Viðurkenningar veittar.
Viðurkenningar veittar.
Riffilhús
Riffilhús
Skotsvæði Markviss
Skotsvæði Markviss
Pistlar | 08. mars 2021 - kl. 09:59
Fréttir af Skotfélaginu Markviss
Frá Skotfélaginu Markviss

Sunnudaginn 28. febrúar síðastliðinn hélt Skotfélagið Markviss aðalfund sinn á skrifstofu USAH að Húnabraut 4. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins að þessu sinni. Afkoma félagsins á síðasta ári var viðunandi en þó drógust tekur af æfingagjöldum og skotprófum verulega saman sökum Covid og þeirrar staðreyndar að ekki var hægt að halda úti hefðbundinni starfsemi nema hluta úr ári.

Þrjú mót voru haldin á svæði félagsins síðastliðið sumar, Landsmót STÍ í Norrænu Trappi í júní, Arctic Coast Open í Skeet í júlí og svo Íslandsmeistaramót í Norrænu Trappi í ágúst. Öll innanfélagsmót féllu niður á árinu.

Framkvæmdir voru miklar á svæði félagins, byggt var hús yfir skotborð í enda riffilbrautar og standa vonir til að náist að klára þá framkvæmd í ár. Plægðir voru niður rafmagnsstrengir bæði í riffilhús og út á Trap völl. Einnig var fjárfest í þráðlausu stjórnkerfi á Trap og Sporting völl ásamt því sem keypt var ein kastvél á Sporting völlinn til viðbótar þeim sem fyrir voru. Áætlanir gera ráð fyrir að Sporting völlurinn klárist á þessu ári eða í síðasta lagi árið 2022. Þá er félagið einnig komið í samstarf við Skógrækt ríkisins um skógrækt á skotíþróttasvæðinu í gegnum verkefni sem kallast "Vorviður".

Fyrir aðalfund voru veittar viðurkenningar fyrir árangur keppenda á síðastliðnu keppnistímabili. Að venju var valið "skotíþróttafólk ársins" í hagla- og riffilgreinum.

Í haglagreinum varð Snjólaug M.Jónsdóttir fyrir valinu.

Af árangri Snjólaugar sumarið 2020 má helst nefna:

1. sæti Kvennaflokkur Landsmót Norrænt Trap
3. sæti Kvennaflokkur Landsmót Arctic Shooting Open Compak Sporting
1. sæti B úrslit SIH OPEN SKEET
4. sæti A.úrslit Arctic Coast Open SKEET
2. sæti Kvennaflokkur Íslandsmót Compak Sporting
3. sæti. Kvennaflokkur Íslandsmót SKEET
1. sæti Kvennaflokkur Íslandsmót Norrænt Trapp
1. sæti Kvennaflokkur NLM Open Norðurlandsmeistari Kvenna 2020

Skotíþróttamaður Markviss í riffilgreinum 2020 varð Jón B. Kristjánsson. Jón keppti á 10 mótum sumarið 2020 og má þar helst telja:

1. sæti  Sumarmót Skotfélags Akureyrar, BR50
3. sæti  Mót á Húsavík, VFS 100m Breyttir veiðirifflar
3. sæti  Sumarmót Skotfélags Akureyrar, VFS 100m  Óbreyttir veiðirifflar

Þá var unglingaliði félagsins í Norrænu Trappi,en það skipuðu þeir Elyass Kristinn Bouanba ásamt bræðrunum

Jóni Gísla og Sigurði Pétri Stefánssonum veitt sérstök viðurkenning fyrir frábæran árangur á síðasta ári.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga