Pistlar | 16. október 2014 - kl. 18:52
Organistapistill - Sjal í mildum faðmi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Kirkjukórsmenn hittast öll miðvikudagskvöld til að æfa sálma og stundum  rifja þeir upp sögur af Björgu í Lóni og sýslunga hennar Sólveigu organista Benediktsdóttur sem fékk hana hingað vestur til Kvennaskólans eða kórsins, en þessu fylgir að kirkjukórinn missir alltaf af Kiljunni í sjónvarpinu þetta sama kvöld: http://www.ruv.is/sarpurinn/kiljan/08102014.  

Snjöll voru spekiyrði Eldjárns í Kiljunni í síðustu viku s. s.: Að hjúpa innra kaos og þegar hann svaraði hrósyrðum Egils með því að segja að hann hafi einmitt verið einstaklega vanþroska á ungum aldri ellegar tilsvar Þórarins í viðræðum við syni sína um félagsfræði, að hann ætti nú Njálu í tveim eintökum.

Bók í hönd er uppáhaldsorðtak hjá Þórarni eftir því sem Ari sonur hans og uppistandari upplýsir: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4149. Þórarinn Eldjárn tautar og raular er titill á nýrri ljóðbók skáldsins. Handa vegfarendum yrkir Þórarinn þar vísu sem heitir Sætt landslag.

Bruna hratt með barðahví
bílar svartan dregil.
Kókett Esjan kíkir í
Kollafjarðarspegil.

Skáldið rifjar upp kennslu Ketils Larsen í galdrabrögðum þegar þeir léku 2 svarta vinnumenn í leikriti um æsku Helen Keller sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1964. Svo var Samtíðarsagan af þeim afa hans óborganleg. Hvernig skáldið tengir stöðugt.

Lýkur nú þessum organistapistli með gamalli vísu Þórarins, úr ljóði um sjal, þarna kveður mjög að essum í fyrstu línu en mildin nær undirtökum þegar kemur aftur í þriðju línu:

Í fatahengi Hótel Blönduóss
hangir Palestínusjal.
Í mildum faðmi Blönduósbæjar
bíður þess sem koma skal.

Allt ljóðið: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4145   

Sjáumst við guðsþjónustu kl. 11 á sunnudag í Blönduóskirkju

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga