Pistlar | 12. júlí 2021 - kl. 09:06
Sögukorn: Bændamenning í borg!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að útverðir íslensku sauðkindarinnar séu fjáreigendur, m. a. í borg og þorpum er kenning Ólafs Dýrmundssonar búvísindamanns í Breiðholtinu: Þarna sé íslenskur menningararfur og uppeldisgildi sauðfjár sé ótvírætt. Áður fyrr voru tengsl kaupstaðarbarna nokkur við sauðburð á vorin og réttirnar á haustin en nú hefur skólatíminn lengst að miklum mun og bændastéttin orðin fámenn miðað við nágrannana í borginni, en þó hafa sumir skólar lagt rækt við þessi tengsl, sérstaklega tengt lömbunum á vorin.

Ólafur lauk doktorsprófi í sauðfjárrækt suður í Wales 1972 og hefur síðan skilað miklu starfi við kennslu og fræðastörf.

Ólafur hefur haldið sauðfé lengst af ævi sinnar, nú síðast í rúmgóðum garði sínum upp í Seljahverfi. Hann var fimmtán ára þegar hann byggði fyrsta fjárhúsið með 13 ára vini sínum þar sem þeir höfðu 2 kindur, en bættu fljótlega við hesti og 10 hænum. En þeir máttu flýja með húsin þegar Sólheimablokkirnar voru byggðar.  

Ólafur Dýrmundsson verður gestur okkar norður í Skagabúð/Hofi í kaffi eftir guðsþjónustu þriðjudaginn 17. ág. n.k. en þar á Hofi var haldin sumarguðsþjónusta fyrir 5 árum til að minna okkur á þennan fæðingarstað Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnasafnara svo og störf hans. Málþing var haldið á Skagaströnd fyrir 2 árum í tilefni af því að 200 ár voru þá liðin frá fæðingu Jóns.

Fleira til fróðleiks:
Bændablaðið 2015 um ÓD:
https://www.bbl.is/frettir/olafur-r-dyrmundsson-laetur-af-storfum-eftir-langan-starfsferil-i-thagu-baenda

Ólafur Dýrmundsson: https://www.bssl.is/olafur-r-dyrmundsson-laetur-af-storfum-hja-bi/
ÓD um markaskrár: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/748339/

Af Húnahorninu:
Messuboð að Hofi 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Eftir Hofsmessu 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13102
Hátíð á Skaga 2019: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16098

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga