Pistlar | 30. maí 2014 - kl. 14:02
Ágætu Blönduósingar til sjávar og sveita
Eftir Valgarð Hilmarsson sem skipar 1. sæti L-listans á Blönduósi

Á morgun ganga kjósendur í kjörklefann og velja sér fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára.

Við á L-listanum bjóðum fram krafta okkar.

Eins og þið vitið flest þá leggjum við hjá L-listanum mikla áherslu á eflingu atvinnulífs. Við viljum einnig standa vörð um samfélagsþjónustuna og efla innviði hennar, enda er þetta allt samtengt.

Miklu máli skiptir að byggja upp bjartsýni og tiltrú hjá íbúum  og að allir vinni saman. Svartsýni, öfund og neikvæðni nagar samfélög innanfrá og má ekki líðast hjá okkur. “Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér.”

Mig langar að setja fram uppskrift að góðu samfélagi.

         Aðalréttur:

                            50% jákvætt hugarfar

                            25% bjartsýni

                            25% trú á það sem við erum að gera

         Meðlæti:        Samvinna og áræði

                            Trú á samfélagið

         Eftirréttur:    Árangur og gleði

 

Ágætu kjósendur stöndum saman og setjum X við L.   Áfram Blönduós!

Valgarður Hilmarsson        

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga