Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 21:30 0 0°C
Laxárdalsh. 21:30 0 0°C
Vatnsskarð 21:30 0 0°C
Þverárfjall 21:30 0 0°C
Kjalarnes 21:30 0 0°C
Hafnarfjall 21:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 11. maí 2022 - kl. 09:27
Ferðaþjónustan og framtíðin
Eftir Erlu Gunnarsdóttur

Kæru kjósendur

Nú líður að kjördegi og þá greiðum við okkar atkvæði um það hverjum við treystum best til þess leiða okkur inn í nýja tíma sem sameinað sveitarfélag. Hið nýja sveitarfélag mun þurfa að horfast í augu við ýmsar áskoranir, ein áskorunin er án efa sú hvernig við náum að sameina ekki bara sveitarfélagið heldur einnig fólkið. Það er mín einlæga ósk að allir leggist á eitt um að það takist sem fyrst svo að við getum farið að vinna saman samfélaginu öllu til heilla.

Unnið hefur verið markvisst að því undanfarin ár að gera Ísland að eftirsóttum áfangastað meðal erlendra ferðamanna. Greinin hefur vaxið það mikið að óhætt er að segja að hún sé orðin ein af umfangsmestu atvinnugreinum landsins og ein stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar.

Undanfarin 2 ár hafa verið vægast sagt óvenjuleg eins og við þekkjum, heimsbyggðin öll hefur hlotið skaða af COVID-19 faraldrinum. Þrátt fyrir áföll hefur okkur Íslendingum alltaf tekist að snúa vörn í sókn og er það einmitt markmiðið þegar við náum að ráða bug á COVID-19 heimsfaraldrinum. Fram undan eru þó óvissutímar og má búast við gríðarlegri samkeppni á alþjóða ferðaþjónustumarkaðnum. Það má segja að ferðaþjónustan sé lykill að öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins fyrir Ísland. Til þess að ná þeim árangri er samstaða og kröftug sókn í markaðsmálum lykilatriði.

Huga þarf að því að allir hagsmunaaðilar svo sem ríki, sveitarfélög, markaðsstofur og fyrirtæki í greininni vinni saman að því að ná fram sem mestri framlegð í sátt við umhverfi og náttúru. Því er mjög mikilvægt að nauðsynlegir innviðir séu til staðar og er þar aðkoma sveitarfélaga mjög mikilvæg. Í raun er afar mikilvægt að sveitarfélög styðji við alla atvinnuuppbyggingu á sínu svæði, því með auknum atvinnutækifærum eykst þjónusta við íbúa, bætir lífsgæði þeirra og svæðið verður álitlegri búsetukostur.

Ferðaþjónustan hefur víða um land skapað fjölbreyttari atvinnutækifæri og hafa mörg lítil og meðalstór fyrirtæki sprottið upp þar sem áður var fábreyttara atvinnulíf. Af slíkri atvinnuuppbyggingu græða allir og ekki síst íbúarnir þar sem oft er um að ræða þjónustu sem þeir geta notið góðs af eins og aukna menningarstarfsemi, afþreyingu, fleiri veitingarstaði og kaffihús.

Ferðamönnum fylgja auknar tekjur bæði beint til sveitarfélagsins í formi skatttekja og til einkarekinna fyrirtækja á svæðinu. Slík verðmæti ýta undir frekari uppbyggingu, nýsköpun og vöruþróun.

Í nýja sameinaða sveitarfélaginu okkar eru fjölmörg ónýtt tækifæri í ferðaþjónustu og því er það mikilvægt að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að marka skýra langtímastefnu um uppbyggingu í ferðaþjónustu í samstarfi við hagsmunaaðila í greininni og íbúa. Halda þarf áfram markvisst að uppbyggingu áfangstaða og einnig þarf að samræma áfangastaðaáætlun fyrir nýtt sveitarfélag.

Hið nýja sameinaða sveitarfélagið þarf að huga vel að skipulagsmálum t.d. með því að tryggja úrval lóða, í þéttbýli og dreifbýli fyrir bæði fjölbreytta starfsemi og búsetuform. Þannig má  útbúa góðan jarðveg fyrir ný fyrirtæki til þess að byggja upp fyrirtæki og þjónustu á svæðinu. Ekki má þó gleyma að gæta þess að jafnvægi sé milli hagsmuna ferðaþjónustu og íbúa. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir bættum og öruggari samgöngum og stuðli þannig að góðu aðgengi að svæðinu, náttúruperlum og aðdráttarafli þess.

Sveitarfélagið okkar er mjög vel staðsett bæði miðsvæðis á norðurlandi og svo nær það inn á mitt hálendi Íslands. Við þurfum að leggja áherslu á að hið nýja sameinaða sveitarfélag sem áfangastað og að það verði miðstöð þjónustu í alfaraleið. Mikilvægt er að efla kynningu, fræðslu, samvinnu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu. Svæðið okkar getur t.a.m. lagt áherslu á þætti eins og mikinn sagnaarf, ósnerta náttúru, friðsælt dýralíf, vörur úr héraði, gestrisni og góða þjónustu.

Sagnaarfinn okkar er að finna víða í sveitarfélaginu hvort sem það eru sögustaðir Vatnsdælasögu eða við Þrístapa. Ósnerta náttúru höfum við líka víðsvegar í sveitarfélaginu okkar svo ekki sé nú talað um náttúruundrin eins og Vatnsdalshólana og Kattaraugað. Friðsælt dýralíf er hvert sem litið er, má þar nefna Hrútey og ósinn við Blönduós sem dæmi. Það er alltaf að verða meira framboð af vörum úr héraði en betur má ef duga skal. Gestrisni og góð þjónusta er eitthvað sem kemur af sjálfu sér ef allir vanda sig í þeim efnum og ekki væri það nú slæmt til eftirspurnar fyrir svæðið ef við gætum skarað fram úr á því sviði.

Hvað varðar ónýtt tækifæri á svæðinu mætti leggja áherslu á útivistatengda ferðaþjónustu og fara í átak í markaðssetningu göngu- hjóla- og reiðleiðum hvort heldur sem er þeirra sem fyrir eru eða nýrra leiða. Þar mætti hugsa sér að nýta betur skógræktar- og vatnasvæðin í héraðinu. Einnig mætti efla þá viðburði sem nú þegar hafa fest sig í sessi sem og koma nýjum árvissum viðburðum á, sem tengja mætti m.a. útivist, fjallamennsku, vötnum, ám, göngum og réttum.

Öll þurfum við að taka höndum saman og efla jákvæða og góða ímynd nýja sveitarfélagsins. Við þurfum að vinna markvisst kynningarstarf með það að markmiði að laða að nýja íbúa, fyrirtæki og gesti. Byggja þarf á þeirri ímynd svo hið nýja sveitarfélag verði eflt inná við og út á við. Við viljum kynna sveitarfélagið okkar sem fjölbreytt og fjölskylduvænt samfélag, sem hefur upp á margt að bjóða.

Tryggjum framsókn og framfarir!

Setjum X við B þann 14. maí nk.

Erla Gunnarsdóttir
4. sæti á lista Framsókn og aðrir framfarasinnar

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið