Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Pistlar | 27. febrúar 2014 - kl. 20:35
Organistapistill
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Á fyrsta góudegi, konudeginum s.l. sunnudag, komu ungir tónlistarmenn til liðs í kirkjum Þingeyraklaustursprestakalls, kirkjukórarnir sungu að venju, klarinett ómuðu, ungir söngvarar birtust og tónlistarkennarinn Benedikt Blöndal lék með á píanó eða gítar.

Á sunnudaginn kemur, 2. mars sem er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar, koma nemendur úr Tónlistarskólanum aftur til liðs og taka þátt í guðsþjónustunni. Messað verður kl. 11 í Blönduóskirkju en kl. 14 í Svínavatnskirkju.

Sunnudeginum í föstuinngang eru tengdir ýmsir sálmar s. s. Eigi stjörnum ofar sem Sigurbjörn Einarsson orti eftir sálmi Frostensons.

Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna
meðal bræðra minna
mín þú leitar Guð.

Nær er blærinn, blómið
barn á mínum armi
ást í eigin barmi
ertu hjá mér Guð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga