af þessu tagi, með hæfileika og hug til verka og harla ólíklegt er, að margir haldi áfram vegferð sinni þegar upplýsist hvernig brugðist er við í Strandabyggð.
   
 10. Og þetta snertir okkur hvar sem við búum, hlýtur að snerta okkur ætti ég frekar að segja. Við erum mörg svo upptekin af því að sitja í hniprinu, láta ekki haggast, taka ekki þátt í leiðindum.
   
 11. Er kúgari einhvers staðar í dreifðum byggðum okkar? Kannski líka í borginni, einhver árátta að hafa annan undir hælnum. Kúgarinn segir kannski fátt, þumbast við, segir af og til hva .... Svo gerist ekki neitt!
  Jú kannski kemur fiskeldisfyrirtæki með hrúgu af peningum. Hvað segjum við þá?

   
 12. Á Patreksfirði ólst upp skáldið Jón úr Vör. Hann orti:

  Stillt vakir ljósið
  í stjakans hvítu hönd
  milt og hljótt fer sól
  yfir myrkvuð lönd.

  Ei með orðaflaumi
  mun eyðast heimsins nauð.
  Kyrrt og rótt í jörðu
  vex korn í brauð.

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið