Pistlar | 16. júní 2014 - kl. 10:09
Afhverju er mér ekki nákvæmlega sama?
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Nú erum við hjónin búin að selja jörðina innan fjölskyldunnar. Við komum “heim” um jóla og páska og oftast um Húnavöku. Við hittum fólk og öllum finnst gaman. Þau sem keyptu jörðina eignast börn eins og gengur og gerist og þau eru frjósöm. Þrjú börn á 4 árum, geri aðrir betur.

 

Elst er stelpan Elsa, svo kemur Kormákur einu og hálfu ári síðar. Signý er yngst. Elsa og Kormákur hafa því verið leiksystkin í nokkur ár. Eins og allir vita þá fara yngri bræður oft frekar í taugarnar á systrum sínum þrátt fyrir að þeim finnst ósköp vænt um þá en stundum er þetta “to much”. Líða nú árin og Elsa og seinna Kormákur fara í grunnskólann á Húnavöllum. Þar hitta þau jafnaldra sína úr sveitinni. Heldur hefur nú fækkað börnum, karlar náttúrulausir og kellur komnar á aldur.

 

Jafnaldri Elsu er strákur sem henni finnst ekkert sérstaklega skemmtilegur. Af því að Kormákur er svona rétt hjá þeim í aldri er þeim öllum kennt saman. Í skólanum eru 40 nemendur á öllum aldri. Það er óheppilegt að 10. bekkur er með 10 nemendur og engin árgangur að fara að fylla það skarð. Elsu býður það hlutverk að vera með þessum strákum það sem eftir er. Hún kemst aldrei úr umönnunarhlutverkinu.

 

Afhverju er mér ekki nákvæmlega sama?

 

Með vinsemd og virðingu,

Gunnar Rúnar

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga