Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 17. júní 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2024
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:59 0 0°C
Laxárdalsh. 20:59 0 0°C
Vatnsskarð 20:59 0 0°C
Þverárfjall 20:59 0 0°C
Kjalarnes 20:59 0 0°C
Hafnarfjall 20:59 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
09. júní 2024
Eftir Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur
05. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2024
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Beethoven. Úr bók Árna Kristjánssonar Í bréfum og brotum.
Beethoven. Úr bók Árna Kristjánssonar Í bréfum og brotum.
Pistlar | 17. maí 2024 - kl. 11:27
Sögukorn: Upp klasar til sólar!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

I

1. „Napóleon var allur í C-dúr", sagði norska skáldið Alexander Kielland um hann, „án béa og krossa og moll er honum fráleitur." Tónsvið Beethovens var ólíkt víðfeðmara og litríkara hvað sálarlíf snerti, en um leið skeikulla.

2. Er Napóleon, eftir tuttugu ára styrjaldir, loks lá sigraður í fjötrum 1815 og sameinuðu einvaldsríkin héldu sigurhátíð í Vínarborg, sem bæði fræg og forsmáð var í sögunni, var Beethoven dýrkaður sem þjóðhetja, enda söng hann þar Wellington fursta, sem unnið hafði bug á franskri hersveit á Spáni 1813, lof og dýrð með „sigursinfóníu" sinni, Wellingtons Sieg oder die Schlacht bei Vittoria(Sigur Wellingtons eða orrustan við Vittoria) sem alveg er einstæð í sögu tónlistarinnar en er nú gleymd og heyrist aldrei þótt furðuverk væri og firnum fágað og hafi á sinni tíð vakið meiri furðu og ofsahrifningu, er hún var flutt sigri hrósandi furstum, kóngum, keisurum og æðisgengnum áheyrendum á Vínarfundinum 1814-15, en nokkurt annað verk hans.

3. Hér skrifar Árni Kristjánsson píanóleikari og vinur annars meistara, þ.e. Hauks söngmálastjóra Guðlaugssonar, en báðir dáðu þeir Ludwig von Beethoven og pistlarnir hér að ofan eru úr formála Árna fyrir safnriti hans úr „bréfum og brotum" eins og hann lætur það heita. Hann þýddi efni til bókarinnar og setti saman, en byrjar formála sinn norður á Akureyri:

4. „Í æsku minni sá ég Beethoven eitt sinn í draumi. Hann stóð innan við glugga á efri hæði í stóru húsi við götuna sem ég gekk eftir. Mér varð óvart litið upp í gluggann þegar ég fór þar fram hjá og fékk litið í augu hans, stór og stingandi, sem mér fannst nísta mig fyrir að að góna upp til hans. „Hvað vill þessi sveinstauli mér," virtist mér hann hugsa. Í mínum huga leit hann út eins og málarinn Kloeber sá hann, og þekkti ég hann af þeirri mynd hans. Hann virtist halda höndunum fyrir aftan bak sér, en hinn ásakandi svipur hans hefur fylgt mér æ síðan.

5. Ég var þá, er hann birtist mér í draumsýn, honum mjög háður. Mun ég þá hafa verið á aldrinum tólf til þrettán ára, harmóníumnemandi hjá Sigurgeiri söngkennara á Akureyri og hafði kynnst vel sorgarmarsi Beethovens í b-moll, lokaverkefninu í Staps Harmonium Album. Marsinn sá var mín eina huggun, er eitthvað angurssamt sótti að mér. Skyldi Beethoven vilja banna mér misnotkun mína á hinum hugarstyrkjandi og hjartnæma sorgarmarsi sínum?

6. Hvað um það, ekki leið á löngu þar til píanó kom á heimili mitt og ég var farinn að æfa pathétiquesónötuna, eða þá hluta hennar sem mín frumstæða tækni leyfði mér að fást við, einkum þó adagio cantabile þáttinn í As-dúr, sem gagntók mig gersamlega.Hvar var huggun og hjálparráð að finna, ef ekki í hinum háleita sorgarsöng Beethovens, „harmkvælamannsins"? Durch Leiden Freude (Úr þjáningunni sprettur gleði) voru einkunnarorð hans. Úr þjáningunni, sem lífið eða „örlögin" lögðu á hann, fann hann sköpunarmátt sinn rísa. Daufum á báðum eyrum opnaðist honum æðri heyrn ..."

II

7. Að geta sent eða fært vini sínum og náunga bók er í sjálfu sér yndislegt, bjartsýni, kannski draumsýn, dálítið ólík þeirri er Árni sjálfur, bókarhöfundur lýsir í upphafi formálans. Velja öðrum bók, rétt eins og við veljum orð þegar við eigum orðastað við næsta mann. En kornasafnaranum/IHJ fylgdi láni þegar hann gerðist sveinn Hauks söngmálastjóra vorið 1985, frekar sveinstauli eins og Árni lýsir sér, fór að svara símhringingum til meistarans, lagði á minnið helstu verkefni dagsins og síðast en ekki síst varð ekill Hauks þegar slík erindi bar að höndum.

Eitt sinn ók ég þeim báðum, Hauki og Árna vestan úr bæ og alla leið upp að Gljúfrasteini þar sem húsbændurnir, Halldór og Auður Laxness tóku virktavel við gestunum, Árni lék Bach á flygil heimilsins, rætt var um bækur, ferðalög og tónlist. Og nokkuð er það, lesendur góðir, að auðveldara verður að fletta og finna og birta okkur „brot" úr þessari merku bók Árna og Beethovens eftir þessa eftirminnilega og ljúfu morgunstund.

III

8. August von Kloeber 1818:

„Af bréfi eins vinar síns fékk Beethoven að vita um komu mína til Mödling og af ósk minni um að fá að teikna mynd af honum. Beethoven féllst á að sitja fyrir, en því aðeins að það yrði stutt stund.

9. Ég kom til hans snemma morguns. Gömul ráðskona hjá honum sagði að hann sæti að morgunverði en mundi brátt koma fram; hér væru bækur eftir Goethe og Herder, ef ég vildi stytta mér biðina með því að blaða í þeim. En loksins kom Beethoven og sagði við mig: Þér viljið mála mynd af mér, en ég er ekki þolinmóður. Hann var þá þegar orðinn mjög heyrnardaufur og varð ég því, ef ég vildi gera mig skiljanlegan, að skrifa það sme ég vildi sagt hafa á blað ellegar tala til hans gegnum lúður, ef þjónustusveinn hans, drengur á að giska tólf ára, sem annars var vanur að kalla skilaboð hátt í eyru hans, skyldi ekki vera nærstaddur.

10. Beethoven settist niður og skyldi drengurinn æfa sig á flygilinn á meðan. Hljóðfærið stóð í hér um bil fjögurra eða fimm feta fjarlægð að baki Beethoven og leiðrétti hann leik drengsins þrátt fyrir heyrnarleysið, lét hann endurtaka og breyta til." 158

11. J.A.Stumpff 1818:

... „Hér tók Beethoven á móti mér með  spjald mitt í hendinni, hann heilsaði mér glaðlega, endurtók oftar en einu sinni nafn mitt: Stumpff, herra Stumpff frá London! Sem Strecher hefir látið svo vel af við mig? Jæja, hvernig líst yður á okkar gömlu Vínarborg, þar sem etið er, drukkið og sofið og ...? Þar er nú svo; hér lifir hver á sína vísu, leikur og syngur sem honum sýnist og hvað hans er! ... 159

12. Árla daginn eftir heimsótti Beethoven mig, þungur á brún og bar sig upp við mig í sundurlausum orðum ...:

Ég verð að leita undankomu í óspilltri náttúrunni og hreinsa þar anda minn. Hvernig líður yður í dag? Viljið þér koma með mér að heimsækja óbrigðula vini mína: græna hrísrunna og hávaxin tré, limgerði og skúmaskot við seytlandi lækjarsprænur? Já, og sjá vínviðarrunnana hefja frá hólum sínum klasana til sólarinnar." 164

IV

13. Nokkrar kaflafyrirsagnir:

Gottfried Fischer – Bréf Beethovens til Frans Wegeler – Wegeler - Ries – Bréf Beethovens til Goethes – Goethe til konu sinnar.

14. Ries Ferdinand píanóleikari, nemandi Beethovens og samdi æviágrip um meistarann:

„Yfirleitt var flutningur Beethovens á eigin verkum kenjóttur. Hann hélt samt takti oftast nær en átti það til að auka hraðann; þó mjög sjaldan. Öðru hverju hægði hann á hraðanum með vaxandi styrkleika (ritardando-crescendo) og var það bæði áhrifaríkt og fór afar vel. Meðan hann lék, dró hann fram, ýmist með hægri eða vinstri hendinni, vissar tónhendingar og náði með því óviðjafnanlegum áhrifum. Aðeins örsjaldan bætti hann aukatónum eða forslögum, til skrauts, inn í verkin."  37

15. Ignaz von Seyfried – tónskáld og tónfræðingur, nemandi Mozarts í píanóleik 1799-1806:

„Þegar Beethoven samdi óperuna Fidelio og óratóríuna Kristur á Olíufjallinu, sinfóníurnar í Es-dúr, c-moll, F-dúr, píanókonsertana í c-moll og G-dúr og fiðlukonsertinn í D-dúr, bjuggum við í sama húsi og fórum næstum daglega saman á matsölustað, þar sem við sáum um okkur sjálfir, ræddum saman í bróðerni og einlægni og áttum margar ógleymanlegar stundir saman. Beethoven var í þá tíð léttur í skapi og til alls gamans búinn, glaðvær, kátur, glettinn, orðheppinn, en gat verið háðskur. Hann var þá enn ekki þjakaður af heilsubresti né heldur sviptur því skilningarviti sem tónlistarmaður má síst án vera, heyrninni; einungis sjónin var farin að daprast og var það afleiðing illkynjaðrar bólusóttar sem hann hafði sýkst af í bernsku og bar menjar eftir. Þessi sjóndepra neyddi hann þegar á unglingsaldri, til að notfæra sér íhvolf glerauga."  40

16. Goethe skrifar til konu sinnar: Teplitz, 19. júlí 1812

„Einbeittari, atorkusamari og tjáningarfyllri listamann hefi ég aldrei fyrirhitt. Ég get vel skilið hve einstæður hann er í viðskiptum sínum við um heiminn."

V

17. Í eftirmála segja Kristján, sonur bókhöfundar og Þórarinn Kristjánsson, „að Beethoven í bréfum og brotum sé fimmta bókin í ritröð um merka tónsnillinga sem Árni píanóleikari og fyrrum tónlistarstjóri RUV, hafi þýtt, tekið saman eða frumsamið. Hinar fyrri séu JS Bach, líf hans list og listaverk eftir Johann Nikolaus Forkel(1985), Bréf Mozarts, úrval(1991), Tónlist sem lifir Carl Nielsen(1995) og Um Fryderyk Chopin, ævi hans og einstök verk eftir Árna sjálfan(1999). ...

Þar sem þýðanda varð ekki auðið að ganga frá handritinu að þessari bók, höfum við undirritaðir, afkomendur hans, tekið að okkur að leiða verkið til lykta, búa það til prentunar og fylgja því úr hlaði. Við viljum hér tjá þakkir öllum þeim sem hafa lagt okkur lið og ber þar fyrst að nefna Hauk Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóra, sem hefur sýnt þessari bók og útgáfu hennar sama ódrepandi áhuga og hinum fyrri ..."

18. Beethoven í wikipedíu:

Ludwig van Beethoven (skírður 17. desember 1770 – 26. mars 1827) var þýskt gullaldartónskáld sem bjó mestan hluta ævi sinnar í Vín, Austurríki. Hann var í fararbroddi umskiptatímabils sígildrar tónlistar og rómantíkur. Beethoven nýtur almennt mikils álits og er af mörgum talinn einn af helstu tónskáldum af vestrænum sið. Orðspor hans hefur blásið í brjóst tónskálda, tónlistarmanna og áheyranda sem lifðu hann. Á meðal þekktustu verka hans eru; fimmta, níunda og sjötta sínfónían auk píanóverksins Fyrir Elísu, „Pathétique"–sónötunnar og Tunglskinssónötunnar.

Beethoven fæddist í Bonn, Þýskalandi. Faðir hans hét Johann van Beethoven (1740–1792) og var af flæmskum ættum. Móðir hans hét Magdalena Keverich van Beethoven (1744–1787). Þar til fyrir skömmu var fæðingardagur hans álitinn vera 16. desember sökum þess að hann var skírður 17. desember og börn á þeim tíma voru oftast skírð degi eftir fæðingu. Nútíma fræðimennska getur hinsvegar ekki fallist á slíka ályktun. Fyrsti tónlistarkennari Beethoven var faðir hans.

Heimild:
Árni Kristjánsson: Beethoven í bréfum og brotum Rv. 2002
Ludwig van Beethoven: https://is.wikipedia.org/wiki/Ludwig_van_Beethoven

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið