Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Pistlar | 28. október 2014 - kl. 16:23
Organistapistill “ Að taka hrúta
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Einlægt er nokkuð um dýrðir ef vel er að gáð.

Í sjónvarpsstöðinni N4 birtust í gærkveldi tónar frá söngæfingu í Akureyrarkirkju, kammerkór frá Bretlandi í Evrópuferð en þeir áttu eftir að koma til Íslands. Létu af því verða og því getum við hlustað á söng þeirra í Blönduóskirkju á miðvikudag kl. 17: http://www.n4.is/is/thaettir/file/kammerkor-fra-bretlandi

Á sunnudag verður messað kl. 11 í Blönduóskirkju en 14 á Svínavatni og ráðgert að hafa þar Pastorale/Hjarðljóð eftir Zipoli í forspil og nú fara þeir dagar í hönd að bændur þurfi að leita uppi hrúta sína og binda þá inni í krær eða stíur.

Sigurður bóndi í Katadal orti við eina hryssu sína meðan hann var að raka af henni, óþolinmóðri og horfandi fram til fjallanna:

Eins og hinar, merin mín 
mikið þráir sollinn. 
Hún er orðin heldur fín! 
Hristir drengjakollinn. 

http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=25039

Minningarorð Skúla Guðmundsson um Katadalsbóndann og fleiri vísur hans:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=57053&pageId=1002285&lang=is&q=Katadal%20Sigur%F0ur

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga