Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:15 0 0°C
Laxárdalsh. 04:15 0 0°C
Vatnsskarð 04:15 0 0°C
Þverárfjall 04:15 0 0°C
Kjalarnes 04:15 0 0°C
Hafnarfjall 04:15 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Páll Valdimar les ljóð langafa síns
Páll Valdimar les ljóð langafa síns
Frá Pálsmessunni sl. fimmtudag
Frá Pálsmessunni sl. fimmtudag
Pistlar | 29. janúar 2024 - kl. 09:23
Sögukorn: Róður þreytti í þungum sjó
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Ljóðhús í Mjódd gerðum við okkur, Húnvetningar og fleira gott fólk á s.l. Pálsmessu, fimmtud. 25. jan. Lásum þar ljóð annars Páls. Sá Páll átti farsæl spor í menningarsögu og heilsuvernd, en þó sérstaklega í héruðum Húnvetninga og Vestmanneyinga þar sem var vettvangur hans og læknaumdæmi.
   
 2. Húnvetningafélagið í Reykjavík stóð fyrir nokkrum ljóðafundum á útmánuðum í fyrra og var þessi fundur á Pálsmessu þá fyrirhugaður, en við lentum í tímaþröng með hann. Nú reyndist tíminn nægur og við fundargestir áttum góðan fund.
  Frá fæðingu Páls Kolka læknis eru liðin 129 ár.

   
 3. Byggðasafns og ljóðanefnd, sem staðið hefur fyrir Ljóðhúsum í Mjódd, skipa: Árni Sigurjónsson, Ingi Heiðmar Jónsson, Jón Benedikt Björnsson, Jón Eiríksson, Þór Magnússon og formaður Húnvetningafélagsins, Hjalti Pétursson hefur unnið vel með nefndinni og sótt fundi hennar.
   
 4. Héraðslæknirinn Páll Kolka starfaði frá 1934 á Blönduósi en hóf starfsferil sinn í Eyjum 1920, þá hálfþrítugur læknir. Hann fór námsferðir bæði til Evrópu og Ameríku til að kynna sér skurðlækningar og var með færustu læknum í þeirri grein hérlendis.
   
 5. Þá er Páll bjó á námsárunum í landlæknishúsinu, rétt við Menntaskólann, bjó þar í hlaðvarpanum mikill lærdómsmaður og trúmaður, sr. Friðrik Friðriksson í K. F. U. M. Á fjöldi manna honum mikið að þakka og taldi Páll sig, án efa, einn í hópi þeirra. Páll var trúhneigður alla æfi og bænrækinn, eins og sagt var um Pál Vídalín, lögmann og jafnan gerði Páll Kolka bæn sína áður en hann hóf læknisaðgerð.
  Sr. Pétur Ingjaldsson/úr minningagrein

   
 6. Heiðurskonan, Ingibjörg Sólveig Kolka, dótturdóttir og nafna móður Páls héraðslæknis og Jón maður hennar, fyrrum skólastjóri og ráðherra, undirbjuggu ljóðafundinn á Pálsmessu af alúð, studd af ljóðanefndinni og Páll Valdimar sonur þeirra valdi af smekkvísi og gjörhygli texta langafa síns úr lausamáli og ljóðum, las og skýrði fyrir fundarmönnum.
   
 7. Sagnfræðingurinn, Jón Torfason, las úr heilbrigðisskýrslum Páls frænda síns, sem varpa ljósi á snyrtimennsku, skort á þrifnaði og annað aldafar í Húnaþingi á fyrstu dögum Páls, sem héraðslæknis á Blönduósi. Ingibjörg sjálf hóf dagskrána með því að rifja upp nokkur æviatriði afa síns og skemmtisögur af læknastofunni.
   
 8. Páll Kolka kom til embættisstarfa, heim til föðurtúna sinna, skrifaði merka bók og myndauðuga sem heitir einnig Föðurtún og engar sögur hafa borist að eyrum mínum aðrar en að honum hafi verið tekið tveim höndum, eftir því sem hægt var að taka á móti lækni, snjöllum, gjörkunnugum og aðfinnslusömum heimamanni á tímum þar sem svo margt var ógert. Og fjárráð héraðsbúa voru mjög takmörkuð, þriðjungur liðinn af nítjándu öldinni, heimskreppan að baki og þá voru jeppar munaðartæki sem einungis fáir fengu leyfi til að kaupa. Sjá neðar, í ársgömlum sögukornum.
   
 9. Í sögukornum, ítarefninu hér neðan við – merkt Hvaaaaa – vek ég athygli á viðbrögðum við öðrum menningartindi, safni og menningarstarfi sem hafið var fyrir 20 árum í fögru héraði hér við sama bjarta flóa, pukursviðbrögð sem vekja spurningu hvort umboðsmaður menningar sé hvergi til viðtals eða úrlausnar?
  Þar eru mál á ferli sem hljóta að snerta hvern mann!

   
 10. Nú kemur hér að lítilli ferðasögu Páls Kolka þegar hann, læknastúdentinn, var að leysa af Hólmavíkurlækni og þingmann, Magnús Pétursson, bróður Hafsteins oddvita á Gunnsteinsstöðum:

  „Árla næsta morgun hélt ég út að Melum og fylgdi Jósep bóndi mér út fjörðinn, sem allur var ísi lagður innan til og var þar besta reiðfæri, en brátt eftir að Jósep skildi við mig, skall enn á hríð og vandaðist nú málið, því að ég var alókunnugur vestan fjarðarins. Treysti ég ekki ísnum en leitaði til lands, fann símalínuna og fylgdi henni alla leið niður að Borðeyri, að símstöðinni. Þar fékk ég bestu viðtökur hjá Birni símstöðvarstjóra og beið þar uns nokkuð rofaði til en þá fékk hann mér fylgdarmann norður að Borðeyrarbænum. Þangað átti ég að koma til að vitja um bóndann sem lá veikur. Ekki varð sú dagleið heldur lengri því að enn versnaði veðrið með kvöldinu, en næsta dag var mér fylgt í hríðarveðri út að Bæ, þar bjó þá Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur og var þar einnig tengdafaðir hans, Finnur frá Kjörseyri, hinn merki fræðimaður. Þarna var ég hríðartepptur mikinn hluta dags en undi vel hag mínum í samræðum við þessa gáfuðu og fróðu tengdafeðga. Um kvöldið stytti nokkuð upp og var mér þá fylgt að Litlu-Hvalsá, en Búi bóndi þar hafði lofað Magnúsi Péturssyni að fylgja mér yfir Stikuháls. Þar var ég um nóttina og hafði ég þá ekki komist lengra en 35 km á tveimur dögum, þótt ég væri jafnvel ríðandi og Pétur þríhross.“

   
 11. „Samgönguskilyrði voru þá önnur en nú, bíll enginn á Hólmavík, en vegir yfirleitt lélegir og hestar óvíða hafðir á skaflajárnum þar um sveitir. Læknir var því venjulega sóttur sjóleiðis á opnum bátum, þar sem og þegar því varð við komið, en annars varla um annað að tala en fara gangandi nema um sjálfan sumartímann. Magnús læknir Pétursson var fræknleikamaður, enda þá innan við fertugt og hinn mesti göngugarpur svo að hann gekk stundum af sér þá menn sem linari voru.“
   
 12. „Á Hólmavík gerði ég mína fyrstu skurðaðgerð og fórst hún óhönduglega. Að vísu hafði ég notað áður líkskurðarverkfæri mín til að opna æð á móður Sigurðar Kristjánssonar bóksala, nýlátinni, en ótti við kviksetningar var þá allalgengur og hafði gamla konan óskað þessa. Sigurður, sá mikli heiðursmaður, rétti mér að launum tíu krónu seðil, en lét mig auk þess fá allar Íslendingasögurnar á forlagsverði og hefur enginn borgað mér betur, þótt hann ætti mér líf að launa.“
   
 13. Í héraðssöngnum Húnabyggð segir Páll um nafna sinn Þorbjörn Kolku:

  Fast var sóttur sjór af Skaga
  sagnir herma í gamla daga.
  Þorbjörn Kolka í þungum sjó
  þreytti róður geyst að landi.
  Bæri að höndum voði og vandi
  viknaði kempan ekki, en hló
  Hafnabóndann heim hann dró
  hjálparfús að vararsandi.

Ítarefni
Sr. Pétur skrifar eftir Pál Kolka: https://timarit.is/page/6344861#page/n133/mode/2up
Vefsíða Vestmanneyjum: https://heimaslod.is/index.php/P%C3%A1ll_V._G._Kolka
Nýleg sögukorn: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20779
Önnur ársgömul: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19805
Sögukorn úr Föðurtúnum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20560
Hvaaaaa – sögukorn: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20759
Ingibjörg S. Kolka – ný grein: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=20789
Húnabyggð – héraðssöngurinn eftir Pál Kolka: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=6207

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið