Pistlar | 18. febrúar 2016 - kl. 21:41
Þakkir
Eftir Magnús frá Sveinsstöðum

Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á ýmsan hátt í tilefni af afmæli mínu 9. febr. sl. Mér bárust mörg skeyti og kort,  kveðjur í tölvupósti eða á Facbook og síðast en ekki síst komu margir í Þingeyrakirkju að kvöldi afmælisdagsins og samfögnuðu mér og hlýddu á góðan söng Álftagerðisbræðra.

Ég afþakkaði persónulegar gjafir á þessum tímamótum, en bað um að ef einhver vildi endilega gefa eitthvað rynni það til Þingeyrakirkju. Í kirkjunni var askja sem fólk gat sett pening í og sumir létu pening fylgja með kortum, sem til mín voru send. Þeir peningar fóru allir í öskjuna og taldi bankastarfsmaður upp úr henni rúmlega 220 þúsund krónur og lagði inn á reikning kirkjunnar. Ef einhver vill styðja kirkjuna enn frekar má leggja pening inn á reikning 0307-13-785 kt 710269-3439, eig. Þingeyraklaustursk. Það er alltaf þörf á pening til að halda þeirri fallegu kirkju við.

Margir sendu mér kveðju í bundnu máli og hef ég birt þær á facbóksíðu minni. Sem sýnishorn læt ég eina af þessum vísum fylgja hér með. Hún er eftir Hjálmar Freysteinsson.

Þótt hann væri á fæti frár
fór ´ann aldrei héðan.
Sveitin mátti í sjötíu ár
sitja uppi með´ann.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga