Pistlar | 13. júní 2015 - kl. 14:40
Í góðum félagsskap á Landsmóti UMFÍ 50+
Pistill frá “mari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 50+

5. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.–28. júní er skemmtileg viðbót í Landsmótsflóru UMFÍ en Landsmót UMFÍ eiga langa og merka sögu í íþróttasögu Íslendinga. Mótið á Blönduósi verður ekki ósvipað þeim fyrri en þó verður nokkur blæbrigðamunur og ætíð er reynt að gera gott mót betra.

Mótshaldari stefnir á að reisa gríðarstórt samkomutjald á mótssvæðinu sem mun veita okkur skjól og tryggir okkur fyrir veðri og vindum en eins og við vitum er alltaf óvíst um slíkt á landi okkar. Keppnisgreinar á mótinu verða fjölmargar og munu heimamenn sjá til þess að keppnissvæðin verði í góðu ástandi þegar flautað verður til leiks. Ég vona innilega að það verði fjölmenni á mótinu og að keppnisskapið og keppnisandinn verði á sínum stað.

Sannarlega er það íþróttakeppnin sem þetta snýst um allt saman en ekki síður að koma saman,hitta góða vini og njóta þess að vera til og í góðum félagsskap. Þannig er sannur ungmennafélagsandi.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga