Pistlar | 29. apríl 2014 - kl. 16:51
Kærar þakkir fyrir stuðninginn í vetur
Eftir Snjólaugu, Guðmann og Elyass Kristinn

Þá er 39. Andrésar andar leikunum lokið. En þeir fóru fram í Hlíðarfjalli á Akureyri dagana 23-26 apríl. Elyass Kristinn nemandi í Blönduskóla var að keppa á sínum 3 leikum aðeins 8 ára gamall. Mikill kostnaður er í þessari íþrótt eins og öðrum og viljum við senda sérstakar þakkir til allra þeirra sem að styrktu hann með kaupum á Kólus nammi í vetur. Peningurinn sem að safnaðist fór í að greiða mótagjöld, mat, gistingu á Andrés og einnig æfingagjöld fyrir Elyass Kristinn í vetur.

2005 árgangurinn á skíðum er mjög sterkur árgangur og náði Elyass mjög góðum árangri á leikunum, hann varð í 10. Sæti í svigi og 14. Sæti í stórsvigi af 35 keppendum. En aðeins 10 sekúndur skildu að fyrstu 14 keppendurna í stórsviginu þannig að samkeppnin er hörð í brekkunni. Bætingin hjá Elyass og hinum keppendunum er mikil á milli ára en t.d. þá bætti Elyass sig um ca. 10 sek í stórsvigi frá því í fyrra.

Elyass hefur einnig keppt á 1 heimamóti hjá Tindastól þar sem að hann sigraði í báðum greinum í sínum flokk og átti brautartímann í báðum greinunum, einnig keppti hann á Dalvík í svigi og stórsvigi en þar hafnaði hann í 2. sæti í báðum greinum og rétt fyrir Andrés keppti hann í svigi á Akureyri þar sem að hann sigraði sinn flokk og var með besta brautartímann hjá 9 ára og yngri.

Enn og aftur takk kærlega öll fyrir stuðninginn í vetur, við metum það mikils.

Snjólaug, Guðmann og Elyass Kristinn

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga