Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 3. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 18:21 0 0°C
Laxárdalsh. 18:21 0 0°C
Vatnsskarð 18:21 0 0°C
Þverárfjall 18:21 0 0°C
Kjalarnes 18:21 0 0°C
Hafnarfjall 18:21 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
Þættir úr sögu sveitar: Margrét á Hóli skrifar bréf
73. þáttur. Eftir Jón Torfason

Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa. Smám saman fór þó „hið opinbera“ að seilast inn á þessi svið, oft með lagasetningu og tilskipunum en ærið oft var fármagn til umbóta og framkvæmda af skornum skammti, eitthvað sem menn svo sem þekkja enn á vorum dögum.

Skipti á arfi eftir dauðsfall virðist lengi hafa verið á vegum erfingjanna, eftir ákveðnum reglum þó, en ríkisvaldið skipti sér lengstum lítið af slíku. En á síðari hluta miðalda og þegar komið var fram yfir 1800 kom það í hlut sýslumanna, í hlutverki „hins opinbera,“  að hafa eftirlit með búskiptum og eru til merkilegar heimildir um slíkt í skjalasöfnum sýslumanna. Má segja að sá heimildaflokkur byrji um miðja 18. öld, þótt sýslumenn muni hafa haft afskipti af slíkum málum fyrr.

Sýslumanni bar að annast búskipti eða láta hreppstóra gera það, sjá til þess að skuldir væru greiddar og eignum skipti réttlátlega milli erfingja. Einnig sáu þeir til þess að ófjárráða einstaklingum, ófullveðja börnum, væru settir talsmenn eða umsjónarmenn, oft talað um „værge“ í þessu sambandi. Konur voru tæplega fjár síns ráðandi og var oft settur talsmaður en sumum ekkjum virðist þó hafa tekist að hafa umráð yfir eignum sínum að miklu leyti.

Fjárhaldsmönnum erfingja, t.d. tiltekins barns, bar að sjá um að eignir þess rýrnuðu ekki og bæru vexti og þeir urðu að geta staðið skil á umræddum eignum þegar barnið varð fjárráða. Þetta gat orðið umsvifamikið en sýslumanni bar að hafa eftirlit með að viðkomandi barn fengi það sem því bar.

Upp úr Íslandsferð þess merka manns, Ludvigs Harboe, á árunum 1741-1745 var skerpt á kröfum um menntun barna fyrir fermingu. Ekki mátti ferma barn nema það kynni að lesa og hefði lært dágóðan slatta af guðsorði. Þetta ákvæði hafði í för með sér að langflestir landsmenn lærðu að lesa. Það er ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar að farið er að sjá til þess að börn lærðu að skrifa, það var ekki nauðsynlegt til að hljóta fermingu, en smám saman mun skriftaríþróttin hafa færst í vöxt, fyrst og fremst meðal karlmanna. En konur lærðu líka að skrifa, fyrst og fremst yfirstéttarkonur og dætur auðugra bænda. En stöku sinnum rekst maður á bréf sem almúgakonur hafa skrifað eða a.m.k. eru miklar líkur til að þær hafi skrifað sjálfar. Hér verður rakið eitt dæmi um slíkt og snertir einmitt meðferð fjárhaldsmanns á arfi eða arfshluta.

Um aldamótin 1800 bjuggu á Hóli í Svartárdal hjónin Árni Jónsson (1764-18. desember 1807) og Margrét Guðmundsdóttir (1766-15. nóvember 1848)[1] og komust bærilega af. Þau áttu sér eina dóttur barna er Guðbjörg hét (1799-23. apríl 1847). Rétt fyrir jólin 1807  var Árni á heimleið neðan úr Langadal og með honum Jón nokkur Bergsted, sem var þá ungur maður en síðar kunnur fyrir lækningar í héraðinu. Gísli Konráðsson segir svo frá:

        Fóru[2] þeir síðla frá Bólstaðarhlíð. En er þeir komu fram um Eiríksstaðakot vildi Árni ganga fram ána en Jón eigi. Réði þó Árni meira. Þá var dagsett og á hlákumyrkur. En þá þeir komu fram móts við Brúnarnes brast ísinn undir þeim. Jón var eftri. Varð stafur hans þvers um vökina. Náði straumurinn brjóstum hans. Hafði hann sig þá á stafnum upp á ísinn, en áin tók Árna. Skildi þar milli feigs og ófeigs. Komst Jón heim um kvöldið. En nótt þessa ruddi Svartá sig allt ofan í Blöndu og eigi fannst lík Árna þó leitað væri.

Eftir lát Árna var búinu skipt milli ekkjunnar Margrétar Guðmundsdóttur og dóttur þeirra Guðbjargar sem þá var orðin 8 ára. Margrét bjó áfram á Hóli og taldist fyrir búinu en eftir nokkur ár flutti til hennar ungur maður Jón Jónsson. Svo fór að þau giftust og fluttu síðar að Stafni í Svartárdal. Þannig þróuðust mál að Jón eignaðist börn með Guðbjörgu stjúpdóttur sinni sem voru þó kennd öðrum mönnum. Þekktast barna þeirra er Margrét í Stafni og hefur Kristín Sigvaldadóttir ritað merkan þátt um hana í safnritið Hlynir og hreggviðir.[3] Hennar örlög eru ekki til umfjöllunar hér.

Á skiptafundi eftir lát Árna 23. júní 1808 var svo frá málum gengið, að Margrét fékk fyrir svaramann sinn Árna Helgason bónda á Fjalli en Guðbjörgu var fenginn sem svaramaður föðurbróðir hennar, Jón Halldórsson sem þá bjó á Höllustöðum en síðar í Köldukinn. Reyndar hafði upphaflega verið ráð fyrir gert að Jón Jónsson í Finnstungu yrði svaramaður barnsins en það kom sum sé í hlut Jóns Halldórssonar.

Hlutverk svaramannsins var ábyrgðarmikið. Hann átti að sjá til þess að hlutur viðkomandi erfingja, í þessu tilfelli Guðbjargar Árnadóttur, rýrnaði ekki til þess dags að hún yrði fjárráða eða öllu heldur þar sem kona átti í hlut, giftist og fengi þar með nýjan karlmann til að fara með fjárforræði sitt. Konur voru, eins og áður sagði, í rauninni ekki fjárráða á þessum árum en ekki er ætlunin að fara inn í það mál hér.

Þar sem Margrét bjó áfram og virðist ekki hafa verið í neinum vandræðum með búskapinn hefði verið eðlilegast að hún varðveitti fjármuni dóttur sinnar með sínu búi á Hóli en hefði svo staðið skil á þeim þegar Guðbjörg var komin til aldurs en Jón Halldórsson, sem svaramaður, hefði þá hugsanlega haft einhverja umsjá með búskap Margrétar, svo tryggt væri að eign Guðbjargar rýrnaði ekki. Í skiptabókinni er beinlínis sagt: „Þó má honum standa í sjálfs valdi hvört hann lætur arfinn framvegis vera undir hendi móðurinnar eður ekki.“[4]

Ekki kemur fram í skiptabókinni hvernig Jón Halldórsson hagaði þessu, en þegar hann dó 1814 kom fram að hann hafði tekið í sína vörslu nokkra fémuni, sem féllu Guðbjörgu í skaut við arfskiptin, og líklega flutt heim til sín í Höllustaði.

Jón dó 18. júlí 1814 og  þegar Margrét fréttir lát hans skrifar hún bréf til sýslumanns 1. ágúst sama ár (1814) og kvartar yfir meðferð Jóns á fjármunum dóttur sinnar. Sem fyrr segir er ekki útilokað að einhver hafi skrifað bréfið fyrir hana en mælt skal með því að hún fái að njóta vafans og að bréfið sé með hennar hendi:

        Hóli[5] í Svartárdal 1. ágúst 1814

        Veleðla hr. sýslumaður!

        Eftir því að ég nú heyrt hefi dauðsfall Jóns sál. H[alldórs]sonar á Köldukinn, svo orsakast ég til að gefa herra sýslumanninum til vitundar, áður en sú í lögunum tilsetta tíð er á enda, að í sterfbúi hér ofanskrifaðs sál. Jóns Halldórssonar eru inni standandi nokkrir fjármunir dóttur minnar Guðbjargar Árnadóttur, af hennar föður arfahluta, er Jón sál. sem hennar værge af mér krafði og í móti tók, sem voru: 6 ær, 3 sauðir gamlir og 4 dto veturgamlir, 1 hryssa tamin og 10 pör sjóvettlinga. Sagði téður Jón sál. mér, við samfundi okkar, að þetta litla af ávaxtarpeningi hefði hann öðrum leigt víst[6] eitt eður fleiri ár og síðan selt mót vilja og vitund minni. Þá til þess að þetta mitt barn og munaðarleysingi hljóti ei enn meiri skaða (þar ég hefði sjálf getað leigt þennan litla pening allt hingað til), svo fyrir spyr ég mig, sem móðurnefna dóttur minnar, auðmjúklega hjá yðar veleðlaheitum og rétta skiptaforvaltara, hvort ei sé réttvísast, að mér séu þessir fémunir, dóttur minnar vegna, úthlutaðir in natura úr því fallna sterfbúi Jóns sál. eður þá, sem mér er þó ei eins kært, að hinir sömu megi mér betalast í þeirri nú gildandi peningamynt, sem ég allt fel auðmjúklega míns yfirvalds náðugri ásjá og úrskurði.

        Í undirgefni hefi ég þá æru að nefna mig yðar veðeðlaheita þ[énustu]sk[uldbundin] auðmjúk ekkja, Margrét Guðmundsdóttir

Dánarbú Jóns var skrifað upp 12. október 1814  en ekki gengið frá skiptum eftir hann fyrr en 11. maí 1815.[7] Í skiptabókinni, þar sem gerð er grein fyrir skiptum  eftir Jón, er ekkert minnst á eign Guðbjargar í búi hans, en í fylgiskjölum[8] með búskiptunum kemur þessi eign fram. Þar segir: „Í geymslu stóð hjá Jóni sáluga 30 ríkisdalir banco sem er andvirði nokkurra fjármuna er Guðbjörg Árnadóttir á Hóli átti og Jón sál. seldi með yfirvaldsins ráði, sem hennar verge[9] fyrir téða upphæð, hvörjir seðlar ennnú geymast sterbúinu og ei komu til uppskriftar.“

Ekkert er meira ritað um þessa peninga en engin ástæða til að ætla annað en Margrét hafi fengið þá í hendur eða þá Guðbjörg litla þegar hún kom til aldurs eða giftist, þannig að réttlætinu væri fullnægt. Það leiðinlega við þetta allt saman er að á þessum árum varð danska ríkið gjaldþrota, eftir hremmingarnar í Napóleonsstyrjöldunum sem stóðu reyndar enn þegar þetta var. Í janúar 1813 var tekin upp ný mynt og gefnir út nýir seðlar og voru þær ráðstafanir svo harkalegar að menn fengu „1/10 af nafnverði gömlu seðlanna í nýjum seðlum.“[10] Þessi nýi gjaldmiðill komst smám saman á hér á landi en misjafnt hvað þekking á þeim breiddist út um landið og munu ýmsir hafa notað sér það til að auðvelda sér að sleppa úr skuldum, þar sem „gömlu“ peningarnir voru því nær verðlausir.

Miðað við „nýja“ gengið hefði Guðbjörg litla getað keypt sér 1 ½ hálfa kind fyrir þessa 30 bankó seðla sem var einungis brot af því sem hún fékk í arf eftir föður sinn. Það má því segja að Jón Halldórsson hafi haldið heldur illa á fjármunum hennar en það kemur fram hér að ofan að hann fékk leyfi yfirvaldsins, væntanlega sýslumannsins, til þessarar illa grunduðu sölu.


[1] Sbr. Skagfirskar æviskrár II, bls. 126.
[2] Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga, bls. 467.
[3] Sjá: Kristín Sigvaldadóttir: Margrét í Stafni. Hlynir og hreggviðir, bls. 93-125).
[4] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu ED1/1, örk 2. Skiptabók 1807-1810, bls. 135.
[5] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu B/2, örk 1. Bréf 1814.
[6] Óljóst.
[7] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu ED1/1. örk 3. Skiptabók 1810-1817, bls. 299 og áfram og ED2/2. Skiptaskjöl 1814.
[8] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu ED2/6, örk 24.
[9] Þ.e. fjárhaldsmaður.
[10] Þorkell Jóhannesson: Saga Íslendinga. Tímabilið 1770-1830, bls. 386. Í framhaldinu ræðir Þorkell nokkuð hverjar afleiðingar þessi peningaskipti höfðu fyrir þjóðlífið.

Þættir úr sögu sveitar 

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið