Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:34 0 0°C
Laxárdalsh. 03:34 0 0°C
Vatnsskarð 03:34 0 0°C
Þverárfjall 03:34 0 0°C
Kjalarnes 03:34 0 0°C
Hafnarfjall 03:34 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Læknishjónin Páll Kolka og Guðbjörg með 2 barnabörn. Mynd: HAH/Björn Bermann
Læknishjónin Páll Kolka og Guðbjörg með 2 barnabörn. Mynd: HAH/Björn Bermann
Pistlar | 18. janúar 2024 - kl. 15:10
Sögukorn: Hljómaði sál mín
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Hljómaði sál mín af ófæddum ljóðum og lögum segir Páll Kolka í kvæði sínu Á Holtavörðuheiði, en ljóð hans og ævistarf verða fundarefni í Ljóðhúsum í Mjódd nk. fimmtudag 25. jan. kl. 14.
Safnaðarheimili Breiðholtskirkju verður samkomustaður okkar þar sem Páll Valdimar Kolka umhverfissérfræðingur hjá Vegagerðinni mun velja og lesa ljóð langafa síns og nafna, Ingibjörg Kolka rifjar upp minningar af ömmu sinni og afa á Blönduósi, en frændi þeirra, Jón Torfason sagnfræðingur, mun lesa úr heilbrigðisskýrslum, sem Páll sendi til landlæknis eftir að hann varð héraðslæknir Austur-Húnvetninga 1934.

2. Sögukorn þau sem hér hafa verið tínd saman eru úr bók Páls frá 1964: Úr myndabók læknis. Þar er meðal kaflaheita:
Skólaár, Staðgengill á Ströndum, Spænska veikin, Mr. Rambusch, Gisting að Guttormi, Loftur Guðmundsson, Haraldur Viggó Björnsson, Síra Friðrik Friðriksson, Spítalamál, Völuspá, Noregsferð, Búnaðarbálkur, Unglingavandamálið, Veröldin og vísindin, Upphaf læknastéttar, Íslensk matarmenning, Álfaslóðir, Skógur og menning, Ávarp til Vestur-Íslendinga, Aðventa, Vil og Dul o.fl.

3. „Áður en fyrsta vikan mín var liðin, hafði ég – 13 ára – lent í hörkuslagsmálum við einn jafnaldra minn í Þingholtsstræti án þess að skeytt væri vandlega um alþjóðareglur hnefaleikamanna og át þar hvor sitt."

4. Páll Kolka byrjar þátt sinn, Skólaár í bókinni Úr myndabók læknis á því að rifja upp komu sína til náms í Reykjavík, ferjaður í land af Steindóri, síðar bílakóngi – á bátkænu enda bílar ókomnir, en þá var Páll aðeins 13 ára, rauðhærður, freknóttur og sennilega eitthvað álappalegur að eigin sögn, „a. m. k. sáu götustrákarnir hér í Reykjavík það fljótt að þarna væri sveitastrákur sem ekki veitti af að kenna mannasiði."

5. Þetta var árið 1908, kosningabaráttan um sambandslagafrumvarpið á fullu og 13 ára strákur nýkominn norðan af Kolkumýrum til frænda síns, Guðmundar landlæknis og frambjóðanda, lendir í hringiðunni, þeirri hörðustu kannski.

6. Eg reika um strönd, er bylgjan ber á land
sín brot af kóral, perlu úr djúpsins ál.
Þó skolast oftar skeljabrot á sand
margt skin, sem hug minn seiddi, reyndist tál.
En allt mitt líf þá verð eg þó að vinna
úr viðfangsefni því, sem hér má finna
því þetta haf, það er – mín eigin sál.
 PK/Ströndin

7. Hann varð stúdent árið 1913 og lauk svo læknisprófi frá Háskóla Íslands 1920.
Páll stundaði framhaldsnám erlendis bæði í Evrópulöndum og Bandaríkjunum og stundaði almennar lækningar í Vestmannaeyjum frá 1920 til 1934 og jafnframt sjúkrahúslæknir þar 1930 til 1934. 

8. Páll var skipaður héraðslæknir á Blönduósi árið 1934 og gegndi því embætti til ársloka 1959. Hann sat sem fulltrúi Íslands á alþjóðaráðstefnum lækna og ýmsum læknaþingum og ráðstefnum. Páll tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Hann átti sæti í bæjarstjórn í Eyjum 1926 til 1934 og var forseti bæjarstjórnar 1930 til 1934. Sjá Heimaslóð – krækju neðar.

9. Yndislega yrkir Páll um Holtavörðuheiðina, hefur oft átt leið um hana, segir frá ferð sinni yfir hana þegar hann fer norður á Hólmavík að leysa af Magnús Pétursson, lækni og þingmann Strandamanna, Gunnsteinsstaðamann einnig, en Magnús læknir hafði verið kosinn á þing og þurfti því afleysingu. Tekur Páll þá við þremur hestum læknisins í Borgarnesi og rekur sig leiðina norður, með tilvísanir á ýmsa bæi sem Magnús hafði búið undir að leiðbeina unga læknanemanum sem tókst þetta stranga verkefni á hendur.
Geiglaus og alldjarfur, byrjaði hann embættisstörf sín á því að draga tönn úr konu í Grænumýrartungu, ódeyft, en Magnús læknir hafði verið svo forsjáll að hafa tanntengur og nokkur önnur læknisáhöld í hnakktöskunni.

10. Ferðasaga frá PK:
„Næsta morgun var hríðarlaust veður og lagði ég af stað kl. sex því nú skyldi maður ná norður yfir heiði. Ég var kominn upp að Fornahvammi um hádegi og hafði Davíð bóndi lofað Magnúsi lækni að fylgja mér yfir heiðina, en hann aftók það með öllu, að við færum því að stórhríð væri í aðsigi og reyndist það rétt vera. Nokkrir Hrútfirðingar höfðu verið að reka hross til hagagöngu suður í Þverárhlíð og var þeirra von síðar um daginn. Kvað Davíð mér best að bíða þeirra og verða þeim samferða norður yfir næsta dag. Varð ég að láta mér það lynda."

11.  1. Fljótt sækist leið yfir fitjar og gil
fjörðurinn hverfur að ásanna baki.
Tindarnir speglast í tjarnanna hyl
tíbráin hvikar í vordagsins yl
Berast um heiðina ómar af álftanna kvaki.

4. Gatan mín forna er gróin sem tún
gatan sem fór ég á æskunnar dögum.
Sól skein á fjallanna sillur og brún
samleið hér áttum við, ég og h ú n.
Hljómaði sál mín af ófæddum ljóðum og lögum.

8. Vegurinn forni - hann var ekki of mjór
og víst ekki of brattur né krókóttur talinn
og enginn í götunni steinninn of stór
ef stúlka og piltur, sem elskuðust fór´
um hásumar ein yfir heiðina niður í dalinn. PK/Á Holtavörðuheiði

12.  Í þætti um daginn og veginn árið 1963 segir Páll:
„Ég er alinn upp við bjartsýna sveitarómantík á fyrstu áratugum aldarinnar, hef aldrei losnað við hana til fulls og kæri mig heldur ekki um það. Ég finn til nokkurs trega við að reika um vallgróin tóftabrot eyðibýla eins og þeirra sem afi minn og amma í báðar ættir urðu að gera sér að góðu. Þarna háðu liðnar kynslóðir lífsbaráttu sína á landamærum tilveru og tortímingar og það er ekki aðeins túngresið, sem er kynbætt af þúsund þrautum, heldur líka mannfólkið sjálft. Víl, sjálfsmeðaumkun og móðuharðindahjal þeirrar kynslóðar, sem býr við miklu betri kjör, er svívirðing við minningu þeirra, sem stóðu meðan sætt var og kusu heldur að svelta en að eta náðarbrauð." bls. 132.

13. „Á Refasveit er nokkuð villugjarnt því þar er flatneskja og vindstaða ofan úr fjallaskörðunum mjög breytileg. Menn hafa orðið þar úti og þykir þar jafnvel reimt.
Vetrarkvöld eitt fór ég þar um ríðandi og var þá gott veður, en dimmt í lofti og svo blindað af snjó, að lítt sá til kennileita. Fylgdarmaðurinn sagðist ekki treysta sér til að rata, því að hann hefði tvívegis villst þar, en ég kvað það engan vanda, aðeins halda sér við móajaðrana þar til ljósið sæist á Sölvabakka. Við komum brátt auga á ljósið, nokkuð í annarri átt en ég hafði haldið og breyttum því stefnu og héldum á það, en ferðin reyndist ótrúlega löng og áttuðum við okkur ekki fyrr en frammi á sjávarbakka. Sáum við þá, að ljósið myndi vera á skipi, sem hafði lagst á Laxárvík. Hafði það villt fyrir okkur, en enginn Móri eða Skotta." bls. 240.

14. „Ég fór stundum sjóveg út með ströndinni áður en vegir á landi bötnuðu og var þá ekki um annan farkost en opna trillubáta að ræða. Ein slík ferð er mér minnisstæð. Ég var í janúarmánuði sóttur til konu í barnsnauð út í Kálfshamarsvík. Fæðingin dróst fram í myrkur, en snjór var yfir öllu svo að illa sást til landsins, dimmt í lofti og stórhríðarspá í veðurfregnum. Formaðurinn stakk upp á að gista og hásetinn var mjög tregur til farar, en ég vildi fyrir engan mun verða hríðarfastur svo langt frá heimili mínu. Svo vel vildi til, að símatími var ekki úti, svo að við létum vita af ferðum okkar til Skagastrandar og kynda bál uppi á Höfðanum til þess að hafa vita til viðmiðunar. Ferðin gekk slysalaust og við sluppum til Skagastrandar áður en hríðin skall á og gisti ég þar." bls. 242.

15. „Það er til sérstök tegund kvenlegrar fegurðar, sem ekki fæst nema eftir mörg vonbrigði og langt líf í fórn. Það þurfti mjög langt líf til að veita ömmu gömlu þá mýkt og mildi, sem skapar þessa fegurð og geislabauginn, er henni fylgdi." bls. 283.

16.  

Heiti ég á vættir, hrópa, bið um svar
hrópa sem barn, er veglaust ásjár biður.
Kólga er í lofti, korgað skýjafar

kaldbleikur máni slóð um þykknið ryður.
Dökkleitir skuggar dansa um freðinn völl
dunar í hamraborgum vopnakliður

úlfúðarsköll og hláleg kesknisköll
kveðast þar á, en vanda lítið bögu
steinrunnin öll hin öldnu og grettu tröll

óheillafylgjur lands og þjóðar sögu
fíflskaparmálum flíka á hættustund
flasgjarnar mjög í ömurlegri þvögu.

Heldur hér enn á ný sem fyrrum fund
forynja dauðableik með kalda lund.
                                        Páll Kolka/Landvættir VII.

17. Tíu ár eru nú frá því að Ragnar Zóphónías, ritstjóri á Húnahorni birti fyrsta messupistil frá mér hér á vef Húnahorns, en þá vetur ók ég vikulega norður á Blönduós með strætó 57, æfði kirkjukórinn og bjó okkur undir að syngja sálm Páls og Þorkels Til þín Drottinn hnatta og heima hljómar bæn um frið. Erindi mitt með messupistil á vefinn var að segja Blönduósingum frá þessum glæsilega og þó einlæga sálmi, sjá krækju hér neðar.
Við Ragnar ritstjóri eigum nokkra frændsemi frá Sigríði og Pálma á Æsustöðum, en höfum þó ekki hist nema einu sinni, kannski tvisvar, en póstarnir ganga.
Fésbók og Húnahorn geta verið okkur félagsheimili sem kosta ekki dropa af bensíni að stunda, en ljóðhús, sumar- eða aðrar messur, tónleikar o.fl. samkomur viljum við gjarna stunda, hittast af og til en getum svo hóað daglega á skjánum.

Heimildir og ítarefni:
Úr myndabók læknis Rv. 1964
Heimaslóð, töluliðir 5&6: https://heimaslod.is/index.php/P%C3%A1ll_V._G._Kolka
Bíla-Steindór: https://www.bilablogg.is/bilakongurinn-steindor-atti-flesta-bila-i-einkaeigu-a-islandi/
Fyrsti pistill IHJ á Húnahorninu kom í jan. 2014, Pálsmessan á næsta leiti og messa í Blönduóskirkju: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10635&fbclid=IwAR3Mywk7t-n_oEHKXvsx66mLcUpPpiUa78fT6SBSi0kxfUI3k5FTJ-G4O1A
Ljóð Páls Kolka á Húnaflóavef: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15881 Páll og Spánska veikin: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19805
Sögukorn úr Föðurtúnum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20560
Á Holtavörðuheiði: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=606
Blikar haf í norðurátt: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18586
Til þín Drottinn: https://kirkjan.is/salmabok/$Hymn/Detail/?Id=559

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið