Vatnsdalsfjall
Vatnsdalsfjall
Pistlar | 04. apríl 2016 - kl. 09:01
Stökuspjall - Öxlin gnæfir yfir Þingið
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Vér skulum því öllu angri gleyma
en óðfluga láta gleðina streyma
um sérhverja æð og svo að hún megi
í sífellu streyma uns lýsir af degi
vér yrkjum, kveðum og saman syngjum
og södd og ánægð vér glösum klingjum. RB

Ragnar Böðvarsson tók í mörg ár þátt í starfi fyrir árleg hagyrðingamót/1989-2012 og undirbjó sjálfur Bragaþingið 2009. Versið hér að ofan er hluti af rímaðri setningarræðu hans. Fáum árum síðar orti hann ferðaljóð handa kórnum sem hann kom með norður í Húnaver. Þar voru rifjuð upp ljóðin Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum. Ragnar lýsir því sem ber fyrir augu ferðalangsins:

Laxinn móti straumunum stökkin iðkar létt
stóðið glatt í haganum æfir langan sprett.
Yst á Vatnsdalsfjallinu Öxlin gnæfir yfir Þingið.
Ósköp er gaman að ferðast um Húnaþing. RB

Annar fræðimaður og tengdur Hrútafirði, Torfi Jónsson, safnaði efni til margra bóka. Í eina þeirrar safnaði Torfi úr fórum sínum vísum um róg og söguburð. Þar á margt skáldið snjalla hendingu:

Er lygin um loftið flýgur
og langvegu hæglega smýgur
um byggðir og víðavang,
sannleikur seinn á fæti
um sveitir og borgarstræti
lötrar sinn lestargang. Jakob Ó. Pétursson

Vor er á næsta leiti, tónleikar í kirkjum og sönghúsum, dagarnir lengjast að marki og fréttir berast af farfuglunum. Lítum til ljóða Indíönu Albertsdóttur sem fædd var að Neðstabæ í Norðurárdal og yrkir um sveitina sína:

Hér á ég margan mætan blett,
sem mér eru bernskukærir,
þar sem hoppa um lautir létt
lækir silfurtærir.

Þó eg flytti í fegri sveit
með fríða skógarlundi,
mela, holt og hlíðarreit
harma sárt eg mundi. IA

Um vordýrðina orti Indíana:

Er vorsins blíða varmadís
vekur lýð af dvala,
ein ég tíðum una kýs
uppi í hlíðum dala.

Vísað er til:

Ræðu Ragnars á Hótel Laka 2009: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=r0&ID=4810 Húnaflóavísur/RB: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5105
Nokkur  orð um kjaftasögur/TJónsson: http://bragi.info/hunafloi/vardveisla.php?U=n0&ID=8085
Minningarorð um Torfa Jónsson: http://ornbardur.annall.is/2012-06-18/torfi-jonsson-1919-2012/
Norðurárdalur/Indíana Albertsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4612

Eldra stökuspjall:
Standbergshallir: http://www.huni.is/index.php?cid=12672
Lífsgleði njóttu: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12647
Þeir urðu vinir á vondu ferðalagi: http://www.huni.is/index.php?cid=12589
Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum:http://www.huni.is/index.php?cid=12568
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

Organistapistlar á Húnahorninu 2014-2015
Fjöll, hjallar og fell. http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11908
Sól af hafi rís: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11831
Að eiga saman söng í hjarta: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11780
Kossar hríðarélja: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11724
Lindin tær og ljúfur blær: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11698
Á það hiklaust treysti: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11638
Vöktu þeir Jónas um nótt: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11521
Við hálfnað lag: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11508
Að gefa og þiggja gjafir: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11363
Að taka hrúta: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11363
Sjal í mildum faðmi: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11339
Af Blönduóskirkjukór og unglingnum á Bergsstöðum: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11279
Húnaflóabláminn: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11225
Um páskamessur 2014 og prestsdætur á Auðkúlu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10859
Æfing uppi á baðstofu á áttræðisafmæli Runólfs í Hvammi og rabb um Halldóru Bjarnad. á Héraðshælinu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10798
Gæt mildingur mín orti Kolbeinn á Víðimýri: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10760
Ertu hjá mér Guð? spyr Sigurbjörn biskup: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10740
Breiði greinar móti sól, sagði skáldið af Kvennaskólanum, Ingibjörg Benediktsdóttir frá:http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10712
Sigli ég hátt í sólarátt kvað Jónas Tryggvason: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10670
Þá kýs ég að vinda upp voð sagði Páll Kolka: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10635

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga