Pistlar | 13. júní 2014 - kl. 13:22
Á mér að vera sama?
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Íbúum í Húnavatnshreppi gafst tækifæri á að segja sína meiningu um sameiningu sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningum. Það sama fengu kjósendur í Skagabyggð. Öllum er nú ljóst að þessu var hafnað. Engin umræða um þetta mál átti sér stað. Listarnir í Húnavatnshreppi melduðu pass og ætluðu að hlíta niðurstöðum skoðunarkönnunarinnar. Einhverja hluta vegna grunar mig að önnur sveitarfélög í A-Hún. haf beðið eftir niðurstöðum þessarar skoðunarkönnunar.

 

Ég á sennilega eftir 10-15 ár og á mér ekki bara að vera nákvæmlega sama? Ég get bara selt jörðina og flutt suður eða eitthvað annað. Er þetta falleg framtíðarsýn fyrir A-Húnavatnssýslu? Ég flutti ekki hingað 1997 til þess að vinna að því að steingervingar og þar á meðal ég yrðu hér eftir.

 

Okkur vantar verkfræðinga, tæknifræðinga, viðskiptafræðinga og fleira fólk til að viðhalda góðu mannlífi á Norðurlandi vestra.

 

Hvernig gerist þetta? Byrjum heima og sameinum A-Hún. Við gátum sameinað fimm hreppa í Húnavatnshrepp. Af hverju förum við ekki áfram?

 

Á mér að vera sama? Mér er ekki sama.

 

Með vinsemd og virðingu

Gunnar Rúnar Kristjánsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga