Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 18. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:30 0 0°C
Laxárdalsh. 11:30 0 0°C
Vatnsskarð 11:30 0 0°C
Þverárfjall 11:30 0 0°C
Kjalarnes 11:30 0 0°C
Hafnarfjall 11:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Sigurliðin á verðlaunapalli. Ljósm: FB/Skólahreysti
Sigurliðin á verðlaunapalli. Ljósm: FB/Skólahreysti
Fréttir | 01. júní 2020 - kl. 18:45
Stóðu sig vel í úrslitum Skólahreysti

Grunnskóli Húnaþings vestra var á meðal þátttakenda í úrslitum Skólahreysti 2020 sem fram fór í Laugardalshöll á laugardaginn. Eftir harða keppni milli átta grunnskóla stóð Lindaskóli í Kópavogi uppi sem sigurvegari, annað árið röð. Í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli hafnaði í þriðja sæti. Grunnskóli Húnaþings vestra stóð sig vel og endaði í fjórða sæti.

Aðrir skólar sem tóku þátt voru Flóaskóli, Grunnskólinn á Hellu, Heiðarskóli, Lundaskóli og Varmahlíðarskóli. Allir höfðu skólarnir unnið sér inn keppnisrétt í gegnum sex undankeppnir vetrarins. Þar komst efsti skólinn úr hverri undankeppni áfram auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Sem fyrr var keppt í fimm greinum. Upphífingum og dýfum í strákaflokki en armbeygjum og hreystigreipi stúlknaflokki. Blönduð lið skólanna kepptu svo í hraðaþrautinni.

Lindaskóli fékk 43 stig á úrslitakvöldinu, Heiðarskóli 37 stig og Árbæjarskóli 32. Grunnskóli Húnaþings vestra fékk 30 stig en í liðinu voru þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Guðmundur Grétar Magnússon sem keppti í upphífingum og dýfum og í hraðaþrautinni kepptu þau Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Hilmir Rafn Mikalesson.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið