Pistlar | 12. maí 2022 - kl. 08:21
Kosningar 2022
Eftir Margréti Einarsdóttur

Á laugardaginn ganga Íslendingar til sveitastjórnakosninga.  Í flestum sveitarfélögum eru bornir  fram listar  þar sem kjósendur getur valið sér þá einstaklinga, sem þeir treysta best til að vinna sínu sveitarfélagi allt hið besta.

Það sem gerir þessar kosningar sérstakar fyrir okkur íbúa á Blönduósi og í Húnavatnshreppi er að nú erum við að velja okkur þá fulltrúa sem við viljum að ljúki því verki  sem byrjað var á fyrir mörgum árum, þ.e. að sameina þessi sveitarfélög.

Því miður bárum við ekki gæfu til að sameina alla Austur-Hún. í þessari lotu, en svona virkar lýðræðið og við lútum þeirri niðurstöðu sem fer fram í almennum kosningum.

Við höfum um 4 lista að velja sem allir eru skipaðir fólki sem hefur væntanlega brennandi áhuga á því erfiða og flókna verkefni sem framundan er, að búa til nýtt sveitarfélag, því það er ekkert „bara“ að sameina 2 sveitarfélög í 1.  Þó mikil og góð undirbúningsvinna hafi farið fram í sameiningarnefndinni þá er lokahnykkurinn eftir.

Á D-listanum, lista sjálfstæðimanna og óháðra eru öflugir einstaklingar, fólk sem  kemur bæði úr þéttbýli og dreifbýli, hefur reynslu úr sameiningarnefndinni og sem sveitastjórnarfulltrúar úr Húnavatnshreppi og Blönduósi í bland við ný og fersk andlit.

  1. Guðmundur Haukur, framkvæmdastjóri,  sveitarstjórnarmaður í 8 ár nefndarmaður í sameiningarnefndinni.
  2. Ragnhildur Haraldsdóttir, lögreglukona, sveitarstjórnarfulltrúi og nefndarkona í sameiningarnefndinni.
  3. Zophonías Ari Lárusson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður sl. 8 ár.
  4. Birgir Þór Haraldsson bóndi.
  5. Ásdís Ýr Arnardóttir, uppeldis-og menntunarfræðingur og kennari.
  6. Jón Árni Magnússon bóndi og sveitarstjórnarmaður.
  7. Steinunn Hulda Magnúsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur

Ég skora á kjósendur  að skoða þennan lista af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn og brennandi áhuga, hvort sem  það varðar,  lýðheilsu, málefni æsku og eldri borgara, skóla og íþróttamál, landbúnað, nýsköpun, ferðamál og alla aðra atvinnustarfsemi.

Veitum þeim það brautargengi sem þarf  til að þau geti verið í forystu í sveitarfélaginu okkar næstu 4 árin.

Setjum X við D á laugardaginn.

Margrét Einarsdóttir

Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga