Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 1. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:03 0 0°C
Laxárdalsh. 05:03 0 0°C
Vatnsskarð 05:03 0 0°C
Þverárfjall 05:03 0 0°C
Kjalarnes 05:03 0 0°C
Hafnarfjall 05:03 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Blönduós og Húnaflói. Mynd. Auðunn Blöndal
Blönduós og Húnaflói. Mynd. Auðunn Blöndal
Bókasafnið Bjarni
Bókasafnið Bjarni
Bókasafnið Bjarni
Bókasafnið Bjarni
Bókasafnið Bjarni
Bókasafnið Bjarni
Pistlar | 08. febrúar 2024 - kl. 15:25
Sögukorn: Þarft verk?
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Flest í blíða fellur dá
  frekum kvíða sleginn
  eg má bíða ánum hjá
  en aðrir ríða veginn. JG

   
 2. Ingibjörg á Blönduósi, amma Bjarna og Ingibjargar Pálsdóttur í Ólafshúsi, varðveitir í bókum sínum, minningar margar, sögur og myndir eins og af Jónasi smala á Geitaskarði, sem yrkir vísupart, og prjónar framan við hringhendufyrripart, ný og fullsköpuð vísa hefur fengið sess í dalamenninguna, getur hljómað uppi í hlíðum Langadalsfjalls, yfir Blöndu ef rómur kvæðamanns  er sterkur. En bókina þurfti til að geyma góða vísu eða gamla sögu – og konuna sem gafst ekki upp við að leita sér menntunar þrátt fyrir mótblástur, úrtölur og álas.
   
 3. Þórarinn á Skúfi svarar smölum og öðrum annríkismönnum utan úr Norðurárdal – dálítið gáskafullt:

  Ekkert reynir anda manns
  undir sig að kúga
  eins og þetta andskotans
  amstur við að búa. ÞÞ

   
 4. Ingibjörg Lárusdóttir rithöfundur, síðar kaupmaður á Blönduósi, f. 1860 d. 1949 geymdi minninguna og skrifaði bókina sem varðveitir myndina af smalanum uppi í hlíðinni, sér umferðina og ímyndar sér áhyggjuleysi vegfarenda niðri í dalnum.
   
 5. Ingibjörg var að tína fjallagrös með systur sinni, nýkomin frá Kristínu selráðskonu frá Holtastöðum þar uppi á fjalladalnum, „ungri og laglegri stúlku sem var gleðin sjálf í konulíki.“
   
  „Brátt fundum við þó í bröttum geira ögn af grösum og nokkru síðar staðnæmdumst við í dálitlum mó, sem var alþakinn stórum ljómandi fallegum skæðagrösum, sem höfðu breitt úr sér í náttfallinu. – Við urðum heldur fegnar og tíndum nú í ákafa. Við vorum orðnar þreyttar og syfjaðar og settumst því niður litla stund til að hvíla okkur. Við heyrðum að hundur gelti skammt frá okkur, vissum þegar, að einhver smalinn var þar í nánd, líklegast að hann vekti yfir ám. – Svo heyrðum við, að maður fór að kveða skammt frá okkur, hljóðið var hálfömurlegt og einmanalegt í þokunni og þó urðum við fegnar að vita, að við vorum ekki einar. En smalinn kvað fyrir sínar eigin tilfinningar og hugsanir. Ég fór að hlusta. Rómurinn var ekki óviðfeldinn og stemman ekki heldur. Tvisvar, þrisvar kvað hann eina vísuna, sem ég vissi síðar, að hann hafði sjálfur ort einn fagran sumardag í hjásetu á þessum stöðvum. Ég set vísuna hér. Karlinn er löngu dáinn og getur ekki sett ofan í við mig fyrir tiltækið: Flest í blíða fellur dá ....“

   
 6. „Ég lagði mig út af á blautan pokann og lét mig dreyma um kveðskapinn og einveru smalanna og um það hvort ekki yrðu fáir sem skildu þá til fulls. Mér fannst ævinlega vera farið ónærgætnislega með þá og voru þeir þó mikils og góðs verðir fyrir sitt starf, þegar það var vel af hendi leyst. – Oft hafði karlinn þessi komið til okkar og sagt föður okkar frá mörgu meðan hann beið eftir kaffisopa, sem hann fékk oft vel úti látinn. Það borgaði sig vel, gamli maðurinn varð allur að sólskini og skildi eftir hlýja þakklætisgeisla í hvert skipti, þegar hann kvaddi okkur og lagði blessun yfir heimilið.“
   
 7. „Ég vissi sem var, að ég stóð á efstu gnípunni á fjallinu og að allt þetta haf var þoka, sem smáfjaraði burt og alltaf komu nýjar eyjar í ljós og ný og ný útsýn birtist. Hulin hönd tók allt í einu þokuslæðuna og svipti henni burt svo að ekki sást eftir nema einstaka hnoðri á stöku stað þar sem enn bar skugga á.
   
 8. Hvílík útsýn sem blasti við okkur! Hvílík morgundýrð! Öll þau tár, sem þokan hafði grátið um nóttina, voru nú orðin að glitrandi gimsteinum í ljósi sólarinnar. Ógleymanleg verður mér þessi morgunstund meðan ég lifi.“
   
 9. Dótturdóttir Ingibjargar og nafna hennar, Ingibjörg Pálsdóttir í Ólafshúsi var kölluð Budda og það nafn festist við, en þau Bjarni á pósthúsinu, systkinin bæði voru þriðja kynslóð Blönduósinga, uxu upp í gamla þorpinu og undu þar.

  Er að kveðja Ólafshús
  - einn er lokaþáttur -
  ekki beint til ferða fús
  en furðanlega sáttur. BP

   
 10. Bjarni í Ólafshúsi gerði ágætar vísur, hafa sumar geymst og Bóthildur bókavörður á Héraðshælinu, lærði lokavísu hans og segir frá tildrögum:„Þau systkin, Bjarni og Ingibjörg systir hans, gáfu allar sínar bækur til sjúkrahússins á Blönduósi. Við Bjarni fórum margar ferðir að sækja þær í Ólafshús og síðustu vísuna sem hann orti, kann eg, en þá var Bjarni orðin veikur og dó viku síðar.“
   
 11. Móbergsætt
  Erlendur Guðmundsson 1806 - 1886
  Lárus Erlendsson 1834 - 1934
  Ingibjörg Lárusdóttir 1860 - 1949
  Jóhanna Alvilda Ólafsdóttir 1904 - 1979
  Bjarni Pálsson 1927 – 2004

  Ætt Bólu-Hjálmars:
  Guðný Ólafsdóttir 1801 - 1845
  Sigríður Hjálmarsdóttir 1834 - 1907
  Ingibjörg Lárusdóttir 1860 - 1949
  Jóhanna Alvilda Ólafsdóttir 1904 – 1979
  Ingibjörg Pálsdóttir 1928 – 2004

   
 12. Meðan vetrarstormar standa
  strindi hulið ís og snjá.
  Samband mér til „Sólarlanda“
  símameyjar gefa þá. BP

   
 13. Heim er aftur halda skal
  höfum við í minni:
  Vor og sól í Víðidal
  vinamót og kynni. BP/Kvatt í Víðihlíð, Lionsklúbburinn

   
 14. Um það finn nú engan staf
  eytt er það úr minni:
  Gleymdi að taka afrit af
  æskuhugsjón minni. BP

   
 15. Árið gamla er ég kveð
  efst er það í sinni.
  Gaman væri að geta séð
  grein af framtíðinni. BP

   
 16. Lýkur ferð um heimsins höf
  heima eygi ljósin.
  Bíð nú lags við Bolanöf
  brátt er fært í Ósinn. BP

   
 17. Safn bóka úr Ólafshúsi fékk samastað í stórri stofu á neðstu hæðinni í Héraðshælinu, og stofan er merkt með nafni hússins.
   
 18. Í bók sinni Úr síðustu leit skrifar Ingibjörg rithöfundur og amma systkinanna:
  „Fyrir ítrekaða áskorun dettur mér í hug að skrifa nokkur orð um fyrsta kvennaskólann í Húnavatnssýslu, sem settur var á stofn árið 1878 á Undirfelli hjá séra Hjörleifi Einarssyni og mad. Guðlaugu Eyjólfsdóttur konu hans.“

   
 19. Ingibjörg heldur áfram að fræða okkur, lesendur sína um lífið hjá Húnvetningum, sérstaklega Langdælingum, fyrir hálfri annarri öld. Í skólanum á Undirfelli dvaldi unga stúlkan í 13 vikur, fyrsta starfsár skólans, veturinn 1979-80. Hún segir:
   
 20. „Foreldrar mínir bjuggu í Holtastaðakoti í Langadal og var sitt stórbýlið á hvora hönd, Geitaskarð og Holtastaðir. Það var líkt og í gömlu sögunni: Kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu.“
   
 21. Frúin á Holtastöðum, stórmenntuð gáfukona, Anna Stephensen, sat löngum á tali við móður Ingibjargar, Sigríði Hjálmarsdóttur, og kom einn daginn með þessar nýju og góðu fréttir: Það ætti að koma á fót kvennaskóla að Undirfelli og frúin „ljómaði af fögnuði.“
   
 22. „Ég hlustaði hugfanginn á frúna meðan hún sagði frá, fannst hún vera að segja eitthvert yndislegt ævintýri líkt og „Þúsund og ein nótt“. – Ó að ég ætti nú gamla töfralampann hans Aladdins, hugsaði ég, þá skyldi ég ekki vera lengi að skoða huga minn um það hvort ég ætti að fara á þennan fyrirhugaða Undirfellsskóla eða ekki.
   
 23. Upp frá þessum degi dreymdi mig vakandi og sofandi þennan skóla og fannst ekkert mundi jafnast á við það að fá að læra eitthvað nytsamt. Ég gætti þess ekki hvað 13 vikna nám mundi færa lítinn ávöxt, en kosta mikið fé. En 17 ára gamlan ungling sem ekkert þekkir heiminn, grunar síst, að lífið sé einn óslitinn strangur skóli, frá vöggunni til grafarinnar, og að í þeim skóla verði enginn fullnuma, hversu gamall sem hann verður.“
   
 24. „Á þeim árum áttu fátækar stúlkur ekki margs úrkosta nema vera í vinnumennsku og kaupið var ekki hátt, 36-40 krónur um árið. Þetta ráð tók ég, fór í erfiða vist og fékk 36 króna kaup frá krossmessu til nýárs og sótti svo um skólann, síðara tímabilið frá þrettánda til sumarmála því að skólatímanum var skipt í tvö námskeið. –
   
 25. Margir dæmdu þessa nýbreytni hart, fundu litla kosti, en marga og stóra ókosti og þarf ekki að lýsa því hér, því það þekkja flestir. Konur máttu taka undir með skáldinu: Ógurleg er andans leið upp á Sigurhæðir.“
   
 26. Maður var fenginn til að fylgja Ingibjörgu fram að Undirfelli og bera dót hennar, þar á meðal hvítt léreft í 5 karlmannaskyrtur til að sauma.„Þessar skyrtur verður þú látin sauma allar í höndum", sagði frú Stephensen „og það er ekkert áhlaupaverk að, því að 12-14 „legg" verður þú að sauma í brjóstið á hverri skyrtu.“
   
 27. Ég var ónýt að ganga. Það létti mér heldur ekki sporið hve margir lögðu mér þetta illa út. Sögðu að mér hefði verið þarfara að sitja heima og vinna eitthvert þarft verk fyrir heimilið heldur en að auka fátækum foreldrum mínum margfalda fyrirhöfn og peningaútlát.“

Ítarefni:
Ingibjörg Lárusdóttir: Úr síðustu leit
Vísur Bjarna á Húnaflóa/vísnavef: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=17525
Bjarni Pálsson: https://timarit.is/page/6361179?iabr=on#page/n173/mode/2up/search/h%C3%BAnavaka
Ingibjörg Pálsdóttir: https://timarit.is/page/6361163?iabr=on#page/n157/mode/2up/search/h%C3%BAnavaka
Frjálsar hendur, Illugi Jökulsson les frásögn Ingibjargar af ferð þeirra til Sauðárkróks, fylgja bróður hennar til Vesturfaraskips: https://www.ruv.is/utvarp/spila/frjalsar-hendur/23806/7i510h
Skrá yfir sjálfsævisögur íslenskra kvenna: https://skald.is/greinar/167-skra-yfir-sjalfsaevisogur-islenskra-kvenna

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið