Elín R. Líndal
Elín R. Líndal
Pistlar | 06. mars 2009 - kl. 20:28
Setjum Elínu Líndal í 2. sætið á lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Eftir Gunnar Kristjánsson

Póstkosning fer nú fram meðal skráðra Framsóknarfélaga í kjördæminu skammur tími hefur verið til stefnu fyrir frambjóðendur að kynna sig. Fyrir þá sem eru eitthvað að velta málum fyrir sér um hvernig raða skuli í þau 5. sæti sem póstkosningin kveður á um vil ég benda á mikilvægi þess að huga vel að heildarútkomunni sem verður á framboðslistanum til Alþingiskosninga. 

 

Það er mikill fengur fyrir Framsóknarmenn í Norðvestur kjördæmi að Elín R. Líndal Lækjamóti í Húnaþingi skuli gefa kost á sér til starfa fyrir kjördæmið á þeim tímum sem við stöndum frammi fyrir og því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Þar skiptir máli að til starfa veljist fólk með þá víðtæku reynslu sem Elín hefur öðlast með þátttöku sinni á hinum ýmsu sviðum félagsstarfs í þjónustu við sveitunga sína sem og samlanda. Það er sama hvar borið er niður í þeim reynslubrunni hvort sem litið er til jafnréttismála þar sem Elín var formaður um skeið, sveitarstjórnarmála þar sem Elín stýrði sameiningarferli og hefur síðan komið að stjórn sameinaðs sveitarfélags Húnaþings Vestra.

 

Málefna Sambands Sveitarfélaga þar sem Elín hefur setið í stjórn, málefna bænda sem fulltrúi á Búnaðarþingi sem og fulltrúi í stjórn samtaka þeirra bænda sem eiga hlunnindaár. Hvarvetna fer sá orðstýr af Elínu í því sem hún tekur sér fyrir hendur að hún sé heiðarleg, framsækin, réttlát og gefi sig af fullum slagkrafti í þau mál fyrir liggja.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga