Pistlar | 12. maí 2014 - kl. 09:22
Nokkur orð um atvinnumál
Eftir Hörð Ríkharðsson, frambjóðanda Umbótasinna á Blönduósi

Samþykkt var á Alþingi 15. janúar 2014 þingsályktunartillaga um Ã¡tak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar. Það er mikilvægt að samþykkt þessarar tillögu sé fylgt eftir með kerfisbundnum hætti þannig að stofnunum og fyrirtækjum ríkisins sé gert ljóst hver vilji alþingis og heimamanna er.

 

Hér á Blönduósi hefur verið skipulögð mjög stór iðnaðarlóð sem tilbúin er til byggingar og fyrir hvers kyns framkvæmdir með skömmum fyrirvara. Orka Blönduvirkjunar hefur verið flutt burt með ærnum tilkostnaði um alltof langt skeið.

 

Ef stór kaupandi að orku kemur til í nágrenni virkjunarinnar skapast einnig tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum um rennslisvirkjanir á veituleiðinni.  Umbótsinnar sem nú bjóða fram á Blönduósi hafa í hyggju að beita sér af alefli í þágu þessa máls svo við loks munum sjá hér kröftuga atvinnuuppbyggingu.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga