Pistlar | 02. febrúar 2021 - kl. 12:05
Enn vegna götulýsingar
Eftir Ólaf Bernódusson

Vegna fyrri afskipta minna af framtaksleysi Vegagerðarinnar í götulýsingu á þjóðveginum gegnum Skagaströnd sendi ég hér með lýsingu á ástandinu eins og það er í dag.

Lít ég á Strandgötu ljósin svo fín
þau lýsa upp í myrkri og skafhríð.
Allflestir fá núna allt aðra sýn
á Almættis getu í snjóskaflasmíð.

En…. á Fellsbraut fólk sér ekki tærnar á sér
né fagnar þar vegagerð virkri
því þar vantar ljósin sem lýs´eiga mér
á labbi um götun´í myrkri

Með þessu vísnahnoði skora ég á verktakana, sem sjá um lýsinguna fyrir Vegagerðina, að klára að koma ljósi á þá ellefu staura sem enn eru ljóslausir efst á Fellsbrautinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga