Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi
Pistlar | 22. apríl 2022 - kl. 21:36
Sumarkveðja
Frá stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi

Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegs sumars. En stjórnina skipa þau Guðmundur Finnbogason, Jóhann Guðmundsson, Kári Kárason, Sigríður Stefánsdóttir og Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir.

Á aðafundinum þann 19. apríl sl. kom fram í skýrslu stjórnar að samtökin hafa fært HSB á síðasta ári: lyftu baðstól á sjúkradeild 1, sjónvarp á 4. hæð, Buffaló lyftustól og fyrir jólin bollastell og brauðdiska fyrir 50 manns, ásamt dúkum. Verðmæti þessara hluta eru kr. 1.182.000. Þá bárust okkur góðar gjafir; sjónvarp frá Elko sem sett var upp á sjúkradeild 2 og málverk af gamla bænum sem prýðir vegg í aðstandendaíbúð.

Viljum við þakka þeim sem studduð okkur hjartanlega fyrir veittan stuðning.

Við erum meðvituð um að án ykkar gætum við lítið gert.

Minningarkort Hollvinasamtakanna eru til sölu í móttöku HSB og styrktarreikningur okkar 0307 26 270  kt: 490505 0400 Auðvelt að gerast félagi. Bara senda á sillahemm@simnet.is.

Stjórnin

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga