Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:38 0 0°C
Laxárdalsh. 04:38 0 0°C
Vatnsskarð 04:38 0 0°C
Þverárfjall 04:38 0 0°C
Kjalarnes 04:38 0 0°C
Hafnarfjall 04:38 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Hvítserkur
Hvítserkur
Pistlar | 13. nóvember 2015 - kl. 13:49
Stökuspjall - Stjarnlaus nóttin
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Náttúruöflin lifa sjálfstæðu lífi í ljóðum Lorca og birtast þar gjarnan sem persónur eða lifandi verur. Eitthvert skýrasta dæmi þess í Sígaunaljóðum er vindurinn í þulunni Presíósa og í þulunni um heilagan Mikjál umbreytast skýin í naut. Svo skrifar Kristján Eiríksson íslenskufræðingur í formála að þýðingum sínum á ljóðum Lorca, en Kristján kom á sínum tíma vísnavef Skagfirðinga á laggirnar og hefur síðan laðað fleiri til að safna vísum og ljóðum í heimabyggðum sínum, setja inn á vefinn auk fróðleiks um höfunda ljóða og tildrög vísna þegar svo ber undir.

Stjarnlaus nóttin stekkur undan
stríðum trumbuslætti hennar
út á hafið fullt af fiski,
freyðir nóttin þar og kveður. Úr Presíósa og vindurinn

Kristján sinnti kennslu auk fræðistarfa, lengst við Menntaskólann á Laugarvatni, starfaði einnig við háskólakennslu úti í Noregi en síðustu árin hefur hann starfað á Árnastofnun. Kristján verður sjötugur 19. nóvember og fær hlýjar kveðjur frá stökusöfnurum  og versavinum.

Köld var vetrarkveðjan þín,
kenndi ég smátt af ylnum.
Sólarþyrsta sálin mín
svalt í norðanbylnum. BBl.

Þeir sem gengu daglega um lágar tóftardyr ortu með öðru lagi en við sem njótum hlýrra húsa og greiðra ferða á nýrri öld. En nokkurs virði er að geta skoðað vísnasnið feðra okkar – og mæðra um leið og við sjáum baráttu þeirra, stundum í heyskorti, stundum í barnadauða en oftar en ekki í fátækt þó andinn kæmist stundum að himinskautum. Björn var snjall hagyrðingur og á margar vísur á vefnum:

Aldinn verma atlot hlý
entu dags að vosi.
Þá er mestur ylur í
yngsta fólksins brosi. BBl

Ég er votur, víða kalt
varla þrot á trega.
Lífið potast áfram allt
ekki notalega. BBl

Góð aðsókn var að fyrsta fundi um húnvetnsk fræði í Húnabúð sem hófst kl. 17 á miðvikudaginn var og fyrirlesarinn Jón frá Torfalæk leiddi fundargesti upp á Jörundartind, heilsaði upp á bræðurna á Stóru-Giljá, kom við á útsvarsfundi hreppsnefndarinnar, skrapp með semingi fram í dalina og greindi frá Þórdísi á Vindhæli og búsæld bæjanna undir brekkunni við Króksbjarg. Ragnar Arnalds rithöfundur mun segja frá Þórdísi eftir tvær vikur. En á næsta fundi, miðvikud. 18. nóv. mun Þór Magnússon, höfundur árbókar FÍ um Vestur-Húnavatnssýslu og fv. þjóðminjavörður, fylgja fundarmönnum út á Vatnsnes og um grösuga dali Húnavatnssýslu, hinn vestari hluta.

Vísað er til:
Kristján Eiríksson frá Fagranesi: http://bragi.info/hofundur.php?ID=16975&ut=1
Frederico García Lorca Sígunaljóð Rv. 2005 í þýðingu Kristjáns Eiríkssonar
Björn S. Blöndal: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16933

Eldra stökuspjall:
Rennur saman haf og himinn: http://www.huni.is/index.php?cid=12328
Stutt eða löng töf: http://www.huni.is/index.php?cid=12272
Kjarval málar http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12221  
Einmitt slík var – móðir þín http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12203
Heiðin magnar seið: http://www.huni.is/index.php?cid=12180
Útsunnan við mána: http://www.huni.is/index.php?cid=12129
Drottning Húnaflóa: http://www.huni.is/index.php?cid=12080

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið