Pistlar | 23. maí 2018 - kl. 22:44
Ágæti kjósandi í Húnavatnshreppi
Eftir Kristínu Rós Sigurðardóttur

Á laugardaginn, þann 26. maí 2018, er komið að því að við göngum til sveitarstjórnarkosninga þar sem þú, kjósandi góður, getur haft áhrif á hvernig best sé komið fyrir okkur íbúum í Húnavatnshreppi næstu fjögur árin.

Við frambjóðendur E-listans Nýtt afl höfum fram á að bjóða fjölbreytt val fulltrúa sem koma úr mörgum mismunandi starfsgreinum. Við höfum frambjóðendur sem eru bændur og búfræðingar, hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og lífeindafræðing, leiðbeinanda í leikskóla, kennara við grunnskóla, ferðaþjónustu bónda og fulltrúa hjá póstinum.  Þetta er fjölbreyttur og víðsýnn hópur.

Frambjóðendur E-listans eru ungir að árum og sumir hverjir að taka sín fyrstu spor í búskap hér í sveitinni og hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að gera sveitarfélagið þannig að það henti vel fyrir alla íbúa.  Mikilvægt er fyrir okkur að hafa ungt fólk með okkur til starfa í sveitarfélaginu, því þetta eru jú íbúarnir sem eiga eftir að búa lengst í sveitinni ef guð og gæfa leyfir.  

Ég vil því biðja þig, kjósandi góður, að skoða vel stefnuskrár þeirra flokka sem í framboði eru áður en þú ferð í kjörklefann og finna út frá sjálfum þér hvaða flokki eða fólki þú treystir best til að fara með stjórn mála í Húnavatnshreppi næstu fjögur árin.  Þú getur fundið upplýsingar um stefnumál E-listans á nokkrum stöðum t.d.:

Þessa síðustu daga fyrir kosningar vil ég minna á mikilvægi heiðarlegrar kosningarbaráttu, því við eigum eftir að vinna saman að loknum kosningum.

Næstkomandi laugardag hefur þú kjósandi góður tækifæri til að velja góðan kost fyrir gott samfélag.  

Setjum X við E á laugardaginn.

Bestu kveðjur með sól í hjarta

Kristín Rós Sigurðardóttir
5. sæti E- lista Nýtt afl í Húnavatnshreppi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga