Pistlar | 19. mars 2015 - kl. 15:55
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir að hefjast
Eftir Ásgerði Pálsdóttur

Á morgun verða atkvæðaseðlar um heimild til verkfallsboðunar 16 aðildarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands settir í póst.

Viðræðum Starfsgreinasambands Íslands sem Stéttarfélagið Samstaða er aðili að var slitið þann 10. mars en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Samtök atvinnulífsins hafið haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en 3-4% sem þýðir innan við 10.000 króna hækkun. SA talar um að okkar kröfugerð sé uppá fleiri tugi prósenta hækkanir en forðast að nefna  kröfurnar í krónum. Kröfurnar okkar eru skýrar; lægstu laun verði orðin 300 þúsund innar þriggja ára. Aðrir hópar hafa samið um tuga eða hundruð þúsund króna hækkanir á síðasta ári að ekki sé minnst á ríflegar hækkanir stjórnenda til sjálfra sín. Boð SA til okkar er langt frá því að vera ásættanlegt! Samninganefnd Starfsgreinasambandsins var því knúin til að slíta viðræðunum og hefja undirbúning aðgerða.

Takið þátt í atkvæðagreiðslunni og  stöndum nú öll saman.

Valdið er í þínum höndum!

Ásgerður Pálsdóttir

Formaður Stéttarfélagsins Samstöðu

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga