Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 29. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:16 0 0°C
Laxárdalsh. 20:16 0 0°C
Vatnsskarð 20:16 0 0°C
Þverárfjall 20:16 0 0°C
Kjalarnes 20:16 0 0°C
Hafnarfjall 20:16 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 07. apríl 2024 - kl. 17:45
Sögukorn: Að eiga rétt en ekki skyldur
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Jón og Jónas eru nánast aðalnöfnin úr húnvetnsku ættinni minni/IHJ, af nánast tilviljun tók ég bækur eftir nafna þeirra – óskylda mér – á safninu/Selfossi fim. 5. apr., annan kennara, Strandamann og skólabróður úr MA á Akureyri en hinn úr Borginni, læknisson, feiminn en ritfúsan, með norðlenska grósku, hét Jónas, tókst á hendur blaðamennsku af mikilli einurð og atorku og á rætur við norðurflóann eins og Jón Hjartarson, sem uppalinn er í Kollafirði á Ströndum.
     
  2. En fjölskylda Jóns flutti til Akureyrar haustið 1958 þegar unglingarnir á Undralandi þurftu að komast í gagnfræðaskóla, þar bjó Valdimar föðurbróðir JH og rak fatahreinsun:
     
  3. JH:„Einhvern veginn hafði ég fyrir löngu áttað mig á að sveitin reisti múra sem ómögulegt var að klöngrast yfir með öðru móti en að fara burt. Það var þá bara gott að fara. Lífið í sveitinni var stöðug barátta, mikil og endalaus vinna og andrúmsloftið þykkt af aðhlátri og meinfýsni. Nauðsyn vinnunnar mótaði allt, daglegar athafnir okkar krakkanna fólust oftast í því að gera eitthvað gagnlegt, jafnvel leikir og tómstundir tóku mið af þessu viðhorfi, að gera gagn. Bækur sem maður las og sögðu sögur af ókunnum slóðum, vöktu löngun til að sjá meira en Kollafjörðurinn hafði upp á að bjóða. Þannig óx smátt og smátt löngun til að losna, fara eitthvað langt, langt í burtu, meira rými þar sem margbreytileiki veraldarinnar sæist betur handan sjóndeildarhringsins og þar sem aðstæðurnar byðu upp á eitthvað, ég vissi ekki hvað, bara eitthvað annað.
     
  4. Þannig leið þetta síðasta sumar í sveitinni við óskaplega vinnu og púl og vitund um að nú væri þetta sveitastrit loksins að taka enda. Bráðum yrði þessu endalausa rollu- og beljustússi lokið og þá yrði það aldrei meir.
    Það var tilhlökkunarefni og kannski hvatinn sem hélt mér gangandi. Sumardagarnir siluðust …

     
  5. Loks kom rútan, kveðjur voru losaralegar .. við Hreinn trítluðum upp í rútuna og fengum okkur sæti framarlega. Bílstjórinn lokaði dyrunum, setti í gír og ók af stað. Ferðalagið var hafið. Þegar kom út á Broddaneshlíðina hóf bílstjórinn að syngja fyrir farþegana, það gerði hann oft þegar gott var veður til að stytta þeim stundirnar. VIð Hreinn sátum keikir í sætinu, fylgdumst með veginum fram undan ..
     
  6. . . . og litum aldrei til baka.
    Tilfinningin var mjög undarleg, það var einhvers konar sambland af kvíða, frelsi og feginleika. Ég fann til léttis að vera að losna frá þessu samfélagi þar sem vinnusemin var dyggð og meinfýsnin hversdagsskemmtun.

     
  7. Nú var þessum kafla í ævisögunni lokið, blaðsíðu flett. Ferðin til Akureyrar gekk vel og fátt bar til tíðinda fyrr en komið var á Blönduós. Þar stoppaði rútan alltaf við Hótel Blönduós í hálftíma eða svo meðan farþegar fengu sér hressingu. Við Hreinn áttum enga lausa aura og í stað þess að fara inn á hótel fórum við að líta ögn á umhverfið. Þar var ýmislegt framandi að sjá þannig að tíminn rauk frá okkur. Skyndilega heyrðust einhver hróp og köll og þegar við lögðum við eyrun fannst okkur að þessi köll gætu varðað okkur svo við skunduðum til baka. Allir voru farnir að bíða og bílstjórinn við það að gefast upp á köllunum þegar við skutumst óskaplega skömmustulegir inn um bíldyrnar. Til Akureyrar komum við í myrkri. Það hafði rignt og götuljósin spegluðust í blautu malbikinu á planinu við Bifreiðastöð Akureyrar.
     
  8. Mannfjöldi og bílamergð með viðeigandi umferðagný blasti við augum þegar við stigum út úr rútunni. Við gengum nokkur skref fram á planið, stönsuðum og stóðum þar hlið við hlið og reyndum að átta okkur á aðstæðunum. Við stóðum þétt saman, töldum það vissara og virtum fyrir okkur umhverfi sem við höfðum aldrei séð né órað fyrir að liti út eins og raun bar vitni.“
     
  9. „Sælir strákar,“ var sagt að baki okkar. Við snerum okkur við og þar stóð þá Valdi frændi brosandi og Einar, sonur hans. Við önduðum léttara því nú vissum við að allt var eins og um var talað. Við fylgdum þeim feðgum, stigum inn í fínu drossíuna hans Valda sem ilmaði af dásamlegri kaupstaðarlykt. Við vorum komnir á leiðarenda – á morgun byrjaði skólinn.
     
  10. Í Gagnfræðaskóla Akureyrar hófst nám bræðranna, Jóns og Hreins, síðar veðurfræðings, dagurinn var 1. september 1958 og hinn hluti fjölskyldunnar flutti ekki norður fyrr en lokið var slátrun og öðrum hauststörfum sveitafólks.
     
  11. Hér gerir Jón Hjartarson úttekt á stöðu fjölskyldunnar vestur í sveitinni þeirra: Þegar kom fram yfir miðja síðustu öld varð foreldrum mínum betur og betur ljóst að ekki var mikil framtíð í búskaparbaslinu á Undralandi, 60-70 rollur og 2-3 kýr nægðu hvergi til að framfleyta fjölskyldunni.

    Pabbi hafði metnað til að koma okkur bræðum til mennta. Hann var einlægur sósíalisti og hjá þeim var kjörorðið að mennta börnin svo þau yrðu síðar meir fær um að hasla sér völl í samfélaginu, hafa áhrif og breiða út boðskapinn, setjast á valdastólana og hefja byltinguna innan frá. Hann sá að það var ómögulegt að kosta okkur í skóla af búskapartekjunum. 

     
  12. Hverfum nú frá Jónsbók en gluggum í Jónas:
     
  13. Nokkrar fyrirsagnir úr bók Jónasar ritstjóra:

    Ég þekki mig mest sem pökkunarmann
    Vefurinn kemur ekki í stað fjölmiðla, hann er ábyrgðarlaus og óskipulagður
    Björgólfsfeðgar voru eitraðastir.
    Hefðbundin dagblöð sæta fækkandi áskrifendum, því að ungt fólk kaupir ekki fréttir.
    Hjá móður minni lærði ég, að heimurinn er opinn og víður.
    Indriði var fyrsti maðurinn sem talaði um fréttastíl í mín eyru.

     
  14. Ein enn:
    Ég held, að eitt brýnasta verkefni þjóðarinnar sé að rífa sig frá klisjum og ranghugmyndum og horfa á sannleikann sjálfan.

     
  15. „Ég var frá barnæsku vanur að standa á eigin fótum og standa fyrir máli mínu“.
    skrifar Jónas, f. 1940 sem var sendur í sveit norður að Reynisstað:

     
  16. Á Reynisstað var rekinn umfangsmikill búskapur með þrjátíu kýr, 400 kindur og tuttugu dráttarhesta. Þar var unnið eftir klukku með klukkustundar hléum í hádegismat og síðdegiskaffi. Á sunnudögum var jafnan frí, þótt unnið væri í þurrki um allan Skagafjörð.
     
  17. Jónas Kristjánsson var alnafni afa síns, sem var frægur læknir fæddur, norður í Svínadal, en fór til prestsins frænda síns á Grenjaðarstað þegar hann missti ungur móður sína.
     
  18. Jónas eldri varð fyrst læknir á Fljótsdalshéraði, síðar á Sauðárkróki og stofnaði Heilsuhælið í Hveragerði. Jónas læknir og Hansína kona hans voru börn hálfbræðra, Kristjáns bónda á Snæringsstöðum og sr. Benedikts og voru Kristjánssynir hins ríka Jónssonar í Stóradal.
     
  19. Þegar Jónas gekk í MR, var hann óráðinn í því, hvaða nám skyldi velja en ákveðinn þó að verða ekki læknir eins og faðir hans og afi.
     
  20. Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifar:
    Fyrsta skref mitt í blaðamennsku var engin frásagnarlist. Allt efni blaðsins var hirt upp úr tímariti. Enda var mér ekki kunnugt um siði eða siðareglur í meðferð texta. Framlag mitt fólst í að pakka saman texta í blað til að gleðja aðra krakka. Frami minn í blaðamennsku löngu síðar byggðist á ritstjórn …

     
  21. „Þetta er kommúnismi“, sagði mamman í næstu götu. „Kennarinn hefur látið þig gera þetta“. Hún hafði frétt af blaði sem ég handskrifaði í fimm eintökum. Þá var ég ellefu ára gamall og bjó í Drápuhlíð 27. Hún hafði þó ekki séð blaðið… Kennarinn var kommúnisti, en hafði þó ekki hvatt mig eða aðra til blaðaútgáfu. Ég man viðbrögð mömmunnar í Barmahlíð. Mér þóttu þau henni til smánar. Að því leyti var ég þroskaður, tók reiðilestur hennar ekki inn á mig. Horfði bara á hana stórum augum barnsins, sem skilur ekki neitt.
     
  22. JK heldur áfram: Á fullorðinsárum hef ég oft haft tækifæri til að kynnast sömu flumruhugsun og mömmunnar. Í starfi hef ég sífellt rekist á fólk, sem Halldór Laxness lýsir svona í Innansveitarkróniku:

    „Því hefur verið haldið fram, að Íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít, sem ekki kemur málinu við, en verði skelfingu lostnir og setji hljóða, hvenær sem komið er að kjarna máls“.

    Orðhengilsháttur kemur á Íslandi í stað rökhugsunar.

     
  23. Átta reglur Jónasar, sem kenndi við Háskólann í Reykjavík:
    1.Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn
    2. Settu sem víðast punkt og stóran staf.
    3. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
    4. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni.
    5. Keyrðu á sértæku sagnorði og notaðu sértækt frumlag.
    6. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
    7. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt.
    8. Hafðu innganginn skýran og sértækan.

     
  24. Og Jónas ritstjóri skrifar:
    „Upp úr 1990 varð vart við ásókn í blaðamannsstarf af hálfu ungra manna, sem ekki höfðu siðferði blaðamanna. Örfáir komust  gegnum nálaraugað og voru hjá okkur skamma hríð. Þeir töldu sér heimilt að nota starfið til að hossa fólki úti í bæ, vinum sínum og vandamönnum. Einn eða tveir höfðu pólitískan áhuga, en flestir voru í poppinu. Við losuðum okkur við þá. Og þeir fóru fljótlega í störf spunakarla þar sem þeir áttu heima. Enginn snertiflötur er milli starfs blaðamanna og starfs spunakarla. En meðal sumra ungra manna, fæddra eftir 1965, voru dæmi um siðferðisbrenglun sem lýsti sér í þessari ásókn. 

     
  25. Á sama tíma komu upp merkisberar græðgisvæðingarinnar. Hún festi rætur hjá fólki, sem fætt var eftir 1965. Þetta voru börn hippanna, alin upp við að eiga rétt en ekki skyldur. Þau komust síðan til valda um og eftir aldamótin 2000 og framleiddu hrun þjóðarinnar 2008, Sama kynslóð tók aldrei upp lestur dagblaða eins og fyrri kynslóðir. Og fylgdist heldur aldrei með fréttum í sjónvarpi. Árið 2009 var svo komið, að tæpast nokkur áskrifandi dagblaðs var yngri en fertugur og sjónvarp var orðin afþreying eftirlaunafólks. Þetta unga fólk tók hins vegar við ferðatölvum og veraldarvefnum við fyrsta tækifæri.
     
  26. Aldrei urðu menn varir við að ÓRG þreyttist á að vera vakinn af blaðamanni DV. Meðan aðrir blaðamenn jöpluðu og jömluðu flutti Ólafur Ragnar mál sitt af skörungsskap. En hann líktist Davíð Oddsyni í blöndu mikilla hæfileika og mikilla skapbresta. Hann var greifi eins og Davíð“.
     
  27. Þökk fá þessi góðu höfundar, Jón og Jónas, opinskáir og upplýsandi, skrifa af lífsreynslu sinni, hirðandi ekki um álas né úrtölur sem heimurinn er býsna örlátur á, verður til þess að sumir velja frekar pennann en munnlegu ræðuna, masið sem við venjulega köllum. Það er þó alltaf tiltækt – og stundum harla skemmtilegt.
     
  28. Árum saman hefur rissarinn/IHJ sest við að tína saman stökur og spjall eða kroppað sér sögukorn og þá einnig lesendum, oftar en ekki með vísublandi, sett á Húnahorn með umsjón ritstjórans, Ragnars Zophoníasar, sem hefur nú þegar í góða tvo tugi ára unnið mikið nytjastarf með vefsíðu sinni. Hann sníður til fréttir, stundum margar á dag sem þangað eiga erindi svo og tilkynningar eða annað framboð úr héraðunum við norræna flóann – og bjarta.
     
  29. Okkur, sem álasið hefur næstum kæft, hættir til að detta í afsakanir þegar betur hæfði að ræða um veðrið – eða fegurð flóans – og það var á þvílíkri stundu, ég var eitthvað að afsaka langt stökuspjall, mörg sögukorn eða hvað það var við ritstjórann minn góða, þegar hann svarar mér – allt á ritvellinum –
    Ég veit ekki annað en nóg rúm sé á vefnum!
    Yndisleg setning, hvernig sem hún annars var, en þetta var merkingin.
    Og ég strax farinn að afsaka, býst greinilega enn við álasi!

     
  30. Hugsa sér öll skáldin sem við getum sest hjá, rifjað upp vísu Sveinbjörns Egilssonar, Jóa í Stapa sem unni skagfirsku fjöllunum og átti rætur í gömlu Grímstungu hjá Snæbirningum, Bensa Gröndal, höfðinglegu skáldi af Álftanesinu sjálfu, Jóni Borgfirðingi með barnalest sína og menntaauð suður til borgarinnar sem þó aðeins var þá aðeins þorp með með tilheyrandi þýlyndi.  Er það kannski þýlyndi og afsakanir sem við getum haft til marks, þegar álasið ætlar mann lifandi að drepa, ráðagerðirnar, menningu okkar, við sitjum bara eftir með álasið, þurfum þá ekki að tala um veðrið eða þá vísurnar allt frá Káin til Jóa og við Jósefína samkennari og nágranni af norðlenskum og sunnlenskum slóðum – og svo allir hinir – höfum verið að syngja í nónsöng, morgunsöng eða á söngkvöldum.

    En nú fer að koma til kasta barnabarnsins, sem segir – eða sagði meðan hún var fimm ára:
    Eeeeekki meira mas afi minn!

    Veit líka að ritstjórinn minn er ekki að loka á sögukorn eða safaríkar vísur, sem ættu sannarlega skilið snjallan penna að tilreiða þær handa ígrundandi lesendum.

    Vale sögðum við í gamla MA. Já, smáslettu til heiðurs Bessastaðaskóla, Hólaskóla og Bæsá: Vale!

Heimildir og ítarefni:
Jón Hjartarson: Fyrir miðjum firði Brekka í Dýrafirði 2010
Jónas Kristjánsson: Frjáls og óháður Rv. 2009
Leiðarar&punktar JK: http://www.jonas.is/
Vale: https://is.wikibooks.org/wiki/Lat%C3%ADna/L%C3%A6r%C3%B0u_lat%C3%ADnu_1/01

PS: Kannski hittumst við í Mjódd á fimmtudag, þar verða lesin nokkur ljóð Sigurðar frá Brún. Það er kl. tvö.
https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20915

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið