Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 30. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:01 0 0°C
Laxárdalsh. 02:01 0 0°C
Vatnsskarð 02:01 0 0°C
Þverárfjall 02:01 0 0°C
Kjalarnes 02:01 0 0°C
Hafnarfjall 02:01 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 29. apríl 2024 - kl. 09:25
Sögukorn: Þegar hrunið dundi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 • Nú birtist Þröstur og við sem lesið höfum sr. Árna og Þórberg erum æ síðan ginnkeypt fyrir góðum ævisögum, síðast varð ég upptekinn af ævisögu sr. Sigurjóns úr Arnarfirðinum, eftir sumarferð Húnvetninga vestur 2023, Undir hamrastáli heitir hún sú góða bók eða eitthvað í þá áttina. En nú er komin ný bók, nýsamin af Þresti, ekki bara ævisaga, líka landssaga, þjóðarsaga og spurningin vaknar, er hún heiðarleg?
  Jú, það sést á þættinum um soninn Eilíf Örn og fleiri, málfarið er skínandi gott og víða frumlegt.
  Þökk sé þessum aldna baráttumanni að setjast við að kryfja samtíð sína – og sjálfan sig. Deila því með okkur. Hann las líka séra Árna.

   
 • Þröstur Ólafsson – Horfinn heimur - minningaglefsur Rv. 2023.
   
 • Haustið 1967 og eitt, tvö að auki var ég/IHJ við þjóðskrárvinnu á Hagstofunni, aðeins haustvinna, en þar kynntist ég öðlingum, hæglátum, ljúfum hagfræðingum, einn menntaður austantjalds, annar heimalærður, ég spurði Áka Pétursson aldrei eftir þeim hlutum þó margt bæri á góma, Björn Stefánsson var með sænskan bakgrunn, Hjalti Kristgeirs hafði numið úti í Ungverjalandi en með síðasttöldu tveimur félögum var ég úti í Lindarbæ á öðru hausti, þar komið útibú frá aðalstöðvum stofnunarinnar í Arnarhváli.
  Þar  var í næstu stofum, Gísli B. Björnsson með auglýsingastofu, samskipti voru þarna talsverð við umheiminn, meira að segja ég fékk heimsókn þegar Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum/Austurhlíð leit inn.

   
 • En þeir Björn og Hjalti fengu enn frægari gesti, Ólafi Ragnari man ég eftir, frænda Hjalta og svo sjálfum Þresti Ólafssyni sem átti eftir að verða frægur og þeir ÓRG raunar báðir.
  En ég var búinn að fá bókina Þrastar, þá nýju að láni á safninu þegar stjórnmálafræðingarnir fóru að lofa ævisögu Þrastar í Kiljunni nú í vikunni, líst líka harla vel á hana og langar að finna lesendum mínum nokkur sögukorn þaðan.

   
 • „Hér var bara ein rótgróin stétt, með sína sterku stéttarvitund – bændastéttin."
  Og þaðan kom Þröstur.

   
 • Heimanmundur Þrastar af Húsavík var kristilegt uppeldi móður hans, hún og séra Friðrik sáu til þess að ekki gleymdist, að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Faðir Þrastar var aftur „hriflungur að pólitísku upplagi, búfræðingur, umfram allt sáttfús, skynsamur og fordómalítill maður; með afbrigðum úrræðagóður. Landslag var honum lítils virði væri það ekki plógtækt eða grösugt sauðland."
   
 • „Fyrrnefndur heimanmundur kom í veg fyrir einsýni og ofstæki þótt tíðarandinn í Berlín hafi oft togað í þá átt. Þar var stundum gengið út á gnípuna en aldrei til langdvalar, því óræður kvikur hugurinn þurfti frelsi, yfirsýn en jafnframt aðhald. Á ystu snös eru fáir aðrir kostir í boði en háskinn og tvísýnan. Þau ögra. Mefistófeles varð hér naumlega að láta í minnipokann.
  Tíðum lét ég hugann reika um ókunnar slóðir. Rómantíkin var hluti þýskra lífsviðhorfa sem umléku mig hvar sem ég bar niður, í bókmenntum, tónlist eða heimspeki. Skáldleg dulúð og rökkvuð lífssýn drógu mig að sér. Kallaðist þetta kannski á við þau áhrif sem óendanleiki sjávarflatarins eða þokuslæddar þingeyskar heiðar höfðu, þar sem ný hæð tók við um leið og annarri var náð? Ég heillaðist og óttaðist í senn.

   
 • Seiðmagnið var þarna, hríslingurinn sá sami.
   
 • Þegar hrunið dundi á þjóðinni stöðvaðist öll vinna við tónlistarhúsið, því Björgólfur Guðmundsson, sem hlutskarpastur hafði orðið í útboði um byggingu og rekstur Hörpunnar, varð gjaldþrota, sem og heimabanki hans, Landsbankinn. Þá var búið að steypa bílakjallara en nokkrir hrásteyptir veggir stóðu upp úr þessu ömurlega byggingarlandslagi í miðborg höfuðborgar Íslands. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar létu í sér heyra og sögðu að hætta ætti við þessa byggingu en nýta byggingarrústirnar sem minnisvarða um hrunið. Ég ritaði grein í Morgunblaðið þar sem ég andmælti þessum málflutningi. Þær stöllur, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri, tóku snöfurmannlega afstöðu og sögðust halda myndu ótrauðar áfram. Þetta var árið 2009. Að þeirri ákvörðun kom ég ekki."
   
 • Þeir Magnús Kjartansson og Þröstur áttu allmörg samtöl um hagkerfið og sósíalismann. „Hann bjó til svo að festist í málinu, hugtakið pilsfaldakapítalismi yfir þá gerð af hagkerfi þegar forráðamenn atvinnulífsins hlaupa beint í skjólið(undir pilsfaldinn) hjá ríkinu ef eitthvað bjátar á. Hirða gróðann en láta ríkið þjóðnýta tapið."
   
 •  „Í þrettán ár áttum við heima uppi á Brekkunni/Húsavík í húsi sem heitir Þórðarstaðir. Okkur leið þar vel. Við höfðum nóg af öllu. Enga ofgnótt af neinu. 

  Það var þetta jafnvægi sem lét okkur líða svo vel.

  Stöðugleiki, samræmi og öryggi. Þetta voru þeir þættir sem við þurftum. Slíka aðstæður veita alhliða þroska, því ástundun og áhugi geta verið laus í reipunum og þurfa festu. Ytra jafnvægi kemur ró á hugann sem gefur honum frið til að þroskast. Löngun eftir fánýtu glingri hélt ekki vöku fyrir okkur."

   
 • Þröstur kom víðar við en að kíkja til þeirra Hjalta í Lindarbæ, lítum á kynninguna á bókarbaki:
   
 • Ungur  maður kemur beint úr kyrrstæðu samfélagi Húsavíkur upp úr 1960 til að læra hagfræði og er skyndilega staddur í skarkala stórborgarinnar. Hann er kominn til Berlínar, múr milli austurs og vesturs er nýreistur og óuppgerðar sakir nasismans  krauma enn. Handan við hornið bíða æskulýðsuppreisn og ókyrrð ´68-kynslóðarinnar. Allt þetta mótar hann fyrir lífstíð.
   
 • Lífsstarf Þrastar Ólafssonar hefur verið fjölbreytt á sviði menningar, verslunar og stjórnmála. Hann var í forsvari fyrir Mál og menningu á umbrotatímum, var samverkamaður Guðmundar J. Guðmundssonar hjá Dagsbrún og aðstoðaði ráðherra frá Magnúsi Kjartanssyni og til Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hér er ýmsu lýst sem gerðist á bak við tjöldin þegar miklir atburðir áttu sér stað í þjóðlífinu, átökum og erfiðum samningum. Margvíslega minningar eru í bókinni um þau sem næst honum stóðu, flestar ljúfar en sumar sárar. Loks lítur hann yfir sviðið og hugleiðir brýnustu verkefni okkar daga, m.a. umhverfismál, en í bókinni er kafli helgaður bróður Þrastar, Guðmundi Páli, hinum þjóðkunna baráttumanni fyrir náttúruvernd, og þeirra nána sambandi.
   
 • Þetta er um margt óvenjuleg minningabók, Þröstur er mjög hreinskilinn og óvæginn á köflum, ekki síst við sjálfan sig. Í gegnum allt skín mannúð og rík þörf fyrir að skilja og greina. 
  Liðir 13 - 15 er kynningarefni af bakhlið bókar, ÞÓ Horfinn heimur  Minningarglefsur

   
 • Nokkur kaflaheiti:
  I. Lífið er félagsskapur, Jarðvegurinn plægður, Milli vita, Vígvöllur hugmynda, Óravíddir og puð, Lærbrotinn í breskum koladalli, Heiðarbót og Páll á Þverá, Meðal samstúdenta, Illskan, Ofsóttir einstaklingar, Hin vandmeðfarna sannfæring.
  II. Til pólitískra starfa, Minjavernd, Innan um skáld og rithöfunda 1974-1980, Frásögur úr forlagi, Mál og menning og Björgólfur, Bergur Pálsson og minn vestfirski djöfuldómur, Ófræging og bakmælgi, Eilífur, Lífskjarasamningurinn 1986, Vinna við nýtt stjórnkerfi fiskveiða (1984-1993).
  IV. Land auðlinda, þjóð sérdrægni, Pólitísk spilling og hyglun, Enn um nýfrjálshyggju og endalok hennar, Ísland og ESB, Hvers konar þjóð erum við, Hver eru innri gildi okkar.
  V. Það voru melarnir á Reykjaheiði, sem ..., Framfarahugsjón verður hamfaravaldur, Guðmundur bróðir minn, Öldin sem leið og ný sem kemur, Öld öfganna, Þórunn.

   
 •  „Við sem höfum átt heima í sveit og fengið slæmar heimtur á fé að hausti vitum að reynist þriðja leit árangurslaus er féð talið af. Heimsstyrjöld hefur stærri og úfnari heiðarlönd en lítil sveit fyrir norðan. Á orrustuheiðum og víðlendum flatneskjum stríðsátaka er villugjarnt og hermenn á undanhaldi leita gjarnan skjóls þar sem þeir vonast til að finnast ekki fyrr en að átökum loknum.
  Svo eru það hinir, sem teknir eru til fanga og komast lifandi frá hildarleiknum, verða að réttlausum sýndarverum, sem skilyrðislaust skulu hlýða vilji þeir halda lífi ...
  Starfsmaður á bókasafni ... Ég lagði mig eftir að hitta hann í kaffihléum. Nokkrum sinnum sat ég fyrir honum að vinnu hans lokinni.
  Spurði og hlustaði.
  Ég sleit frásögn hans smám saman út úr honum.  ... Orrustan um Stalíngrad stóð í sjö og hálfan mánuð. Þar féllu tæplega tvær milljónir hermanna. Af 330.000 manna herdeild Werners lifðu 91.000 orrustuna af. Þetta var úrvalsherdeild Hitlers. Síðan Gúlagið, harkan ólýsanleg ... Þegar heim kom hafði herför og herleiðing Werners staðið samfleytt í sextán ár, fjórum árum lengur en foringi hans sat að völdum. Það var dýrkeypt hollusta.
  Þannig týnist tíminn.
  Þegar heim kom voru foreldrar hans dánir en kærastan sem átt hafði von á barni hans, þegar herkvaðningin kom, var horfin.
  Þeirra var saknað sem aldrei skiluðu sér eins og eftirlegukindurnar á Mývatnsöræfum. Sovétmenn veittu smám saman upplýsingar um fangana eftir geðþótta. ... Svona nærri okkur var heimsstyrjöldin enn á þessum námsárum mínum í Berlín. Hún var við hvert fótmál þótt liðið væri hátt á annan tug ára frá lokum þessa mikla hildarleiks."

   
 • „Þessi gagnslitla ríkisstjórn, sem ýtti úr vör með mikinn velvilja almennings að baki sér, var þó nokkuð sátt við sjálfa sig. Yfir henni sveif eitthvert hyllingarský ráðleysis og sjálfsánægju." 
   
 • Hverfum nú frá málsnjöllum Þresti Ólafssyni en leggjum á minni miðvikud. 8. maí kl. 15, þá verður blásið til aðalfundar hjá Sögufélaginu í Bókasafninu á Blönduósi. Hjónin Svala og Benedikt Blöndal segja þar frá minnismerkjum í héraðinu og sýna myndir frá rannsókn sinni en einnig kemur til okkar Hjalti Pálsson ritstjóri og sagnfræðingur á Sauðárkróki til að rifja upp hvernig hið magnaða verk Byggðasaga þeirra Skagfirðinga hófst sem lauk svo með tíu binda útgáfu. 

Heimild og ítarefni:
Þröstur Ólafsson Horfinn heimur – minningaglefsur Rv. 2023
Nýleg sögukorn: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=2097

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið