Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Pistlar | 19. janúar 2014 - kl. 21:16
Organistapistill
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Þá kýs ég að vinda upp voð
í vorblæ á mjallhvítri gnoð
og sigla glaður minn sjó
með síþaninn streng og kló

segir Páll Kolka í einu ljóða sinna, en sálmur 525 sem sömuleiðis er eftir hann verður sunginn í kvöldmessu í Blönduóskirkju næsta sunnudag, 26. janúar klukkan 20. Páll Valdimar gaf út þrjár ljóðabækur: Hnitbjörg, Ströndina og Landvættir og skrifaði héraðslýsingu í bókinni Föðurtún. Hann var héraðslæknir Húnvetninga í aldarfjórðung og stuðlaði öðrum fremur að byggingu Héraðshælisins á Blönduósi. Páll Kolka var fæddur 25. jan. 1895 en lést 1971

Í öðru ljóði Á Holtavörðuheiði segir Páll:

Gatan mín forna er gróin sem tún
gatan sem fór ég á æskunnar dögum.
Sól skein á fjallanna sillur og brún
samleið hér áttum við, ég og hún.

Hljómaði sál mín af ófæddum ljóðum og lögum.

Í Vestmanneyjum gegndi Páll Kolka læknisstörfum í fjórtán ár áður en hann flutti norður til Blönduóss.

Sjá hér: http://www.heimaslod.is/index.php/P%C3%A1ll_V._G._Kolka

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga