Húnaflói
Húnaflói
Pistlar | 26. ágúst 2014 - kl. 14:17
Organistapistill
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Í síðasta pistli var rifjuð upp ferðavísa Ragnars heitins Böðvarssonar frá vorinu 2012: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=11212, hér kemur seinni vísa RB:

Kóparnir á skerjunum skemmta sér við

skvamp í glaðri öldu við lábarða steinana

Féð er dreift um heiðanna sólvermda svið

Söngfugl tekur undir við lækjarins nið.

Laxinn móti straumunum stökkin iðkar létt

stóðið glatt í haganum æfir langan sprett.

Yst á Vatnsdalsfjallinu Öxlin gnæfir yfir Þingið.

Ósköp er gaman að ferðast um Húnaþing.

Í sama pistli var nokkuð rætt um styrk bláman á Húnaflóanum og vísnagerð sem þar við tengist og sama dag bættust við fleiri vísur frá Sigrúnu Haraldsdóttur:

Öldufaldur tognar tær,

tindrar sjávargljái,

Haraldsdóttur heillað fær

Húnaflóinn blái.

 

Daggarinnar dofnar glit,

dvínar blámi á lænu,

farin eru að láta lit

laufin sumargrænu.

Þessar bráðnýju vísur eru komnar á valinn stað, nýjan vísnavef þar sem verið er að safna vísum tengdum héruðunum við Flóann: http://bragi.info/hunafloi/.  

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga