Valgarður Hilmarsson
Valgarður Hilmarsson
Pistlar | 01. júlí 2015 - kl. 20:24
Landsmót 50+
Eftir Valgarð Hilmarsson

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní. Þátttaka var góð eða um 400 manns, keppni fór fram í fjölmörgum greinum. Mótið gekk mjög vel og kom fram mikil ánægja  hjá keppendum að móti loknu. Ástæða er til að þakka stjórn UMFÍ fyrir að velja Blönduós sem mótsstað. Mót eins og þetta verður ekki haldið nema með samstilltu átaki þeirra aðila sem að því standa.

Fyrir hönd mótshaldara vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu krafta sína fram til að mótshaldið gæti tekist sem best. Má þar nefna alla sjálfboðaliðana, starfsmenn sveitarfélaganna, vinnuskólann, félaga USAH, starfsmenn og stjórn UMFÍ, mótsstjórnina auk stuðning fyrirtækja .

Þá er ástæða til að þakka fyrir það frábæra veður sem gerði umgjörð mótsins eins glæsilega og raun bar vitni.

Með bestu kveðju,
Valgarður Hilmarsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga